Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 11:35 Herjólfsdalur. Vísir/Sigurjón Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð fyrr en búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola. Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að verklagsreglur hvað þetta varðar séu í takt við það sem verið hefur undanfarin ár. Lögregluembættið sé ekki að leyna hugsanlegum kynferðisbrotum eða hylma yfir þau, síður en svo, heldur sé ekki farið djúpt í tölfræði hvað þetta varðar í fjölmiðlum þegar rannsóknarhagsmunir séu í húfi. Þetta verklag lögreglunnar hefur iðulega sætt gagnrýni síðan tekið var upp á því árið 2015, með bréfi sem þáverandi lögreglustjóri Vestmannaeyja sendi á alla viðbragðsaðila, þar sem þeir voru beðnir um að verjast allra fregna af kynferðisbrotamálum í rannsókn. Stigamót gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta að ræða en flest önnur embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Hátíðin hafi farið vel fram og flestir til fyrirmyndar Samkvæmt upplýsingum lögregluembættisins í Vestmannaeyjum sinnti lögreglan samtals 287 málum og verkefnum sem tengdust hátíðinni auk þess að halda úti öflugu eftirliti. Að mati lögreglunnar fór hátíðin vel fram og voru flestir gestir til fyrirmyndar. „Þegar þetta er skrifað eru 18 hegningarlagabrot skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá eru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Nokkur umferðarlagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn, en nokkrum hefur þegar verið lokið með svokallaðri lögreglustjórasátt (sekt),“ segir í tilkynningu lögreglu. Samtals gistu 11 fangageymslur yfir hátíðina. „Það má þó reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar um brot á næstu dögum, en lögreglu berast iðulega tilkynningar um brot eftir að hátíðin er yfirstaðin. Þessi tölfræði er því sett fram með þeim fyrirvara,“ segir í tilkynningu lögreglu. Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að engar stórfelldar líkamsárásir hafi komið á borð lögreglu enn sem komið er. „En það eru mörg mál í rannsókn. Svo má reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar næstu daga, þannig við förum ekki djúpt í tölfræðina að svo stöddu.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. 5. ágúst 2025 20:02 Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. 4. ágúst 2024 19:37 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira
Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að verklagsreglur hvað þetta varðar séu í takt við það sem verið hefur undanfarin ár. Lögregluembættið sé ekki að leyna hugsanlegum kynferðisbrotum eða hylma yfir þau, síður en svo, heldur sé ekki farið djúpt í tölfræði hvað þetta varðar í fjölmiðlum þegar rannsóknarhagsmunir séu í húfi. Þetta verklag lögreglunnar hefur iðulega sætt gagnrýni síðan tekið var upp á því árið 2015, með bréfi sem þáverandi lögreglustjóri Vestmannaeyja sendi á alla viðbragðsaðila, þar sem þeir voru beðnir um að verjast allra fregna af kynferðisbrotamálum í rannsókn. Stigamót gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta að ræða en flest önnur embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Hátíðin hafi farið vel fram og flestir til fyrirmyndar Samkvæmt upplýsingum lögregluembættisins í Vestmannaeyjum sinnti lögreglan samtals 287 málum og verkefnum sem tengdust hátíðinni auk þess að halda úti öflugu eftirliti. Að mati lögreglunnar fór hátíðin vel fram og voru flestir gestir til fyrirmyndar. „Þegar þetta er skrifað eru 18 hegningarlagabrot skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá eru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Nokkur umferðarlagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn, en nokkrum hefur þegar verið lokið með svokallaðri lögreglustjórasátt (sekt),“ segir í tilkynningu lögreglu. Samtals gistu 11 fangageymslur yfir hátíðina. „Það má þó reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar um brot á næstu dögum, en lögreglu berast iðulega tilkynningar um brot eftir að hátíðin er yfirstaðin. Þessi tölfræði er því sett fram með þeim fyrirvara,“ segir í tilkynningu lögreglu. Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að engar stórfelldar líkamsárásir hafi komið á borð lögreglu enn sem komið er. „En það eru mörg mál í rannsókn. Svo má reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar næstu daga, þannig við förum ekki djúpt í tölfræðina að svo stöddu.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. 5. ágúst 2025 20:02 Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. 4. ágúst 2024 19:37 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira
Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. 5. ágúst 2025 20:02
Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. 4. ágúst 2024 19:37