Neytendur

Olís sektað um kvart­milljón vegna full­yrðinga um kolefnisjöfnun

Agnar Már Másson skrifar
Olís Mjódd, Húsin við Stekkjabakki
Olís Mjódd, Húsin við Stekkjabakki visir/vilhelm

Olís hefur verið sektað um 250 þúsund krónur fyrir að fullyrða í appinu sínu að olíufélagið kolefnisjafni allan sinn rekstur. Fullyrðingarnar eru ekki studdar af fullnægjandi gögnum að sögn Neytendastofu.

Frá þessu greindi Neytendastofa í tilkynningu á vef sínum á föstudag.

Forsaga málsins er sú að Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart Olís í nóvember í fyrra vegna auglýsinga félagsins um kolefnisjöfnun. 

Olís hafði notast við fullyrðingarnar: „Við greiðum helming á móti – Kolefnisjafnaðu eldsneytisviðskiptin“ og „Olís kolefnisjafnar allan sinn rekstur“ en hætti notkun þeirra á meðan á meðferð málsins stóð.  

Niðurstaða Neytendastofu í málinu var að fullyrðingarnar hafi verið villandi og óréttmætar gagnvart neytendum og ekki studdar fullnægjandi gögnum.

Olís sagðist ætla að hætta að nota slagorðin en svo kom nýlega í ljós þau í smáforriti Olís og því hefur Neytendastofa nú lagt stjórnvaldssekt á félagið fyrir brot gegn ákvörðuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×