Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2025 10:00 Nayib Bukele, forseti El Salvador. AP/Salvador Melendez Stjórnmálaflokkur Nayibs Bukele, forseta El Salvador, hefur samþykkt breytingar stjórnarskrá ríkisins sem fella úr gildi takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem forsetar mega sitja. Þar að auki hefur kjörtímabil forseta verið lengt úr fimm árum í sex. Bukele, sem er 44 ára gamall, situr nú sitt annað kjörtímabil. Hann var fyrst kjörinn til embættis árið 2019 með loforðum um að uppræta landlæga spillingu og draga úr glæpum. Hann bauð sig aftur fram í fyrra, þrátt fyrir að stjórnarskrá El Salvador sagði að forseti mætti ekki sitja tvö kjörtímabil samfleytt. Forsetinn og bandamenn hans skipuðu nýja dómara í hæstarétt ríkisins sem komust að þeirri niðurstöðu að stjórnarskráin hefði verið rangtúlkuð og að forsetar mættu sitja lengur. Kosningarnar vann hann svo með miklum yfirburðum. Bukele hefur safnað miklum völdum í embætti og er flokkur hans, sem kallast „Nýjar hugmyndir“, er með aukinn meirihluta á þingi. Skömmu eftir að hann tók við embætti kom hann á herlögum, sem eru enn í gildi, vegna baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þúsundir ungra manna hafa verið fluttir í fangelsi án dóms og laga síðan þá. Glæpatíðni hefur, samkvæmt frétt New York Times, lækkað töluvert, en mannréttindasamtök segja baráttuna og stjórnartilburði Bukeles hafa komið verulega niður á réttindum almennra borgara. Þá nýtur Bukele mikils stuðnings frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hefur hann verið að taka við fólki sem fangelsað hefur verið í Bandaríkjunum og sett það í fangelsi í El Salvador. Mannréttindafrömuðir á flótta AP fréttaveitan sagði frá því í júlí að forsvarsmenn stærstu mannréttindasamtaka landsins hefðu tilkynnt að samtökin ætluðu að hætta starfsemi í El Salvador vegna ógnana og lögsókna frá ríkisstjórn Bukeles. Í samtali við fréttaveituna sagði framkvæmdastjóri samtakanna, sem kallast Cristosal, að undanfarna mánuði hefði kúgun aukist verulega í El Salvador. Fjölmargir aðilar sem börðust fyrir mannréttindum í landinu hefðu þurft að flýja. Ríkisstjórn Bukeles samþykkti í maí lög sem svipa til umdeildra laga í Rússlandi, Belarús, Kína og Venesúela og hafa verið notuð þar til að kæfa gagnrýni og stjórnarandstöðu og stöðva rekstur mannréttindasamtaka. Bukele hefur verið sakaður um einræðistilburði og munu þessar nýju breytingar á stjórnarskrá El Salvador gera honum kleift að bjóða sig aftur fram, eins og lengi og hann vill. Forsetinn, sem hefur sjálfur titlað sig sem „flottasta einræðisherra heimsins,“ sagði í júní að hann vildi frekar vera álitinn einræðisherra en að leyfa glæpamönnum að starfa óáreittir í landinu. Sagði lýðræðið dautt í El Salvador Eins og áður segir fela breytingarnar á stjórnarskrá El Salvador í sér að takmarkanir á fjölda kjörtímabilum forseta falla úr gildi. Þetta gildir einnig um aðra embættismenn eins og borgarstjóra og sömuleiðis þingmenn. Breytingarnar fela einnig í sér að forsetakosningar fari fram á sama tíma og þing- og sveitarstjórnarkosningar. Þar að auki verður, samkvæmt AP fréttaveitunni, hætt að halda tvær lotur í forsetakosningum, þar sem þeir tveir frambjóðendur sem fengu mest fylgi í fyrri lotunni mæta hvorum öðrum í þeirri seinni. Frumvarpið var samþykkt af 57 þingmönnum en þrír greiddu atkvæði gegn því. Marcela Villatoro, einn þeirra þriggja þingmanna sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu lýsti því yfir á þingfundi að „lýðræði El Salvador væri