„Dómur af himnum ofan“ Árni Jóhannsson skrifar 3. ágúst 2025 19:57 Halldór Árnason var ekki sáttur með leikinn í dag. Vísir / Diego Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var öllu rólegri en von var á þegar hann kom í viðtal eftir jafntefli Breiðabliks og KA í dag. Leikurinn endaði 1-1 og var mark dæmt af Breiðablik í blálokin. Halldór var spurður út í hvort hann væri búinn að fá útskýringu á dómnum sem tók mark af Viktori Erni Margeirssyni sem hefði tryggt öll stigin í dag. „Það virðist enginn kannast við að hafa dæmt þetta af. Þetta hlýtur þá að hafa komið einhversstaðar af himnum ofan einhverjum fimm mínútum eftir að markið kom. Þá hlýtur þetta að vera rétt.“ Sá Halldór hvað gerðist? „Við skoruðum mark.“ Þá að leiknum sjálfum, getur Halldór verið ánægður með niðurstöðuna í leiknum burtséð frá því að mark hafi verið dæmt af hans mönnum í lokin? „Alls ekki ánægður með niðurstöðuna. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað gert út um leikinn. Þeir reyndar gera gott mark, enda mjög gæðamikið KA lið en þeir voru lengi að byrja leikinn. Við áttum bara að klára þetta í fyrri hálfleik. Svo koma þeir öflugir inn í seinni hálfleikinn, það bætti hressilega í vindinn en það er aum afsökun, þeir voru bara góðir. Langan hluta af seinni hálfleik var þetta fram og til baka þar sem sóknir þeirra voru áhrifameiri. Þær voru færri en hættulegri og við vorum hálf slappir við teiginn þeirra þangað til í lokin. Það er ekki nógu gott. Ég er mjög ósáttur við að vinna ekki leikinn, við verðum að gera betur.“ Getur ástæðan fyrir því að Blikum gekk illa við teig KA manna að lappirnar hafi verið þungar eftir álag undanfarinna vikna? Snertingar og sendingar á sóknarhluta leikvangsins voru oft ekki nógu góðar. „Mögulega. Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að komast yfir. Við þurfum að gera betur, einbeita okkur betur og vera með betri endurheimt. Þetta er það sem koma skal. Nei nei, ég held að við séum bara ferskir. Vorum hrikalega orkumiklir í fyrri hálfleik. Vorum frábærir í pressunni og spiluðum vel. Ég get ekki farið að tala um þreytu það er svo mikið eftir með fáa daga á milli leikja.“ Hvað er hægt að taka úr leiknum í dag inn í framhaldið? „Það er náttúrlega alltaf í hverjum leik sem við getum bætt okkur í. Við erum alltaf að reyna að vera betri. Ég þarf að átta mig á afhverju leikurinn breytist í seinni hálfleik. Eitthvað af því er taktískt en við megum ekki missa þetta niður. Við vorum með yfirburði í fyrri hálfleik og ef við hefðum haldið þeim þá er ég viss um að við hefðum klárað þetta. KA gerðu mjög vel stóran hluta seinni hálfleiks og ég þarf að skoða afhverju það er.“ Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira
Halldór var spurður út í hvort hann væri búinn að fá útskýringu á dómnum sem tók mark af Viktori Erni Margeirssyni sem hefði tryggt öll stigin í dag. „Það virðist enginn kannast við að hafa dæmt þetta af. Þetta hlýtur þá að hafa komið einhversstaðar af himnum ofan einhverjum fimm mínútum eftir að markið kom. Þá hlýtur þetta að vera rétt.“ Sá Halldór hvað gerðist? „Við skoruðum mark.“ Þá að leiknum sjálfum, getur Halldór verið ánægður með niðurstöðuna í leiknum burtséð frá því að mark hafi verið dæmt af hans mönnum í lokin? „Alls ekki ánægður með niðurstöðuna. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað gert út um leikinn. Þeir reyndar gera gott mark, enda mjög gæðamikið KA lið en þeir voru lengi að byrja leikinn. Við áttum bara að klára þetta í fyrri hálfleik. Svo koma þeir öflugir inn í seinni hálfleikinn, það bætti hressilega í vindinn en það er aum afsökun, þeir voru bara góðir. Langan hluta af seinni hálfleik var þetta fram og til baka þar sem sóknir þeirra voru áhrifameiri. Þær voru færri en hættulegri og við vorum hálf slappir við teiginn þeirra þangað til í lokin. Það er ekki nógu gott. Ég er mjög ósáttur við að vinna ekki leikinn, við verðum að gera betur.“ Getur ástæðan fyrir því að Blikum gekk illa við teig KA manna að lappirnar hafi verið þungar eftir álag undanfarinna vikna? Snertingar og sendingar á sóknarhluta leikvangsins voru oft ekki nógu góðar. „Mögulega. Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að komast yfir. Við þurfum að gera betur, einbeita okkur betur og vera með betri endurheimt. Þetta er það sem koma skal. Nei nei, ég held að við séum bara ferskir. Vorum hrikalega orkumiklir í fyrri hálfleik. Vorum frábærir í pressunni og spiluðum vel. Ég get ekki farið að tala um þreytu það er svo mikið eftir með fáa daga á milli leikja.“ Hvað er hægt að taka úr leiknum í dag inn í framhaldið? „Það er náttúrlega alltaf í hverjum leik sem við getum bætt okkur í. Við erum alltaf að reyna að vera betri. Ég þarf að átta mig á afhverju leikurinn breytist í seinni hálfleik. Eitthvað af því er taktískt en við megum ekki missa þetta niður. Við vorum með yfirburði í fyrri hálfleik og ef við hefðum haldið þeim þá er ég viss um að við hefðum klárað þetta. KA gerðu mjög vel stóran hluta seinni hálfleiks og ég þarf að skoða afhverju það er.“
Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira