Sport

Jón Þór Evrópu­meistari á nýju Ís­lands­meti

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jón Þór skaut af mikilli fimi í Frakklandi.
Jón Þór skaut af mikilli fimi í Frakklandi. STÍ

Jón Þór Sigurðsson er Evrópumeistari í þrjú hundruð metra riffilskotfimi og bætti í leiðinni eigið Íslandsmet þegar hann skoraði 599 stig af 600 mögulegum á Evrópumótinu í Frakklandi.

Jón Þór keppti í 300m Prone riffilgreininni þar sem skotið er með stórum rifflum, liggjandi af þrjú hundruð metra færi, með opnum gatasigtum.

Hæsta mögulega skor í greininni er 600 stig með 60x tíum en Jón Þór endaði með 599 stig og 45x tíum. 

Annar varð Alexander Schmirl frá Austurríki einnig með 599 stig en 39x tíur og svo í þriðja sæti Aleksi Leppa frá Finnlandi með 599 stig og 36x tíur.

Árangur Jóns er nýtt Íslandsmet en hann átti sjálfur fyrra metið, 596/34x, sem hann setti á Euro Cup í Sviss árið 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×