Innlent

Herjólfur siglir ekki meira í dag

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Nýi Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn. Hann gerir það hins vegar ekki aftur í dag.
Nýi Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn. Hann gerir það hins vegar ekki aftur í dag. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni og falla því tvær síðustu ferðir Herjólfs niður í dag, klukkan 17 frá Vestmanneyjum og klukkan 18 frá Landeyjarhöfn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi á Facebook. Farþegar sem áttu bókað með ferjunni eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína eða fá endurgreitt.

Hvað varðar siglingar morgundagsins, 3. ágúst, þá segir að Herjólfur sigli frá Vestmannaeyjum klukkan hálf sex í fyrramálið, annað hvort til Landeyjahafnar eða Þorlákshafnar. 

Ákvörðun um áfangastað verði tekin þegar nýjasta spá liggur fyrir á þeim tíma og tilkynning verði gefin út fyrir klukkan fimm í fyrramálið. 

„Aðrar ferðir þann morgun gætu því fallið niður. Ef siglt yrði til Þorlákshafnar yrði brottför þaðan kl. 09:30,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×