dautt“. Hún sagði að breytingarnar myndu auka spillingu, frændhygli. Draga myndi úr lýðræðisþátttöku og lýðræðið myndi lýða undir lok. El Salvador Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Bukele, sem er 44 ára gamall, situr nú sitt annað kjörtímabil. Hann var fyrst kjörinn til embættis árið 2019 með loforðum um að uppræta landlæga spillingu og draga úr glæpum. Hann bauð sig aftur fram í fyrra, þrátt fyrir að stjórnarskrá El Salvador sagði að forseti mætti ekki sitja tvö kjörtímabil samfleytt. Forsetinn og bandamenn hans skipuðu nýja dómara í hæstarétt ríkisins sem komust að þeirri niðurstöðu að stjórnarskráin hefði verið rangtúlkuð og að forsetar mættu sitja lengur. Kosningarnar vann hann svo með miklum yfirburðum. Bukele hefur safnað miklum völdum í embætti og er flokkur hans, sem kallast „Nýjar hugmyndir“, er með aukinn meirihluta á þingi. Skömmu eftir að hann tók við embætti kom hann á herlögum, sem eru enn í gildi, vegna baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þúsundir ungra manna hafa verið fluttir í fangelsi án dóms og laga síðan þá. Glæpatíðni hefur, samkvæmt frétt New York Times, lækkað töluvert, en mannréttindasamtök segja baráttuna og stjórnartilburði Bukeles hafa komið verulega niður á réttindum almennra borgara. Þá nýtur Bukele mikils stuðnings frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hefur hann verið að taka við fólki sem fangelsað hefur verið í Bandaríkjunum og sett það í fangelsi í El Salvador. Mannréttindafrömuðir á flótta AP fréttaveitan sagði frá því í júlí að forsvarsmenn stærstu mannréttindasamtaka landsins hefðu tilkynnt að samtökin ætluðu að hætta starfsemi í El Salvador vegna ógnana og lögsókna frá ríkisstjórn Bukeles. Í samtali við fréttaveituna sagði framkvæmdastjóri samtakanna, sem kallast Cristosal, að undanfarna mánuði hefði kúgun aukist verulega í El Salvador. Fjölmargir aðilar sem börðust fyrir mannréttindum í landinu hefðu þurft að flýja. Ríkisstjórn Bukeles samþykkti í maí lög sem svipa til umdeildra laga í Rússlandi, Belarús, Kína og Venesúela og hafa verið notuð þar til að kæfa gagnrýni og stjórnarandstöðu og stöðva rekstur mannréttindasamtaka. Bukele hefur verið sakaður um einræðistilburði og munu þessar nýju breytingar á stjórnarskrá El Salvador gera honum kleift að bjóða sig aftur fram, eins og lengi og hann vill. Forsetinn, sem hefur sjálfur titlað sig sem „flottasta einræðisherra heimsins,“ sagði í júní að hann vildi frekar vera álitinn einræðisherra en að leyfa glæpamönnum að starfa óáreittir í landinu. Sagði lýðræðið dautt í El Salvador Eins og áður segir fela breytingarnar á stjórnarskrá El Salvador í sér að takmarkanir á fjölda kjörtímabilum forseta falla úr gildi. Þetta gildir einnig um aðra embættismenn eins og borgarstjóra og sömuleiðis þingmenn. Breytingarnar fela einnig í sér að forsetakosningar fari fram á sama tíma og þing- og sveitarstjórnarkosningar. Þar að auki verður, samkvæmt AP fréttaveitunni, hætt að halda tvær lotur í forsetakosningum, þar sem þeir tveir frambjóðendur sem fengu mest fylgi í fyrri lotunni mæta hvorum öðrum í þeirri seinni. Frumvarpið var samþykkt af 57 þingmönnum en þrír greiddu atkvæði gegn því. Marcela Villatoro, einn þeirra þriggja þingmanna sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu lýsti því yfir á þingfundi að „lýðræði El Salvador væri dautt“. Hún sagði að breytingarnar myndu auka spillingu, frændhygli. Draga myndi úr lýðræðisþátttöku og lýðræðið myndi lýða undir lok.
El Salvador Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira