Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar 4. ágúst 2025 14:32 Íslensk náttúra er fögur, en getur verið lífshættuleg. Nýlega lést barnung stúlka í Reynisfjöru. Hún var á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi undanfarinn áratug hefur orðið til þess að slík tilvik eru orðin æði mörg. Því má spyrja hvernig reglum um öryggi á ferðamannastöðum er háttað hér á landi og hvort breytinga er þörf. Hættum fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum. Á íslenska ríkinu hvílir skylda samkvæmt 2. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til lífs til að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Íslenska ríkið getur talist brotlegt við sáttmálann ef á skortir að settar hafi verið almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi verið fylgt eftir, við tilteknar aðstæður, með raunhæfum og virkum aðgerðum. Hinn 19. janúar 2022 skipaði þáverandi ferðamála, viðskipta- og menningarmálaráðherra, í samvinnu við dómsmálaráðherra, verkefnastjórn í tengslum við öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila. Verkefnastjórnin skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Ein megintillaga skýrslunnar var að skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannastöðum. Markmið laganna yrði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á nánar skilgreindum svæðum. Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim. Frumvarp af þessu tagi hefur ekki verið lagt fram þegar þetta er ritað. Rök kunna að standa til þess að huga að almennri reglusetningu af þessu tagi og þá í ljósi skyldna íslenska ríkisins samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu. Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Reynisfjara Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Íslensk náttúra er fögur, en getur verið lífshættuleg. Nýlega lést barnung stúlka í Reynisfjöru. Hún var á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi undanfarinn áratug hefur orðið til þess að slík tilvik eru orðin æði mörg. Því má spyrja hvernig reglum um öryggi á ferðamannastöðum er háttað hér á landi og hvort breytinga er þörf. Hættum fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum. Á íslenska ríkinu hvílir skylda samkvæmt 2. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til lífs til að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Íslenska ríkið getur talist brotlegt við sáttmálann ef á skortir að settar hafi verið almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi verið fylgt eftir, við tilteknar aðstæður, með raunhæfum og virkum aðgerðum. Hinn 19. janúar 2022 skipaði þáverandi ferðamála, viðskipta- og menningarmálaráðherra, í samvinnu við dómsmálaráðherra, verkefnastjórn í tengslum við öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila. Verkefnastjórnin skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Ein megintillaga skýrslunnar var að skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannastöðum. Markmið laganna yrði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á nánar skilgreindum svæðum. Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim. Frumvarp af þessu tagi hefur ekki verið lagt fram þegar þetta er ritað. Rök kunna að standa til þess að huga að almennri reglusetningu af þessu tagi og þá í ljósi skyldna íslenska ríkisins samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu. Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun