Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 12:45 Leikmenn Bröndby IF fagna hér marki á móti nágrönnum sínum í FC Kaupamannahöfn og það á sjálfum Parken. Getty/Kristian Tuxen Ladegaard Berg Danskir fjölmiðlar segja frá vandræðalegum liðsfundi fyrir nýja leikmenn Bröndby í fótboltanum en danska félagið er þessa dagana að undirbúa sig fyrir leiki á móti Víkingum í Sambandsdeildinni seinna í þessari viku. Víkingur fær Bröndby í heimsókn í Víkina á fimmtudaginn í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði er sæti í umspilsleikjum um sæti í Sambandsdeildinni þar sem mótherjinn verður tapliðið úr leik Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Frederik Birk er þjálfari Bröndby og hann viðurkenndi í viðtali við Bold vefinn að upp kom vandræðalega stund á dögunum eftir liðsfund liðsins. Bröndby er með japönsku leikmennina Shō Fukuda og Kōtarō Uchino en þeir eru báðir framherjar og komu báðir til danska félagsins í síðasta mánuði. Þeir kunna ekki orð í dönsku ennþá og leikgreinandi danska félagsins leitaði því til gervigreindarinnar til að þýða fyrir sig fyrirlestur sinn um komandi leik. „Sho og Kotaro komu út af fundinum frekar ringlaðir þar sem Sören, leikgreinandinn minn, hafði verið með fyrirlestur um næstu mótherja okkar. Hann fékk gervigreindina til að hjálpa sér með japönskuna en hún fór bara að tala um kjúklinga og grænmeti. Þeir vissu því ekki alveg hvaða taktík var átt við,“ sagði Frederik Birk við bold.dk. „Það var líka eitthvað um það að við vildum taka yfir Þýskaland og sögulega var þetta einnig að skapa rugling hjá þeim,“ sagði Birk og hló. Kotaro er 22 ára og kom frá Tsukuba University en Sho er ári eldri og kom frá Shonan Bellmare. Báðir gerðu samning til ársins 2029. View this post on Instagram A post shared by 𝐌𝐞𝐫𝐞 𝐅𝐨𝐝𝐛𝐨𝐥𝐝 (@merefodbold) Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira
Víkingur fær Bröndby í heimsókn í Víkina á fimmtudaginn í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði er sæti í umspilsleikjum um sæti í Sambandsdeildinni þar sem mótherjinn verður tapliðið úr leik Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Frederik Birk er þjálfari Bröndby og hann viðurkenndi í viðtali við Bold vefinn að upp kom vandræðalega stund á dögunum eftir liðsfund liðsins. Bröndby er með japönsku leikmennina Shō Fukuda og Kōtarō Uchino en þeir eru báðir framherjar og komu báðir til danska félagsins í síðasta mánuði. Þeir kunna ekki orð í dönsku ennþá og leikgreinandi danska félagsins leitaði því til gervigreindarinnar til að þýða fyrir sig fyrirlestur sinn um komandi leik. „Sho og Kotaro komu út af fundinum frekar ringlaðir þar sem Sören, leikgreinandinn minn, hafði verið með fyrirlestur um næstu mótherja okkar. Hann fékk gervigreindina til að hjálpa sér með japönskuna en hún fór bara að tala um kjúklinga og grænmeti. Þeir vissu því ekki alveg hvaða taktík var átt við,“ sagði Frederik Birk við bold.dk. „Það var líka eitthvað um það að við vildum taka yfir Þýskaland og sögulega var þetta einnig að skapa rugling hjá þeim,“ sagði Birk og hló. Kotaro er 22 ára og kom frá Tsukuba University en Sho er ári eldri og kom frá Shonan Bellmare. Báðir gerðu samning til ársins 2029. View this post on Instagram A post shared by 𝐌𝐞𝐫𝐞 𝐅𝐨𝐝𝐛𝐨𝐥𝐝 (@merefodbold)
Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira