Fótbolti

Svein­dís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sveindís Jane var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik fyrir Angel City FC.
Sveindís Jane var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik fyrir Angel City FC. instagram / @weareangelcity

Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik fyrir Angel City, í 2-0 tapi gegn Seattle Reign í nótt.

NWSL, úrvalsdeild Bandaríkjanna, hefur verið í fríi í rúman mánuð vegna Evrópumótsins en hófst aftur að nýju í nótt.

Sveindís og stöllur hennar frá Los Angeles liðinu Angel City heimsóttu Seattle og máttu þola tveggja marka tap.

Leikurinn var nokkuð jafn og bæði lið ógnuðu marki hvors annars en heimakonur komust yfir um miðjan seinni hálfleik þökk sé Jessicu Fishlock, sem fylgdi eigin skalla eftir og skoraði í frákastinu.

Liðsfélagi Sveindísar, Alanna Kennedy, varð svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir hornspyrnu á 86. mínútu, sem gerði út af við leikinn.

Sveindís spilaði ágætis leik og átti fínt skot á markið með vinstri fæti, á 34. mínútu, eins og sjá má í spilaranum hér að neðan þar sem öll helstu atvik leiksins eru rifjuð upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×