Marta mætti og bjargaði Brasilíu Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. ágúst 2025 09:44 Marta ætlaði að hætta með landsliðinu í fyrra en heldur áfram að safna titlum. Franklin Jacome/Getty Images Brasilíska goðsögnin gangandi, Marta, kom inn af varamannabekknum og skoraði tvisvar í úrslitaleik Suður-Ameríku bikarsins. Hún jafnaði leikinn í uppbótartíma og Brasilía stóð svo uppi sem sigurvegari eftir vítaspyrnukeppni gegn Kólumbíu. Úrslitaleikurinn var hin allra mesta skemmtun. Linda Caicedo tók forystuna snemma fyrir Kólumbíu en hin brasilíska Angelino jafnaði úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik. Kólumbía náði svo 3-2 forystu í seinni hálfleik áður en Marta lét til sín taka. Hún jafnaði leikinn 3-3 í uppbótartímanum og farið var í framlenginu. É a número 10, é a Rainha: MARTA VIEIRA DA SILVA 🔟💥 pic.twitter.com/TLM9VrxLzU— CONMEBOL Copa América™ POR 🇧🇷 (@copaamerica_POR) August 3, 2025 Marta skoraði annað mark í framlengingunni og kom Brasilíu yfir en Kólumbía jafnaði 4-4 og haldið var í vítaspyrnukeppni. Marta reyndist ekki hetjan þar, hún klúðraði sinni spyrnu en liðsfélagar hennar komu til bjargar. Brasilía skoraði úr fimm af sjö spyrnum sínum en Kólumbía aðeins úr fjórum. Þetta var fimmti Suður-Ameríkubikarinn í röð sem Brasilía vinnur og í fjórða sinn sem Kólumbía verður fyrir barðinu á þeim í úrslitaleiknum. Alls hefur Brasilía unnið í átta af níu skiptum sem keppnin hefur verið haldin. Marta, sem hótaði því að hætta í fyrra en hélt áfram ótrauð, bætti þar með enn frekar við markamet sitt fyrir landsliðið. Hún hefur nú skorað 122 mörk í 206 landsleikjum, langmarkahæsta landsliðskona Brasilíu frá upphafi. Marta was just 17 years old in her first Copa América. 22 years later, at 39 she scores twice in the final, including a 96th-minute equalizer & wins the Best Player Award 🇧🇷What a performance from one of the greatest players to ever step foot on the pitch. Legends never die 👏 pic.twitter.com/yin6bJhuKf— The Women's Game (@WomensGameMIB) August 3, 2025 Copa América Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Úrslitaleikurinn var hin allra mesta skemmtun. Linda Caicedo tók forystuna snemma fyrir Kólumbíu en hin brasilíska Angelino jafnaði úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik. Kólumbía náði svo 3-2 forystu í seinni hálfleik áður en Marta lét til sín taka. Hún jafnaði leikinn 3-3 í uppbótartímanum og farið var í framlenginu. É a número 10, é a Rainha: MARTA VIEIRA DA SILVA 🔟💥 pic.twitter.com/TLM9VrxLzU— CONMEBOL Copa América™ POR 🇧🇷 (@copaamerica_POR) August 3, 2025 Marta skoraði annað mark í framlengingunni og kom Brasilíu yfir en Kólumbía jafnaði 4-4 og haldið var í vítaspyrnukeppni. Marta reyndist ekki hetjan þar, hún klúðraði sinni spyrnu en liðsfélagar hennar komu til bjargar. Brasilía skoraði úr fimm af sjö spyrnum sínum en Kólumbía aðeins úr fjórum. Þetta var fimmti Suður-Ameríkubikarinn í röð sem Brasilía vinnur og í fjórða sinn sem Kólumbía verður fyrir barðinu á þeim í úrslitaleiknum. Alls hefur Brasilía unnið í átta af níu skiptum sem keppnin hefur verið haldin. Marta, sem hótaði því að hætta í fyrra en hélt áfram ótrauð, bætti þar með enn frekar við markamet sitt fyrir landsliðið. Hún hefur nú skorað 122 mörk í 206 landsleikjum, langmarkahæsta landsliðskona Brasilíu frá upphafi. Marta was just 17 years old in her first Copa América. 22 years later, at 39 she scores twice in the final, including a 96th-minute equalizer & wins the Best Player Award 🇧🇷What a performance from one of the greatest players to ever step foot on the pitch. Legends never die 👏 pic.twitter.com/yin6bJhuKf— The Women's Game (@WomensGameMIB) August 3, 2025
Copa América Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira