„Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2025 11:55 Tryggvi býst við að Patrick bæti markametið á Skaganum í kvöld. Samsett/Vísir „Ég er svo sem bara búinn að vera bíða eftir þessu. Þetta eru ekki sjokkerandi fréttir. Hann er náttúrulega búinn að vera funheitur. Ég á alveg von á því að þetta verði slegið, hann á það fyllilega skilið,“ segir Tryggvi Guðmundsson um markametið í efstu deild í fótbolta. Patrick Pedersen getur eignað sér metið er Valur sækir ÍA heim í Bestu deild karla í kvöld. Tryggvi skoraði 131 mark á sínum tíma með ÍBV, KR, FH og Fylki í efstu deild og hefur markamet hans staðið frá því í maí 2012 en þá sló hann fyrra met Inga Björns Albertssonar. Met Tryggva er á útleið, þar sem Patrick jafnaði það með sínu 131. marki í 3-1 sigri Vals á FH í síðustu umferð. Tryggvi mun þó áfram vera sá leikmaður sem hefur skorað og lagt upp flest, til samans. „Það er alltaf gaman að eiga einhver met en svo hef ég líka sagt að metin eru til þess að slá þau. En það var einhver góður sem benti mér á að ég geti þó alltaf montað mig af því að ég á enn metið yfir mörk og stoðsendingar saman. Eini yfir 200 þar á Íslandi, þannig að ég held bara í það met,“ segir Tryggvi í samtali við íþróttadeild. Hann sé þá einnig stoltur af því að halda enn metinu sem markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi. Það bætir Patrick seint. Þónokkrir hafa verið í sambandi við Tryggva síðustu vikur vegna metsins þar sem stefnt hefur í að Patrick bæti það. „Menn sögðu að jæja, það fer að koma að þessu og hvort þyrfti ekki að gera eitthvað. Það voru margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig, í djóki að sjálfsögðu. Maður hefur verið minntur á þetta reglulega síðustu vikur og mánuði,“ segir Tryggvi sem lék einnig í atvinnumennsku, með Tromsö, Stabæk og Örgryte, auk stutts stopps í Stoke, á árunum 1998 til 2004. Hann bendir þá á að hann hafi leikið sem kantmaður stærstan hluta síns ferils, með ÍBV, Fylki og hjá FH en í Hafnarfirðinum skoraði hann 51 deildarmark í 92 leikjum milli 2005 og 2009. „Patrick er náttúrulega pjúra stræker og hefur alltaf spilað stræker. Það gleymist stundum í umræðunni að ég var mikið úti á vinstri kanti. Þetta er ekki algjör samanburður, en samt.“ En bætir Patrick metið í kvöld? „Mig grunar það. Hann er funheitur og væntanlega mjög hungraður í þetta met. Hann tekur vítaspyrnur, eins og ég reyndar gerði líka, svo hann þarf ekki einu sinni að koma sér í færi. Það er bara víti og bang. Ég á von á því að þetta falli í kvöld,“ segir Tryggvi. ÍA og Valur mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Besta deild karla Valur FH ÍBV Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Tryggvi skoraði 131 mark á sínum tíma með ÍBV, KR, FH og Fylki í efstu deild og hefur markamet hans staðið frá því í maí 2012 en þá sló hann fyrra met Inga Björns Albertssonar. Met Tryggva er á útleið, þar sem Patrick jafnaði það með sínu 131. marki í 3-1 sigri Vals á FH í síðustu umferð. Tryggvi mun þó áfram vera sá leikmaður sem hefur skorað og lagt upp flest, til samans. „Það er alltaf gaman að eiga einhver met en svo hef ég líka sagt að metin eru til þess að slá þau. En það var einhver góður sem benti mér á að ég geti þó alltaf montað mig af því að ég á enn metið yfir mörk og stoðsendingar saman. Eini yfir 200 þar á Íslandi, þannig að ég held bara í það met,“ segir Tryggvi í samtali við íþróttadeild. Hann sé þá einnig stoltur af því að halda enn metinu sem markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi. Það bætir Patrick seint. Þónokkrir hafa verið í sambandi við Tryggva síðustu vikur vegna metsins þar sem stefnt hefur í að Patrick bæti það. „Menn sögðu að jæja, það fer að koma að þessu og hvort þyrfti ekki að gera eitthvað. Það voru margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig, í djóki að sjálfsögðu. Maður hefur verið minntur á þetta reglulega síðustu vikur og mánuði,“ segir Tryggvi sem lék einnig í atvinnumennsku, með Tromsö, Stabæk og Örgryte, auk stutts stopps í Stoke, á árunum 1998 til 2004. Hann bendir þá á að hann hafi leikið sem kantmaður stærstan hluta síns ferils, með ÍBV, Fylki og hjá FH en í Hafnarfirðinum skoraði hann 51 deildarmark í 92 leikjum milli 2005 og 2009. „Patrick er náttúrulega pjúra stræker og hefur alltaf spilað stræker. Það gleymist stundum í umræðunni að ég var mikið úti á vinstri kanti. Þetta er ekki algjör samanburður, en samt.“ En bætir Patrick metið í kvöld? „Mig grunar það. Hann er funheitur og væntanlega mjög hungraður í þetta met. Hann tekur vítaspyrnur, eins og ég reyndar gerði líka, svo hann þarf ekki einu sinni að koma sér í færi. Það er bara víti og bang. Ég á von á því að þetta falli í kvöld,“ segir Tryggvi. ÍA og Valur mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.
Besta deild karla Valur FH ÍBV Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira