Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar 5. ágúst 2025 08:30 Á þessum degi 04 ágúst, fyrir nákvæmlega þrjátíu árum varð ég flóttamaður. Ég var ein af þeim 200.000 Serbum sem voru hraktir á brott (eða drepnir) frá svæðunum sem króatíski herinn tók yfir og Serbar voru minnihluti í, og ég lifði það af. Það sem ég fagna á degi sem þessum er það að vera boðin að koma til Íslands sem kvótaflóttamaður, þann 29 júlí 1996, eftir að hafa lifað í stríði í fimm ár og eitt ár sem flóttamaður í Serbíu (sem „internally displaced person“). Ég var 15 ára gömul og mynd sem fylgir er tekin af einum af bekkjarsystkinum mínum á Ísafirði. Finnst sú mynd passa vel í þessa frásögn sem kemur hér á eftir. Ísland er land sem hefur aldrei þvingað mig til neins, íslenska þjóðin hefur aldrei sýnt mér fordóma af neinu tagi. Ég hef aldrei fundið að ég þarf að breyta mér, aldrei þurft að pæla í því hvort ég er Serbi, Króati eða eitthvað annað. Að fá að koma hingað, skilja allt þetta gamla eftir og byrja upp á nýtt, er ómetanlegt. Það sem ég hef upplifað hér er svo mikla manngæsku, sérstaklega fyrstu árin okkar á Ísafirði, frelsi, að fá að lifa áhyggjulausu lífi, ótal tækifæri sem ég veit ekki hvort hefðu staðið mér til boða í upprunalandi mínu og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Það var strembið að koma sér á framfæri, læra íslensku, læra ensku, vera 15 ára og sett beint í 10 bekk án þess að tala hvorugt tungumál. Taka svo langa pásu til þess að vinna allskonar störf, klára stúdent mörgum árum seinna til þess að geta farið í háskóla. Í dag er ég ennþá í háskóla að klára masterinn, með 100% vinnu, eins og svo margir aðrir í þessu landi. Það er ekki auðvelt en það er hægt. Fyrir þau tækifæri er ég þakklát. Það eru flóttamenn í þessu landi sem eru óendanlega þakklátir þessu landi og þjóð fyrir að taka á móti sér en eru ekki duglegir að láta í sér heyra. Af hverju? Einfaldlega vegna þess að ef flóttamaður vogar sér að segja frá annarskonar upplifun en neikvæðri, er ósammála og styður ekki gagnrýni aðra flóttamanna (eða innfædda) á hitt og þetta þá er maður liggur til brennimerktur fyrir að vera með „innrætta fordóma” gagnvart eigin hópi , að hann noti sína upplifun gegn öðrum, eða hafi afsalað sér sjálfsmyndinni sinni til að þóknast Íslendingum. Ég er ein af þeim ævinlega þakklátu flóttamönnum fyrir það eitt að fá að vera í þessu landi sem gaf mér annað tækifæri í lífinu, og gef mér ekki þann rétt né vilja til að gagnrýna landið, þjóðina, íslensk gildi, þjónustu sem er í boði fyrir flóttamenn, hversu mikið af flóttamönnum eða hælisleitendum Ísland á að taka inn, eða taka ekki inn, og lengi má telja. Ég er þakklát fyrir það að fá að lifa í friði og að þurfa ekki að spá í því hvort ég mun þurfa að upplifa stríð aftur. Sérstaklega komandi frá löndum sem margir flóttamenn koma frá og þar sem stríð getur blossið upp aftur og aftur. Fyrir nokkrum vikum sá ég frétt um vaxandi spennu í Bosníu. Þar hvatti forseti Serbneska lýðveldisins í Bosníu Bosníumúslima til að „snúa aftur til sinnar gömlu trúar, rétttrúnaðarkirkju“, með þeim rökum að forfeður þeirra hafi verið neyddir til þess að taka íslamstrú undir stjórn Ottómanveldið. Hann hélt því fram að slík trúarskipti myndu endurheimta meirihluta Serba og koma á stöðugleika í Bosníu og Hersegóvínu. Mér býður við að sjá svona frétt og það vekur í manni miklan innri óróleika og gamlar hræðslur þrátt fyrir að ég bý ekki lengur í löndum fyrrum Júgóslavíu. Orðræðan sem þessi líkist nákvæmlega þeirri orðræðu sem leiðtogar allra þriggja stríðsaðila ( Króata, Serba og Bosníumanna) beittu á Balkanskaganum á tíunda áratugnum síðustu aldar, sem leiddi til þjóðernisátaka og fjöldamorða. Þegar svona gömul hræðsla blossar upp aftur og vekur minningar sem maður vil ekki vekja upp, þá hugsa ég enn og aftur hversu heppin, auðmjúk og þakklát ég er yfir því að hafa fengið að koma til Íslands. Sérstaklega þar sem margir sem hafa upplifað sömu hörmunga í stríðinu (eins og ég og mín fjölskylda höfum upplifað), fengu ekki svona tækifæri í lífinu, hafa dvalið árum saman í flóttamanna buðum, margir lífa enn í fátækt og dreyma um að fá að fara annað, því það tekur land og þjóð áratugum saman að jafna sig eftir margra ára stríð. Mér sárnar svo mikið þegar ég heyri flóttamenn sem fá ný tækifæri hér, að gagnrýna landið og þjóð, heimta eitt og annað. Mörg okkar koma frá löndum þar sem mannréttindi eru sama sem núll, spilling í hámarki, tjáningarfrelsi í lágmarki, stanslaus kvennakúgun, tækifæri af skornum skammti (aðeins nokkur dæmi nefnd). Hvernig er þá hægt með góðri samvisku að gagnrýna þetta land eða kröfurnar sem landið setur fram og vill að við sem fáum að koma hingað fylgjum eftir til þess að aðlagast? Það er nákvæmlega ekkert af því að lönd og þjóð sem taka á móti flóttamönnum krefjast þess að við leggjum okkar af mörkum, gefum tilbaka og sýnum virðingu fyrir því sem landið stendur fyrir og gildi sem það er með. Auðvitað getum við gagnrýnt óréttlæti innan kerfisins í lýðræðis landi innan rammans, en ekki út frá ramma þess lands sem við komum frá. Það er talað að flóttamenn séu þvingaðir til að afsala sér sjálfsmynd sinni til að verða hluti af samfélaginu. En hvað er það, að vera hluti af samfélaginu? Er það ekki á okkar ábyrgð, fólks sem sest hér að með því að: sýna virðingu fyrir menningu og gildum landsins? Læra á hefðir, siði og samfélagslegt norm sem gildir hér, jafnvel þó að maður sé ekki sammála öllu? Virða lög landsins og fylgja reglum? Sýna ábyrgð sem borgari, leggja sitt af mörkum í starfi, námi, félagslífi, sjálfboðavinnu? Reyna að læra tungumálið (það þarf ekki að vera fullkomið eins og sést á þessum skrifum) og bara sýna vilja til að taka þátt í samfélaginu og tengjast fólki o.s.frv.? Fólk í þessu landi metur það þegar við leggjum okkur fram. Það að tala íslensku (þótt hún sé ekki fullkomin) vekur virðingu frá fólki. Það er mín þrjátíu ára reynsla á því að búa hér sem á að vera með eitthvað vægi. Engin hér er að þvinga né banna okkur eitt eða neitt. En okkur ber skylda að finna út úr því hvað er ásættanlegt í því landi sem við komum til og móta okkar í takt við það. Við eigum ekki að þvinga okkar menningar á aðra menningu sem er í landinu og er ekki normið hér. Dæmi um það er þegar kaffistofan leigubílstjóra á flugvellinum var breytt í bænahús og Íslenskum leigubílstjórum meinaður aðgangur. Að ég sem flóttamaður með annað bakgrunn krefst þess að fá sérstaka þjónustu í öðru landi sem ég kaus sjálf að koma til er ósanngjarnt og óásættanlegt. Hversu mikla umburðarlyndi er hægt að krefjast af móttöku landinu og af hverju ætti landið að sýna okkur umburðarlyndi af þessu tagi? Er ekki nóg að þurfa ekki að pæla í því að vera skotinn, drepin, deyja úr hungri, vera pyntaður, kúgaður? Þetta ætti að vera nóg til þess að fá okkur til að skilja gömlu byrði eftir og byrja upp á nýtt. Að almennur borgari hér má ekki hafa pælingar þegar kemur að útlendingamálum af hræðslu að vera kallaður rasisti. Að hunsa áhyggjur almennan borgara um ástandið sem þau vilja ekki að gerist hér, eins og er að gerast í Evrópu löndum, er nákvæmlega það sem vekur upp reiði í fólki og er orsökin að hægrisinnaðir stjórnarflokkar eru að rísa upp alstaðar. Undanfarin ár hef ég verið vör við það að það er verið að finna fordóma í mörgu sem Íslendingar gera, segja eða spyrja eins og t.d. “hvaðan ertu”? Nú er það talið sem kerfisbundin aðgreining, fordómar eða vísbending um að viðkomandi sé ekki sjálfgefið hluti af samfélaginu sem hann lifir í. Ég hef farið á menningarfræðslu hér á landi og þar kom fram m.a. að Íslendingar eru með fordóma ef þau segja við útlending sem hefur verið lengi í þessu landi að maður tali góða íslensku. Það virðist vera auðveldara að móðgast en að taka þessu sem hrós. Fólk hér vill bara vera vinaleg og brjóta ísinn með því að hrósa fólki fyrir það að leggja á sig að læra tungumálið eða spyrja hvaðan maður kemur. Mín upplifun er að Íslendingar þora varla lengur að segja eitthvað við mann vegna hræðslu um að móðga ‚útlendinginn‘ þar sem fjölmiðlar, stofnanir, útlendinga sérfræðingar og aðrir eru að halda því fram að það eru dulin fordómar. Margir meira að segja fara það langt og móðgast fyrir manns hönd, þótt maður sjálfur móðgast ekki né tekur því sem fordóma. Að vera kallaður ‚útlendingur‘ er líka séð sem móðgandi fyrir útlending, sem er hlægilegt þar sem við sem erum ekki fædd hér og fluttum hingað (af hvaða ástæðu sem það var), erum útlendingar. Þótt ég sé með íslenskan ríkisborgararétt er ég ekki fædd hér og það er bara staðreynd. Hvernig er hægt að móðgast yfir því? Einnig heyrist frá mismunandi áttum að það er ekki val flóttamanna að koma hingað. Það er rétt. Við gátum valið að vera áfram innlendir flóttamenn (internally displaced persons) eins og svo margir aðrir, vera árum saman í flóttamanna buðum, búa við sárafátækt, lifa í stanslausri hættu að ríkisstjórninn og leiðtogar í okkar upprunna löndum vilja stækka sín landamæri, nota trúarbrögð, þjóðernisuppruna og annað slíkt til þess að valda ágreiningum á milli þjóða, einfaldlega til að ná sem lengst í sinni pólitísku hugmyndafræði, og með því haft þann möguleika að upplifa annað stríð. Einnig heyrist það að flóttamenn geta ekki snúið tilbaka. Við erum ekki með keðjur á útlimum sem stoppa okkur að snúa tilbaka ef maður kýs þess. Það er alltaf hægt að fara tilbaka og nota orkuna sem notað er að gagnrýna Ísland í það að berjast á móti öllu því sem rangt er í okkar upprunna löndum, sem er svo margt og griðaleg þörf á því. Í dag 04 ágúst, fagna Króatar þrjátíu ára hernaðaraðgerðinni Operation Storm sem nauðsynlega frelsisbaráttu og sigur í sjálfstæðisstríðinu, á meðan Serbar telja aðgerðina vera ein af stærstu etnískum hreinsunum Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Ég skil bæði sjónarmið en ég er einfaldlega glöð yfir því að fá að vera hér og lífa í friði. Ég vil þakka þessu landi fyrir það og þá sérstaklega Ísfirðingum sem tóku svo fallega á móti okkur á sínum tíma. Takk Íslendingar. Höfundur er ævinlega þakklátur flóttamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Serbía Flóttamenn Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Á þessum degi 04 ágúst, fyrir nákvæmlega þrjátíu árum varð ég flóttamaður. Ég var ein af þeim 200.000 Serbum sem voru hraktir á brott (eða drepnir) frá svæðunum sem króatíski herinn tók yfir og Serbar voru minnihluti í, og ég lifði það af. Það sem ég fagna á degi sem þessum er það að vera boðin að koma til Íslands sem kvótaflóttamaður, þann 29 júlí 1996, eftir að hafa lifað í stríði í fimm ár og eitt ár sem flóttamaður í Serbíu (sem „internally displaced person“). Ég var 15 ára gömul og mynd sem fylgir er tekin af einum af bekkjarsystkinum mínum á Ísafirði. Finnst sú mynd passa vel í þessa frásögn sem kemur hér á eftir. Ísland er land sem hefur aldrei þvingað mig til neins, íslenska þjóðin hefur aldrei sýnt mér fordóma af neinu tagi. Ég hef aldrei fundið að ég þarf að breyta mér, aldrei þurft að pæla í því hvort ég er Serbi, Króati eða eitthvað annað. Að fá að koma hingað, skilja allt þetta gamla eftir og byrja upp á nýtt, er ómetanlegt. Það sem ég hef upplifað hér er svo mikla manngæsku, sérstaklega fyrstu árin okkar á Ísafirði, frelsi, að fá að lifa áhyggjulausu lífi, ótal tækifæri sem ég veit ekki hvort hefðu staðið mér til boða í upprunalandi mínu og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Það var strembið að koma sér á framfæri, læra íslensku, læra ensku, vera 15 ára og sett beint í 10 bekk án þess að tala hvorugt tungumál. Taka svo langa pásu til þess að vinna allskonar störf, klára stúdent mörgum árum seinna til þess að geta farið í háskóla. Í dag er ég ennþá í háskóla að klára masterinn, með 100% vinnu, eins og svo margir aðrir í þessu landi. Það er ekki auðvelt en það er hægt. Fyrir þau tækifæri er ég þakklát. Það eru flóttamenn í þessu landi sem eru óendanlega þakklátir þessu landi og þjóð fyrir að taka á móti sér en eru ekki duglegir að láta í sér heyra. Af hverju? Einfaldlega vegna þess að ef flóttamaður vogar sér að segja frá annarskonar upplifun en neikvæðri, er ósammála og styður ekki gagnrýni aðra flóttamanna (eða innfædda) á hitt og þetta þá er maður liggur til brennimerktur fyrir að vera með „innrætta fordóma” gagnvart eigin hópi , að hann noti sína upplifun gegn öðrum, eða hafi afsalað sér sjálfsmyndinni sinni til að þóknast Íslendingum. Ég er ein af þeim ævinlega þakklátu flóttamönnum fyrir það eitt að fá að vera í þessu landi sem gaf mér annað tækifæri í lífinu, og gef mér ekki þann rétt né vilja til að gagnrýna landið, þjóðina, íslensk gildi, þjónustu sem er í boði fyrir flóttamenn, hversu mikið af flóttamönnum eða hælisleitendum Ísland á að taka inn, eða taka ekki inn, og lengi má telja. Ég er þakklát fyrir það að fá að lifa í friði og að þurfa ekki að spá í því hvort ég mun þurfa að upplifa stríð aftur. Sérstaklega komandi frá löndum sem margir flóttamenn koma frá og þar sem stríð getur blossið upp aftur og aftur. Fyrir nokkrum vikum sá ég frétt um vaxandi spennu í Bosníu. Þar hvatti forseti Serbneska lýðveldisins í Bosníu Bosníumúslima til að „snúa aftur til sinnar gömlu trúar, rétttrúnaðarkirkju“, með þeim rökum að forfeður þeirra hafi verið neyddir til þess að taka íslamstrú undir stjórn Ottómanveldið. Hann hélt því fram að slík trúarskipti myndu endurheimta meirihluta Serba og koma á stöðugleika í Bosníu og Hersegóvínu. Mér býður við að sjá svona frétt og það vekur í manni miklan innri óróleika og gamlar hræðslur þrátt fyrir að ég bý ekki lengur í löndum fyrrum Júgóslavíu. Orðræðan sem þessi líkist nákvæmlega þeirri orðræðu sem leiðtogar allra þriggja stríðsaðila ( Króata, Serba og Bosníumanna) beittu á Balkanskaganum á tíunda áratugnum síðustu aldar, sem leiddi til þjóðernisátaka og fjöldamorða. Þegar svona gömul hræðsla blossar upp aftur og vekur minningar sem maður vil ekki vekja upp, þá hugsa ég enn og aftur hversu heppin, auðmjúk og þakklát ég er yfir því að hafa fengið að koma til Íslands. Sérstaklega þar sem margir sem hafa upplifað sömu hörmunga í stríðinu (eins og ég og mín fjölskylda höfum upplifað), fengu ekki svona tækifæri í lífinu, hafa dvalið árum saman í flóttamanna buðum, margir lífa enn í fátækt og dreyma um að fá að fara annað, því það tekur land og þjóð áratugum saman að jafna sig eftir margra ára stríð. Mér sárnar svo mikið þegar ég heyri flóttamenn sem fá ný tækifæri hér, að gagnrýna landið og þjóð, heimta eitt og annað. Mörg okkar koma frá löndum þar sem mannréttindi eru sama sem núll, spilling í hámarki, tjáningarfrelsi í lágmarki, stanslaus kvennakúgun, tækifæri af skornum skammti (aðeins nokkur dæmi nefnd). Hvernig er þá hægt með góðri samvisku að gagnrýna þetta land eða kröfurnar sem landið setur fram og vill að við sem fáum að koma hingað fylgjum eftir til þess að aðlagast? Það er nákvæmlega ekkert af því að lönd og þjóð sem taka á móti flóttamönnum krefjast þess að við leggjum okkar af mörkum, gefum tilbaka og sýnum virðingu fyrir því sem landið stendur fyrir og gildi sem það er með. Auðvitað getum við gagnrýnt óréttlæti innan kerfisins í lýðræðis landi innan rammans, en ekki út frá ramma þess lands sem við komum frá. Það er talað að flóttamenn séu þvingaðir til að afsala sér sjálfsmynd sinni til að verða hluti af samfélaginu. En hvað er það, að vera hluti af samfélaginu? Er það ekki á okkar ábyrgð, fólks sem sest hér að með því að: sýna virðingu fyrir menningu og gildum landsins? Læra á hefðir, siði og samfélagslegt norm sem gildir hér, jafnvel þó að maður sé ekki sammála öllu? Virða lög landsins og fylgja reglum? Sýna ábyrgð sem borgari, leggja sitt af mörkum í starfi, námi, félagslífi, sjálfboðavinnu? Reyna að læra tungumálið (það þarf ekki að vera fullkomið eins og sést á þessum skrifum) og bara sýna vilja til að taka þátt í samfélaginu og tengjast fólki o.s.frv.? Fólk í þessu landi metur það þegar við leggjum okkur fram. Það að tala íslensku (þótt hún sé ekki fullkomin) vekur virðingu frá fólki. Það er mín þrjátíu ára reynsla á því að búa hér sem á að vera með eitthvað vægi. Engin hér er að þvinga né banna okkur eitt eða neitt. En okkur ber skylda að finna út úr því hvað er ásættanlegt í því landi sem við komum til og móta okkar í takt við það. Við eigum ekki að þvinga okkar menningar á aðra menningu sem er í landinu og er ekki normið hér. Dæmi um það er þegar kaffistofan leigubílstjóra á flugvellinum var breytt í bænahús og Íslenskum leigubílstjórum meinaður aðgangur. Að ég sem flóttamaður með annað bakgrunn krefst þess að fá sérstaka þjónustu í öðru landi sem ég kaus sjálf að koma til er ósanngjarnt og óásættanlegt. Hversu mikla umburðarlyndi er hægt að krefjast af móttöku landinu og af hverju ætti landið að sýna okkur umburðarlyndi af þessu tagi? Er ekki nóg að þurfa ekki að pæla í því að vera skotinn, drepin, deyja úr hungri, vera pyntaður, kúgaður? Þetta ætti að vera nóg til þess að fá okkur til að skilja gömlu byrði eftir og byrja upp á nýtt. Að almennur borgari hér má ekki hafa pælingar þegar kemur að útlendingamálum af hræðslu að vera kallaður rasisti. Að hunsa áhyggjur almennan borgara um ástandið sem þau vilja ekki að gerist hér, eins og er að gerast í Evrópu löndum, er nákvæmlega það sem vekur upp reiði í fólki og er orsökin að hægrisinnaðir stjórnarflokkar eru að rísa upp alstaðar. Undanfarin ár hef ég verið vör við það að það er verið að finna fordóma í mörgu sem Íslendingar gera, segja eða spyrja eins og t.d. “hvaðan ertu”? Nú er það talið sem kerfisbundin aðgreining, fordómar eða vísbending um að viðkomandi sé ekki sjálfgefið hluti af samfélaginu sem hann lifir í. Ég hef farið á menningarfræðslu hér á landi og þar kom fram m.a. að Íslendingar eru með fordóma ef þau segja við útlending sem hefur verið lengi í þessu landi að maður tali góða íslensku. Það virðist vera auðveldara að móðgast en að taka þessu sem hrós. Fólk hér vill bara vera vinaleg og brjóta ísinn með því að hrósa fólki fyrir það að leggja á sig að læra tungumálið eða spyrja hvaðan maður kemur. Mín upplifun er að Íslendingar þora varla lengur að segja eitthvað við mann vegna hræðslu um að móðga ‚útlendinginn‘ þar sem fjölmiðlar, stofnanir, útlendinga sérfræðingar og aðrir eru að halda því fram að það eru dulin fordómar. Margir meira að segja fara það langt og móðgast fyrir manns hönd, þótt maður sjálfur móðgast ekki né tekur því sem fordóma. Að vera kallaður ‚útlendingur‘ er líka séð sem móðgandi fyrir útlending, sem er hlægilegt þar sem við sem erum ekki fædd hér og fluttum hingað (af hvaða ástæðu sem það var), erum útlendingar. Þótt ég sé með íslenskan ríkisborgararétt er ég ekki fædd hér og það er bara staðreynd. Hvernig er hægt að móðgast yfir því? Einnig heyrist frá mismunandi áttum að það er ekki val flóttamanna að koma hingað. Það er rétt. Við gátum valið að vera áfram innlendir flóttamenn (internally displaced persons) eins og svo margir aðrir, vera árum saman í flóttamanna buðum, búa við sárafátækt, lifa í stanslausri hættu að ríkisstjórninn og leiðtogar í okkar upprunna löndum vilja stækka sín landamæri, nota trúarbrögð, þjóðernisuppruna og annað slíkt til þess að valda ágreiningum á milli þjóða, einfaldlega til að ná sem lengst í sinni pólitísku hugmyndafræði, og með því haft þann möguleika að upplifa annað stríð. Einnig heyrist það að flóttamenn geta ekki snúið tilbaka. Við erum ekki með keðjur á útlimum sem stoppa okkur að snúa tilbaka ef maður kýs þess. Það er alltaf hægt að fara tilbaka og nota orkuna sem notað er að gagnrýna Ísland í það að berjast á móti öllu því sem rangt er í okkar upprunna löndum, sem er svo margt og griðaleg þörf á því. Í dag 04 ágúst, fagna Króatar þrjátíu ára hernaðaraðgerðinni Operation Storm sem nauðsynlega frelsisbaráttu og sigur í sjálfstæðisstríðinu, á meðan Serbar telja aðgerðina vera ein af stærstu etnískum hreinsunum Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Ég skil bæði sjónarmið en ég er einfaldlega glöð yfir því að fá að vera hér og lífa í friði. Ég vil þakka þessu landi fyrir það og þá sérstaklega Ísfirðingum sem tóku svo fallega á móti okkur á sínum tíma. Takk Íslendingar. Höfundur er ævinlega þakklátur flóttamaður.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun