„Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2025 11:55 Tryggvi býst við að Patrick bæti markametið á Skaganum í kvöld. Samsett/Vísir „Ég er svo sem bara búinn að vera bíða eftir þessu. Þetta eru ekki sjokkerandi fréttir. Hann er náttúrulega búinn að vera funheitur. Ég á alveg von á því að þetta verði slegið, hann á það fyllilega skilið,“ segir Tryggvi Guðmundsson um markametið í efstu deild í fótbolta. Patrick Pedersen getur eignað sér metið er Valur sækir ÍA heim í Bestu deild karla í kvöld. Tryggvi skoraði 131 mark á sínum tíma með ÍBV, KR, FH og Fylki í efstu deild og hefur markamet hans staðið frá því í maí 2012 en þá sló hann fyrra met Inga Björns Albertssonar. Met Tryggva er á útleið, þar sem Patrick jafnaði það með sínu 131. marki í 3-1 sigri Vals á FH í síðustu umferð. Tryggvi mun þó áfram vera sá leikmaður sem hefur skorað og lagt upp flest, til samans. „Það er alltaf gaman að eiga einhver met en svo hef ég líka sagt að metin eru til þess að slá þau. En það var einhver góður sem benti mér á að ég geti þó alltaf montað mig af því að ég á enn metið yfir mörk og stoðsendingar saman. Eini yfir 200 þar á Íslandi, þannig að ég held bara í það met,“ segir Tryggvi í samtali við íþróttadeild. Hann sé þá einnig stoltur af því að halda enn metinu sem markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi. Það bætir Patrick seint. Þónokkrir hafa verið í sambandi við Tryggva síðustu vikur vegna metsins þar sem stefnt hefur í að Patrick bæti það. „Menn sögðu að jæja, það fer að koma að þessu og hvort þyrfti ekki að gera eitthvað. Það voru margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig, í djóki að sjálfsögðu. Maður hefur verið minntur á þetta reglulega síðustu vikur og mánuði,“ segir Tryggvi sem lék einnig í atvinnumennsku, með Tromsö, Stabæk og Örgryte, auk stutts stopps í Stoke, á árunum 1998 til 2004. Hann bendir þá á að hann hafi leikið sem kantmaður stærstan hluta síns ferils, með ÍBV, Fylki og hjá FH en í Hafnarfirðinum skoraði hann 51 deildarmark í 92 leikjum milli 2005 og 2009. „Patrick er náttúrulega pjúra stræker og hefur alltaf spilað stræker. Það gleymist stundum í umræðunni að ég var mikið úti á vinstri kanti. Þetta er ekki algjör samanburður, en samt.“ En bætir Patrick metið í kvöld? „Mig grunar það. Hann er funheitur og væntanlega mjög hungraður í þetta met. Hann tekur vítaspyrnur, eins og ég reyndar gerði líka, svo hann þarf ekki einu sinni að koma sér í færi. Það er bara víti og bang. Ég á von á því að þetta falli í kvöld,“ segir Tryggvi. ÍA og Valur mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Besta deild karla Valur FH ÍBV Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Tryggvi skoraði 131 mark á sínum tíma með ÍBV, KR, FH og Fylki í efstu deild og hefur markamet hans staðið frá því í maí 2012 en þá sló hann fyrra met Inga Björns Albertssonar. Met Tryggva er á útleið, þar sem Patrick jafnaði það með sínu 131. marki í 3-1 sigri Vals á FH í síðustu umferð. Tryggvi mun þó áfram vera sá leikmaður sem hefur skorað og lagt upp flest, til samans. „Það er alltaf gaman að eiga einhver met en svo hef ég líka sagt að metin eru til þess að slá þau. En það var einhver góður sem benti mér á að ég geti þó alltaf montað mig af því að ég á enn metið yfir mörk og stoðsendingar saman. Eini yfir 200 þar á Íslandi, þannig að ég held bara í það met,“ segir Tryggvi í samtali við íþróttadeild. Hann sé þá einnig stoltur af því að halda enn metinu sem markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi. Það bætir Patrick seint. Þónokkrir hafa verið í sambandi við Tryggva síðustu vikur vegna metsins þar sem stefnt hefur í að Patrick bæti það. „Menn sögðu að jæja, það fer að koma að þessu og hvort þyrfti ekki að gera eitthvað. Það voru margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig, í djóki að sjálfsögðu. Maður hefur verið minntur á þetta reglulega síðustu vikur og mánuði,“ segir Tryggvi sem lék einnig í atvinnumennsku, með Tromsö, Stabæk og Örgryte, auk stutts stopps í Stoke, á árunum 1998 til 2004. Hann bendir þá á að hann hafi leikið sem kantmaður stærstan hluta síns ferils, með ÍBV, Fylki og hjá FH en í Hafnarfirðinum skoraði hann 51 deildarmark í 92 leikjum milli 2005 og 2009. „Patrick er náttúrulega pjúra stræker og hefur alltaf spilað stræker. Það gleymist stundum í umræðunni að ég var mikið úti á vinstri kanti. Þetta er ekki algjör samanburður, en samt.“ En bætir Patrick metið í kvöld? „Mig grunar það. Hann er funheitur og væntanlega mjög hungraður í þetta met. Hann tekur vítaspyrnur, eins og ég reyndar gerði líka, svo hann þarf ekki einu sinni að koma sér í færi. Það er bara víti og bang. Ég á von á því að þetta falli í kvöld,“ segir Tryggvi. ÍA og Valur mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.
Besta deild karla Valur FH ÍBV Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki