Eir og Ísold mæta á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. ágúst 2025 19:45 Það verður gaman að fylgjast með Eir og Ísold á EM U20. Evrópumeistaramót U20 í frjálsíþróttum er handan við hornið og þar mun Ísland eiga tvo fulltrúa. Þær Eir Chang Hlésdóttir og Ísold Sævarsdóttir eru báðar með lágmörk inn á mótið. Þess má til gamans geta að þær náðu lágmarki í fleiri greinum en þær taka þátt í á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Eir og Ísold keppa á EM U20 en þær eru báðar fæddar 2007 og eru því aðeins 18 ára gamlar. Þær eru samt sem áður svo sannarlega með mikla alþjóðlega keppnisreynslu og voru meðal þriggja íslenskra keppenda á EM U18 sem fram fór í Slóvakíu í fyrrasumar. Þar keppti Eir í 400 metra hlaupi og komst hún í undanúrslit. Hún hljóp þar á 56,75 sekúndum og hafnaði í sautjánda sæti. Ísold keppti í sjöþraut og átti frábæra þraut þar sem hún bætti aldursflokkametið í flokki 16-17 ára þegar hún hlaut 5.643 stig og hafnaði í fimmta sæti. Eir Chang Hlésdóttir keppir í 100 m hlaupi og 200 m hlaupi en hún náði lágmarki í 100 m hlaupinu núna í lok júní þegar hún hljóp á 11,69 sek og lágmarki í 200 m hlaupinu í ágúst í fyrra þegar hún hljóp á 24,30 sek. Auk þess náði Eir einnig lágmarki í 400 m hlaupi í maí 2024 þegar hún hljóp á 55,01 sek en hún mun ekki keppa í þeirri grein á þessu móti. Eir hefur verið í miklu stuði Eir hefur verið á svakalegri siglingu undanfarið og hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þessari ungu íþróttakonu sem er greinilega í hörkuformi. Frá því að hún náði lágmarki í 200 m hlaupinu síðasta sumar, þegar hún hljóp á 24,30, er hún búin að stórbæta tímann sinn í greininni, en hún er ríkjandi Íslandsmethafi í 200 m hlaupi bæði innanhúss og utanhúss. Í vetur bætti hún 21 árs gamalt Íslandsmet Silju Úlfarsdóttur þegar hún hljóp á 23,69 sek og fyrr í sumar bætti hún sex ára gamalt Íslandsmet Guðbjargar Jónu Bjarnadóttur þegar hún kom í mark á 23,44 sek. Þessi frábæri árangur Eirar er sjöundi besti árangur allra skráðra keppenda og á hún því góða möguleika á að komast í úrslit. Frjálsar íþróttir Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Þær Eir Chang Hlésdóttir og Ísold Sævarsdóttir eru báðar með lágmörk inn á mótið. Þess má til gamans geta að þær náðu lágmarki í fleiri greinum en þær taka þátt í á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Eir og Ísold keppa á EM U20 en þær eru báðar fæddar 2007 og eru því aðeins 18 ára gamlar. Þær eru samt sem áður svo sannarlega með mikla alþjóðlega keppnisreynslu og voru meðal þriggja íslenskra keppenda á EM U18 sem fram fór í Slóvakíu í fyrrasumar. Þar keppti Eir í 400 metra hlaupi og komst hún í undanúrslit. Hún hljóp þar á 56,75 sekúndum og hafnaði í sautjánda sæti. Ísold keppti í sjöþraut og átti frábæra þraut þar sem hún bætti aldursflokkametið í flokki 16-17 ára þegar hún hlaut 5.643 stig og hafnaði í fimmta sæti. Eir Chang Hlésdóttir keppir í 100 m hlaupi og 200 m hlaupi en hún náði lágmarki í 100 m hlaupinu núna í lok júní þegar hún hljóp á 11,69 sek og lágmarki í 200 m hlaupinu í ágúst í fyrra þegar hún hljóp á 24,30 sek. Auk þess náði Eir einnig lágmarki í 400 m hlaupi í maí 2024 þegar hún hljóp á 55,01 sek en hún mun ekki keppa í þeirri grein á þessu móti. Eir hefur verið í miklu stuði Eir hefur verið á svakalegri siglingu undanfarið og hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þessari ungu íþróttakonu sem er greinilega í hörkuformi. Frá því að hún náði lágmarki í 200 m hlaupinu síðasta sumar, þegar hún hljóp á 24,30, er hún búin að stórbæta tímann sinn í greininni, en hún er ríkjandi Íslandsmethafi í 200 m hlaupi bæði innanhúss og utanhúss. Í vetur bætti hún 21 árs gamalt Íslandsmet Silju Úlfarsdóttur þegar hún hljóp á 23,69 sek og fyrr í sumar bætti hún sex ára gamalt Íslandsmet Guðbjargar Jónu Bjarnadóttur þegar hún kom í mark á 23,44 sek. Þessi frábæri árangur Eirar er sjöundi besti árangur allra skráðra keppenda og á hún því góða möguleika á að komast í úrslit.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn