Innlent

Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Alls voru 58 mál skráð í kerfi lögreglunnar í gærkvöldi og nótt.
Alls voru 58 mál skráð í kerfi lögreglunnar í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Tíu gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun en nokkur fjöldi útkalla barst vegna ölvunar og einstaklinga í annarlegu ástandi.

Lögreglu barst meðal annars tilkynning um að dyraverðir á skemmtistað væru með einstakling „í tökum“ vegna óláta en sá reyndist hafa verið með ofbeldistilburði og var óviðræðuhæfur sökum ölvunarástands. Var hann handtekinn.

Þá var var annar handtekinn eftir að hafa ráðist að öryggisvörðum í matvöruverslum, þar sem viðkomandi var staðinn að því að kasta hlutum til. Var hann metin óhæfur til að vera meðal almennings.

Einn handtekinn fyrir að kasta könnu í rúðu bifreiðar í miðborginni en látinn laus að lokinni skýrslutöku. Þá var annar handtekinn í tengslum við slagsmál í Hafnarfirði.

Ein tilkynning barst um stuld í matvöruverslun í póstnúmerinu 112 og þá var tilkynnt um eld í hjólageymslu fjölbýlishúss í Kópavogi. Búið var að slökkva hann þegar lögregla kom að.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, þar á meðal þrír fyrir að vera með fimur í framrúðum bifreiða sinna. Einn var stöðvaður fyrir að aka bifreiða sem var yfir 3.500 gr án tilskilinna réttinda og nokkrir aðrir fyrir að aka undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×