Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 12:44 Dagbjartur Brynjarsson sérfræðingur öryggismála hjá Ferðamálastofu. Vísir/Ragnar Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. Banaslysið sem varð í Reynisfjöru um liðna helgi hefur hrundið af stað kraftmikilli umræðu um stöðu öryggismála á fjölförnum ferðamannastöðum á Íslandi. Dagbjartur Brynjarsson, er sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu. „Það er mjög mikilvægt í öllum tilfellum þegar slys verða að við horfum í tilfellið og við reynum að rýna það og draga fram lærdóm, bæði af því sem vel er gert en líka því sem betur má fara. Það er alltaf kjarninn í því sem við gerum. Þannig eiga gæða- og öryggiskerfi að virka“ Náttúran breytist og viðmiðin þurfi að gera það líka Landeigendur tilkynntu í gær að þeir hygðust herða öryggiskröfur, hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður þannig lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar, svo eitthvað sé nefnt. „Ég var sjálfur á þessum fundi og mér lýst bara mjög vel á þessar tillögur sem komnar eru fram og það þarf að hafa í huga að ströndin er náttúrulega síbreytileg og það þarf að taka margt inn í þessa mælingu um það hvenær og hvernig er öruggt að vera á svæðinu. Það er verið að uppfæra viðmiðin út frá því að nú hefur náttúran breyst, ströndin hefur minnkað og þar af leiðandi hafa þau viðmið sem voru sett á sínum tíma fyrir rautt ljós til dæmis - þau hafa breyst, og það þarf að uppfæra þau. Sömuleiðis að þegar það fer á rautt að loka þetta þá þannig af að það fari ekkert á milli mála hjá fólki hvort það sé að fara inn á svæði þar sem er meiri áhætta.“ Ég heyri að þú hefur trú á því að þetta muni betrumbæta öryggi töluvert á þessu svæði? Já, ég hef trú á því. En það munu alltaf einhverjir fara fram hjá, ég held það sé alveg ljóst en lang lang langflestir munu fylgja þeim fyrirmælum. Það er það sem við sjáum þar sem virk stýring er á ferðamönnum, þar er ferðamaðurinn í langflestum tilfellum að fylgja þeim fyrirmælum.“ Ísland öruggt í alþjóðlegum samanburði Hann segir að öll ferðaþjónustufyrirtæki vera meðvituð um mikilvægi öryggis. „Við megum ekki gleyma því að hér kemur tæplega 2 og hálf milljón manns á hverju ári til þess að upplifa og Ísland er, ef við horfum á samanburðartölur við önnur lönd þá er Ísland öruggt.“ Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Reynisfjara Ferðaþjónusta Ferðalög Öryggi á ferðamannastöðum Slysavarnir Tengdar fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42 Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. 5. ágúst 2025 20:13 Rauða ljósið mun blikka fyrr Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. 5. ágúst 2025 15:20 Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09 Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. 2. ágúst 2025 19:55 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Banaslysið sem varð í Reynisfjöru um liðna helgi hefur hrundið af stað kraftmikilli umræðu um stöðu öryggismála á fjölförnum ferðamannastöðum á Íslandi. Dagbjartur Brynjarsson, er sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu. „Það er mjög mikilvægt í öllum tilfellum þegar slys verða að við horfum í tilfellið og við reynum að rýna það og draga fram lærdóm, bæði af því sem vel er gert en líka því sem betur má fara. Það er alltaf kjarninn í því sem við gerum. Þannig eiga gæða- og öryggiskerfi að virka“ Náttúran breytist og viðmiðin þurfi að gera það líka Landeigendur tilkynntu í gær að þeir hygðust herða öryggiskröfur, hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður þannig lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar, svo eitthvað sé nefnt. „Ég var sjálfur á þessum fundi og mér lýst bara mjög vel á þessar tillögur sem komnar eru fram og það þarf að hafa í huga að ströndin er náttúrulega síbreytileg og það þarf að taka margt inn í þessa mælingu um það hvenær og hvernig er öruggt að vera á svæðinu. Það er verið að uppfæra viðmiðin út frá því að nú hefur náttúran breyst, ströndin hefur minnkað og þar af leiðandi hafa þau viðmið sem voru sett á sínum tíma fyrir rautt ljós til dæmis - þau hafa breyst, og það þarf að uppfæra þau. Sömuleiðis að þegar það fer á rautt að loka þetta þá þannig af að það fari ekkert á milli mála hjá fólki hvort það sé að fara inn á svæði þar sem er meiri áhætta.“ Ég heyri að þú hefur trú á því að þetta muni betrumbæta öryggi töluvert á þessu svæði? Já, ég hef trú á því. En það munu alltaf einhverjir fara fram hjá, ég held það sé alveg ljóst en lang lang langflestir munu fylgja þeim fyrirmælum. Það er það sem við sjáum þar sem virk stýring er á ferðamönnum, þar er ferðamaðurinn í langflestum tilfellum að fylgja þeim fyrirmælum.“ Ísland öruggt í alþjóðlegum samanburði Hann segir að öll ferðaþjónustufyrirtæki vera meðvituð um mikilvægi öryggis. „Við megum ekki gleyma því að hér kemur tæplega 2 og hálf milljón manns á hverju ári til þess að upplifa og Ísland er, ef við horfum á samanburðartölur við önnur lönd þá er Ísland öruggt.“
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Reynisfjara Ferðaþjónusta Ferðalög Öryggi á ferðamannastöðum Slysavarnir Tengdar fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42 Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. 5. ágúst 2025 20:13 Rauða ljósið mun blikka fyrr Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. 5. ágúst 2025 15:20 Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09 Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. 2. ágúst 2025 19:55 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42
Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. 5. ágúst 2025 20:13
Rauða ljósið mun blikka fyrr Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. 5. ágúst 2025 15:20
Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09
Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. 2. ágúst 2025 19:55