Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 20:42 Hanna Katrín Friðriksson, ferðamálaráðherra, er slegin vegna banaslyss sem varð í Reynisfjöru um liðna helgi. Henni hugnast ekki varanleg lokun en vill auknar öryggisráðstafanir. Vísir/sigurjon Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. Öryggismál á fjölförnum ferðamannastöðum hafa verið landsmönnum ofarlega í huga í skugga skelfilegs banaslyss um helgina. Ferðamálaráðherra segir slysið láta engan ósnortinn. „Mér bara krossbrá, þetta voru skelfilegar fréttir. Það er bara ekkert öðruvísi.“ Banaslysið um helgina var það sjötta frá árinu 2007. Hanna Katrín var spurð hvort þetta segði eitthvað um ástandið á svæðinu. „Það gerir það auðvitað, til viðbótar við það að þetta er einn mest sótti ferðamannastaðurinn okkar. Það eru þarna hundruðir þúsunda ferðamanna sem koma á staðinn á ári hverju og fjöldinn fer vaxandi. Það er auðvitað búið að lyfta grettistaki af hálfu landeigenda og viðbragðsaðila síðustu ár til að auka upplýsingagjöf og fræðslu.“ Banaslysið sýni þó að grípa verði til frekari aðgerða. „Það er hægt að breyta þessum áhættustuðli þannig að rauða ljósið sé oftar, það er hægt að loka við þær aðstæður aðgengi að stuðlaberginu, að hellinum, að bílastæðinu. Það er hægt að fara í ýmsar aðgerðir.“ Hún vilji þó ekki ganga svo langt að girða hættuleg svæði af varanlega. Betra sé að upplýsa og fræða. „Og meta síðan sjálf við hvaða aðstæður þarf að loka. Annars vegar er ég ekki sannfærð um að hitt sé ákjósanlegasta leiðin yfir höfuð og hins vegar er býsna flókið í okkar stóra og strjábýla landi.“ „Þegar rauða ljósið er og lokun er í gildi hvort það þurfi ekki að vera mannskapur til staðar til að framfylgja því. Og það yrði þá fjármagnað annars vegar með aðkomu stjórnvalda og landeigenda sennilegast, sem myndu þá fjármagna sinn hluta kostnaðarins með einhverri gjaldtöku.“ Öryggi á ferðamannastöðum Reynisfjara Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. 5. ágúst 2025 20:13 Rauða ljósið mun blikka fyrr Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. 5. ágúst 2025 15:20 Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Öryggismál á fjölförnum ferðamannastöðum hafa verið landsmönnum ofarlega í huga í skugga skelfilegs banaslyss um helgina. Ferðamálaráðherra segir slysið láta engan ósnortinn. „Mér bara krossbrá, þetta voru skelfilegar fréttir. Það er bara ekkert öðruvísi.“ Banaslysið um helgina var það sjötta frá árinu 2007. Hanna Katrín var spurð hvort þetta segði eitthvað um ástandið á svæðinu. „Það gerir það auðvitað, til viðbótar við það að þetta er einn mest sótti ferðamannastaðurinn okkar. Það eru þarna hundruðir þúsunda ferðamanna sem koma á staðinn á ári hverju og fjöldinn fer vaxandi. Það er auðvitað búið að lyfta grettistaki af hálfu landeigenda og viðbragðsaðila síðustu ár til að auka upplýsingagjöf og fræðslu.“ Banaslysið sýni þó að grípa verði til frekari aðgerða. „Það er hægt að breyta þessum áhættustuðli þannig að rauða ljósið sé oftar, það er hægt að loka við þær aðstæður aðgengi að stuðlaberginu, að hellinum, að bílastæðinu. Það er hægt að fara í ýmsar aðgerðir.“ Hún vilji þó ekki ganga svo langt að girða hættuleg svæði af varanlega. Betra sé að upplýsa og fræða. „Og meta síðan sjálf við hvaða aðstæður þarf að loka. Annars vegar er ég ekki sannfærð um að hitt sé ákjósanlegasta leiðin yfir höfuð og hins vegar er býsna flókið í okkar stóra og strjábýla landi.“ „Þegar rauða ljósið er og lokun er í gildi hvort það þurfi ekki að vera mannskapur til staðar til að framfylgja því. Og það yrði þá fjármagnað annars vegar með aðkomu stjórnvalda og landeigenda sennilegast, sem myndu þá fjármagna sinn hluta kostnaðarins með einhverri gjaldtöku.“
Öryggi á ferðamannastöðum Reynisfjara Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. 5. ágúst 2025 20:13 Rauða ljósið mun blikka fyrr Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. 5. ágúst 2025 15:20 Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. 5. ágúst 2025 20:13
Rauða ljósið mun blikka fyrr Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. 5. ágúst 2025 15:20
Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09