Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2025 08:37 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Luis M. Alvarez Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. Trump hefur þrýst mjög á Repúblikana að staðfesta tilnefningar sínar en Demókratar hafa dregið fæturna mjög. Þeir hafa meðal annars krafist nafnakalls í hverri einustu atkvæðagreiðslu og gripið til frekari aðgerða sem leitt hefur til þess að í mörgum tilfellum hefur tekið nokkra daga að koma einni tilnefningu gegnum þingið. Leiðtogar Repúblikanaflokksins segja mögulegt að þeir muni breyta reglum öldungadeildarinnar þegar þeir mæta aftur til vinnu í næsta mánuði til að flýta málum, samkvæmt AP fréttaveitunni. John Thune, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði í gærkvöldi að breytingar væru nauðsynlegar. Hann sagði síðustu sex mánuði hafa sýnt fram á að tilnefningaferlið sjálft væri bilað. Halda þyrfti umfangsmikla umræðu um ferlið í framtíðinni. Sjá einnig: Vill sýna þinginu hver ræður Thune segir að nokkrum sinnum hafi lítið út fyrir að samkomulag myndi nást en það hafi ekki gengið eftir, samkvæmt frétt Politico. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni.AP/Mariam Zuhaib Pólitískara ferli Undanfarna tvo áratugi hafa þingmenn beggja flokka í auknum mæli gripið til aðgerða til að hægja verulega á ferlinu þegar kemur að tilnefningum forseta hins flokksins til embætta í stjórnsýslunni og tilnefningum dómara. Ferlið hefur orðið mun pólitískara og hefur þó nokkrum sinnum verið gripið til reglubreytinga til að flýta fyrir. Trump hefur að undanförnu beitt Repúblikana miklum þrýstingi og meðal annars krafist þess að þeir hætti við að fara í frí og verji þess í stað ágústmánuði í að keyra í gegnum tilnefningaferlið og samþykkja þá fjölmörgu sem Trump hefur tilnefnt og hafa ekki hlotið staðfestingu öldungadeildarinnar. Leiðtogar flokkanna tveggja vörðu helginni í að klára nokkrar tilnefningar og í senn reyna að komast að samkomulagi um framhaldið en án árangurs. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í gærkvöldi uppnefndi Trump Schumer og sakaði hann um að halda aftur af Bandaríkjunum og krefjast milljarðar dala í skiptum fyrir staðfestingar tilnefninga forsetans. Trump sagði að það yrði vandræðalegt fyrir Repúblikanaflokkinn að verða við slíkri kúgun. „Segið Schumer, sem er undir gífurlegum pólitískum þrýstingi úr hans eigin flokki, öfga vinstri geðsjúklingum, að FARA TIL HELVÍTIS!“ Hann sagði þingmönnum að verða ekki við kröfum Demókrata, fara í frí og útskýra fyrir kjósendum sínum hvað Demókratar væru vont fólk. Skjáskot af færslu Trumps þar sem hann segir Schumer að fara til helvítis. Schumer sagði aftur á móti að það yrðu mistök hjá Repúblikönum að grípa til reglubreytinga. Sérstaklega með tilliti til þess að Repúblikanar munu þurfa atkvæði frá Demókrötum til að samþykkja fjárlagfrumvörp og önnur á komandi mánuðum. „Donald Trump reyndi að kúga okkur, fara fram hjá okkur, hóta okkur, uppnefna okkur en hann fékk ekkert,“ sagði Schumer. Meðal þess sem Demókratar vilja er að Repúblikanar dragi úr þeim umfangsmiklum niðurskurði á ýmsum sviðum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Trump hefur þrýst mjög á Repúblikana að staðfesta tilnefningar sínar en Demókratar hafa dregið fæturna mjög. Þeir hafa meðal annars krafist nafnakalls í hverri einustu atkvæðagreiðslu og gripið til frekari aðgerða sem leitt hefur til þess að í mörgum tilfellum hefur tekið nokkra daga að koma einni tilnefningu gegnum þingið. Leiðtogar Repúblikanaflokksins segja mögulegt að þeir muni breyta reglum öldungadeildarinnar þegar þeir mæta aftur til vinnu í næsta mánuði til að flýta málum, samkvæmt AP fréttaveitunni. John Thune, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði í gærkvöldi að breytingar væru nauðsynlegar. Hann sagði síðustu sex mánuði hafa sýnt fram á að tilnefningaferlið sjálft væri bilað. Halda þyrfti umfangsmikla umræðu um ferlið í framtíðinni. Sjá einnig: Vill sýna þinginu hver ræður Thune segir að nokkrum sinnum hafi lítið út fyrir að samkomulag myndi nást en það hafi ekki gengið eftir, samkvæmt frétt Politico. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni.AP/Mariam Zuhaib Pólitískara ferli Undanfarna tvo áratugi hafa þingmenn beggja flokka í auknum mæli gripið til aðgerða til að hægja verulega á ferlinu þegar kemur að tilnefningum forseta hins flokksins til embætta í stjórnsýslunni og tilnefningum dómara. Ferlið hefur orðið mun pólitískara og hefur þó nokkrum sinnum verið gripið til reglubreytinga til að flýta fyrir. Trump hefur að undanförnu beitt Repúblikana miklum þrýstingi og meðal annars krafist þess að þeir hætti við að fara í frí og verji þess í stað ágústmánuði í að keyra í gegnum tilnefningaferlið og samþykkja þá fjölmörgu sem Trump hefur tilnefnt og hafa ekki hlotið staðfestingu öldungadeildarinnar. Leiðtogar flokkanna tveggja vörðu helginni í að klára nokkrar tilnefningar og í senn reyna að komast að samkomulagi um framhaldið en án árangurs. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í gærkvöldi uppnefndi Trump Schumer og sakaði hann um að halda aftur af Bandaríkjunum og krefjast milljarðar dala í skiptum fyrir staðfestingar tilnefninga forsetans. Trump sagði að það yrði vandræðalegt fyrir Repúblikanaflokkinn að verða við slíkri kúgun. „Segið Schumer, sem er undir gífurlegum pólitískum þrýstingi úr hans eigin flokki, öfga vinstri geðsjúklingum, að FARA TIL HELVÍTIS!“ Hann sagði þingmönnum að verða ekki við kröfum Demókrata, fara í frí og útskýra fyrir kjósendum sínum hvað Demókratar væru vont fólk. Skjáskot af færslu Trumps þar sem hann segir Schumer að fara til helvítis. Schumer sagði aftur á móti að það yrðu mistök hjá Repúblikönum að grípa til reglubreytinga. Sérstaklega með tilliti til þess að Repúblikanar munu þurfa atkvæði frá Demókrötum til að samþykkja fjárlagfrumvörp og önnur á komandi mánuðum. „Donald Trump reyndi að kúga okkur, fara fram hjá okkur, hóta okkur, uppnefna okkur en hann fékk ekkert,“ sagði Schumer. Meðal þess sem Demókratar vilja er að Repúblikanar dragi úr þeim umfangsmiklum niðurskurði á ýmsum sviðum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira