Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 13:15 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Aðalsteinsson Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla Boðuð tollahækkun Bandaríkjanna á íslenska útflutning upp á 15 prósent tekur gildi á morgun. Í ofanálag hefur Evrópusambandið tilkynnt um nýja verndartolla á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Stjórn Íslensk-evrópska verslunarráðsins lýsir í ályktun frá í morgun, yfir miklum áhyggjum af verndartollunum. Bent er á að það veiki stöðu Íslands í málinu að leggja verndartolla á vörur frá ESB sem eiga samkvæmt EES- samningnum að vera tollfrjálsar með því að tollflokka þær ranglega. Stjórn ráðsins kallar eftir samstöðu um að hvetja íslensk stjórnvöld til að hætta samningsbrotum sínum á sviði tollamála. Fram kemur í ályktuninni að með því að vera ábyrgur samningsaðili, sem virði skyldur sínar, verði íslenska ríkið í betri stöðu til að gera sambærilega kröfu til gagnaðila. Grafalvarleg staða Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins óttast að versnandi viðskiptakjör hafi neikvæð áhrif á lífskjör hér á landi. „Það er auðvitað grafalvarlegt að viðskiptakjörin séu að versna og á sama tíma er mjög alvarlegt að Evrópusambandið hyggist vernda starfsemi kísiljárns í sambandinu en setja verndartolla á sömu starfsemi hér. Ísland er að klemmast á milli í tollastríðinu sem virðist geysa á alþjóðamörkuðum,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að íslensk stjórnvöld hafi rétt gögn í höndunum þegar þau ræða við bandarísk yfirvöld um tollalækkun. „Stjórnvöld hafa óskað eftir fundi vegna málsins og þá þurfa rétt gögn að liggja fyrir. Bandaríkin horfa bara á sínar upplýsingar og þeirra gögn sýna að þau séu í viðskiptahalla gagnvart Íslandi okkar gögn sýna svo annað. Það er umhugsunarefni að í hvert sinn sem upp kemur einhvers konar krísa hér á landi þá kemur í ljós að gögn og upplýsingar hér eru ekki réttar og það þarf að leiðrétta þau,“ segir Sigurður. Hann telur að í samningaviðræðum þjóðanna þurfi að leggja áherslu á aukin viðskipti þeirra á milli. „Það kallar á auknar fjárfestingar af okkar hálfu. Þá gæti verið hyggilegt að horfa til viðskipta með gervigreind sem er vaxandi iðnaður á heimsvísu. Við höfum ekki tekið þátt í því kapphlaupi að neinu ráði,“ segir hann að lokum. Skattar og tollar Donald Trump Efnahagsmál Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Boðuð tollahækkun Bandaríkjanna á íslenska útflutning upp á 15 prósent tekur gildi á morgun. Í ofanálag hefur Evrópusambandið tilkynnt um nýja verndartolla á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Stjórn Íslensk-evrópska verslunarráðsins lýsir í ályktun frá í morgun, yfir miklum áhyggjum af verndartollunum. Bent er á að það veiki stöðu Íslands í málinu að leggja verndartolla á vörur frá ESB sem eiga samkvæmt EES- samningnum að vera tollfrjálsar með því að tollflokka þær ranglega. Stjórn ráðsins kallar eftir samstöðu um að hvetja íslensk stjórnvöld til að hætta samningsbrotum sínum á sviði tollamála. Fram kemur í ályktuninni að með því að vera ábyrgur samningsaðili, sem virði skyldur sínar, verði íslenska ríkið í betri stöðu til að gera sambærilega kröfu til gagnaðila. Grafalvarleg staða Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins óttast að versnandi viðskiptakjör hafi neikvæð áhrif á lífskjör hér á landi. „Það er auðvitað grafalvarlegt að viðskiptakjörin séu að versna og á sama tíma er mjög alvarlegt að Evrópusambandið hyggist vernda starfsemi kísiljárns í sambandinu en setja verndartolla á sömu starfsemi hér. Ísland er að klemmast á milli í tollastríðinu sem virðist geysa á alþjóðamörkuðum,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að íslensk stjórnvöld hafi rétt gögn í höndunum þegar þau ræða við bandarísk yfirvöld um tollalækkun. „Stjórnvöld hafa óskað eftir fundi vegna málsins og þá þurfa rétt gögn að liggja fyrir. Bandaríkin horfa bara á sínar upplýsingar og þeirra gögn sýna að þau séu í viðskiptahalla gagnvart Íslandi okkar gögn sýna svo annað. Það er umhugsunarefni að í hvert sinn sem upp kemur einhvers konar krísa hér á landi þá kemur í ljós að gögn og upplýsingar hér eru ekki réttar og það þarf að leiðrétta þau,“ segir Sigurður. Hann telur að í samningaviðræðum þjóðanna þurfi að leggja áherslu á aukin viðskipti þeirra á milli. „Það kallar á auknar fjárfestingar af okkar hálfu. Þá gæti verið hyggilegt að horfa til viðskipta með gervigreind sem er vaxandi iðnaður á heimsvísu. Við höfum ekki tekið þátt í því kapphlaupi að neinu ráði,“ segir hann að lokum.
Skattar og tollar Donald Trump Efnahagsmál Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira