Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar 1. ágúst 2025 15:33 Erum við 10-15 árum á eftir hinum Norðurlöndunum? Lögreglan þarf nú að hafa afskipti af hnífamálum þriðja hvern dag hér á landi. Er þetta tilviljun eða mun ástandið versna enn frekar? Árið 2023 fóru sérsveitir í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll en árið 2013, og mig grunar að sú tölfræði hafi ekki skánað. Mikilvægt er að gleyma því ekki að 52,7% þeirra sem afplánuðu dóm í íslenskum fangelsum á síðasta ári voru erlendir ríkisborgarar en í gæsluvarðhaldi var hlutfallið 68,9% og inn í þá tölu falla einnig hælisleitendur. Landslagið er að breytast, en það er fjarri því að hægt sé að skýra ástandið eingöngu með hælisleitendum og innflytjendum. Með 20 skipulagða glæpahópa hér á landi má ætla að skýringanna sé að leita þangað. Þar sem gerendur eru ungir, þá er það vísbending um að engin aldursmörk séu á þeim hópum, eins og raunin hefur verið í Evrópu. Ríkislögreglustjóri hefur lýst sérstökum áhyggjum af yngsta hópnum, sem er skýr vísbending um að ný nálgun sé nauðsynleg og það strax. Það er ekki hægt að leysa málin með því að útiloka þá hópa sem þegar eru komnir inn í landið. Ef þeir verða settir til hliðar er það uppskrift að aukinni stéttskiptingu og glæpum, því þeir munu ekki fara. Þjónusta við hælisleitendur og innflytjendur verður að taka mið af því. Aðlögun þeirra að íslensku samfélagi er lykilatriði og þar skipta íslenskan og menntun mestu máli. Að öðrum kosti munum við skapa sænskan veruleika hér á landi, þar sem ég þarf að mæta í vinnu í hnífavesti. Að leysa vandann af alvöru Að slá ryki í augu fólks og segja að mesta hættan stafi af hægriöfgamönnum hér á landi er ábyrgðarlaust. Ef eitthvað skapar jarðveg fyrir hægri öfgamennsku hér, þá er það stjórnvöld og stjórnsýslan með því að viðurkenna ekki vandann og koma fram með falsupplýsingar. Þegar lögreglan þarf að sinna hnífamálum þriðja hvern dag er komið að þolmörkum. Bráðum verður þetta líklega ekki frétt lengur, rétt eins og ölvunarakstur um helgar. Það þarf að taka á þessum málum af grjótfestu. Fjársektir, þótt háar séu (300.000 kr.), duga hvergi nærri til. Í stað þess að skipa fleiri nefndir og ráð til að koma fólki fyrir á skrifstofum í „Fílabeinsturninum“, þarf að beina spjótunum að fólkinu á gólfinu og úrræðum sem eru við hæfi. Gleymum því ekki að í desember 2022 voru 3.000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né vinnu. Lögreglan er jafn fámenn og hún var fyrir 20 árum, þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 100.000 og ferðamönnum um tvær milljónir árlega. Við erum á eftir Norðurlöndunum og stefnum í sama farveg og þau voru í fyrir 10-15 árum. Þegar hnífaárásir verða sjálfsögð frétt í fjölmiðlum landsins er of seint. Við verðum að vakna af alvöru. Höfundur er áhuga maður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Lögreglumál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Erum við 10-15 árum á eftir hinum Norðurlöndunum? Lögreglan þarf nú að hafa afskipti af hnífamálum þriðja hvern dag hér á landi. Er þetta tilviljun eða mun ástandið versna enn frekar? Árið 2023 fóru sérsveitir í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll en árið 2013, og mig grunar að sú tölfræði hafi ekki skánað. Mikilvægt er að gleyma því ekki að 52,7% þeirra sem afplánuðu dóm í íslenskum fangelsum á síðasta ári voru erlendir ríkisborgarar en í gæsluvarðhaldi var hlutfallið 68,9% og inn í þá tölu falla einnig hælisleitendur. Landslagið er að breytast, en það er fjarri því að hægt sé að skýra ástandið eingöngu með hælisleitendum og innflytjendum. Með 20 skipulagða glæpahópa hér á landi má ætla að skýringanna sé að leita þangað. Þar sem gerendur eru ungir, þá er það vísbending um að engin aldursmörk séu á þeim hópum, eins og raunin hefur verið í Evrópu. Ríkislögreglustjóri hefur lýst sérstökum áhyggjum af yngsta hópnum, sem er skýr vísbending um að ný nálgun sé nauðsynleg og það strax. Það er ekki hægt að leysa málin með því að útiloka þá hópa sem þegar eru komnir inn í landið. Ef þeir verða settir til hliðar er það uppskrift að aukinni stéttskiptingu og glæpum, því þeir munu ekki fara. Þjónusta við hælisleitendur og innflytjendur verður að taka mið af því. Aðlögun þeirra að íslensku samfélagi er lykilatriði og þar skipta íslenskan og menntun mestu máli. Að öðrum kosti munum við skapa sænskan veruleika hér á landi, þar sem ég þarf að mæta í vinnu í hnífavesti. Að leysa vandann af alvöru Að slá ryki í augu fólks og segja að mesta hættan stafi af hægriöfgamönnum hér á landi er ábyrgðarlaust. Ef eitthvað skapar jarðveg fyrir hægri öfgamennsku hér, þá er það stjórnvöld og stjórnsýslan með því að viðurkenna ekki vandann og koma fram með falsupplýsingar. Þegar lögreglan þarf að sinna hnífamálum þriðja hvern dag er komið að þolmörkum. Bráðum verður þetta líklega ekki frétt lengur, rétt eins og ölvunarakstur um helgar. Það þarf að taka á þessum málum af grjótfestu. Fjársektir, þótt háar séu (300.000 kr.), duga hvergi nærri til. Í stað þess að skipa fleiri nefndir og ráð til að koma fólki fyrir á skrifstofum í „Fílabeinsturninum“, þarf að beina spjótunum að fólkinu á gólfinu og úrræðum sem eru við hæfi. Gleymum því ekki að í desember 2022 voru 3.000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né vinnu. Lögreglan er jafn fámenn og hún var fyrir 20 árum, þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 100.000 og ferðamönnum um tvær milljónir árlega. Við erum á eftir Norðurlöndunum og stefnum í sama farveg og þau voru í fyrir 10-15 árum. Þegar hnífaárásir verða sjálfsögð frétt í fjölmiðlum landsins er of seint. Við verðum að vakna af alvöru. Höfundur er áhuga maður um betra samfélag.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar