Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 19:33 Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómalækningum. Vísir Prófessor í smitsjúkdómalækningum segir ákvörðun heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna um að rifta samningum um þróun mRNA-bóluefna vera slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Hún muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar. Vagga vísindalegrar þekkingar sé að leggja upp laupana. Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sagðist hafa yfirfarið vísindin og hlustað á sérfræðinga áður en hann tók ákvörðun um að rifta 22 þróunarsamningum sem hljóða upp á fimm hundruð milljónir dala. Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómalækningum segir um afdrifaríka ákvörðun að ræða. „Um er að ræða riftun á samningum sem áður hafa verið gerðir og snúa sérstaklega að viðbragði við nýjum farsóttum eins og til dæmis fuglaflensu." Kennedy sagði mRNA bóluefnin ekki hafa reynst áhrifarík gegn öndunarfærasýkingum á borð við Covid-19. Hvers vegna segir hann þetta? „Mér er það algjörlega hulið. Ég held að þessi ákvörðun sé keyrð frekar áfram af hugmyndafræði en vísindum og flest sem hann hefur látið frá sér fara um þessi mál ber þess merki að það eru ekki vísindin sem keyra hans ákvarðanir heldur hugmyndafræði og trú á ákveðnar kenningar sem flestar hafa ekki stuðning í raunverulegum gögnum.“ MRNA tæknin var innleidd í COVID faraldrinum en það liðu rétt tæpir 12 mánuðir frá því fyrstu tilfellin komu upp þar til bóluefnin voru tekin í notkun. „og áttu líkalega mestan þátt í því að draga úr óþarfa dauðsföllum og líka síðbúnum og langvinnum fylgikvillum sýkingarinnar.“ Ákvörðunin Kennedys muni hafa víðtæk áhrif til langrar framtíðar. „Fyrir okkur sem þurfum hugsanlega að reiða okkur á framfarir í læknavísindum í framtíðinni hvort sem um er að ræða ný bóluefni gegn einhverjum vágestum sem við höfum ekki ennþá komist í tæri við eða jafnvel í meðferð krabbameina, vegna þess að mRNA tæknin hefur líka skilað mjög góðum árangri í meðferð illkynja sjúkdóma. Það er mikill skaði þegar mesta efnahagsveldi heims og vagga vísindalegrar þekkingar og rannsókna í bæði grunnvísindum og klínískum rannsóknum leggur upp laupana sem þarna er verið að gera.“ Magnús bendir á að Kennedy sé lögfræðimenntaður. „Hann hefur enga sérstaka þekkingu á þessu sviði en hann hefur hins vegar efnast mjög á því að dreifa falskenningum um aukaverkanir af bólusetningum og það hefur vafalítið verið nokkuð sterkur drifkraftur í kringum hann. Svo er það þannig að bóluefni eru fórnarlömb eigin velgengni því þegar vel tekst til og okkur tekst að útrýma tilteknum sjúkdómum þá fer fólk að leiða hugann að því hvort þessi aðgerð, bólusetningarnar, séu nauðsynlegar vegna þess að vandamálið hverfur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Heilbrigðismál Donald Trump Tengdar fréttir Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44 Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04 Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sagðist hafa yfirfarið vísindin og hlustað á sérfræðinga áður en hann tók ákvörðun um að rifta 22 þróunarsamningum sem hljóða upp á fimm hundruð milljónir dala. Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómalækningum segir um afdrifaríka ákvörðun að ræða. „Um er að ræða riftun á samningum sem áður hafa verið gerðir og snúa sérstaklega að viðbragði við nýjum farsóttum eins og til dæmis fuglaflensu." Kennedy sagði mRNA bóluefnin ekki hafa reynst áhrifarík gegn öndunarfærasýkingum á borð við Covid-19. Hvers vegna segir hann þetta? „Mér er það algjörlega hulið. Ég held að þessi ákvörðun sé keyrð frekar áfram af hugmyndafræði en vísindum og flest sem hann hefur látið frá sér fara um þessi mál ber þess merki að það eru ekki vísindin sem keyra hans ákvarðanir heldur hugmyndafræði og trú á ákveðnar kenningar sem flestar hafa ekki stuðning í raunverulegum gögnum.“ MRNA tæknin var innleidd í COVID faraldrinum en það liðu rétt tæpir 12 mánuðir frá því fyrstu tilfellin komu upp þar til bóluefnin voru tekin í notkun. „og áttu líkalega mestan þátt í því að draga úr óþarfa dauðsföllum og líka síðbúnum og langvinnum fylgikvillum sýkingarinnar.“ Ákvörðunin Kennedys muni hafa víðtæk áhrif til langrar framtíðar. „Fyrir okkur sem þurfum hugsanlega að reiða okkur á framfarir í læknavísindum í framtíðinni hvort sem um er að ræða ný bóluefni gegn einhverjum vágestum sem við höfum ekki ennþá komist í tæri við eða jafnvel í meðferð krabbameina, vegna þess að mRNA tæknin hefur líka skilað mjög góðum árangri í meðferð illkynja sjúkdóma. Það er mikill skaði þegar mesta efnahagsveldi heims og vagga vísindalegrar þekkingar og rannsókna í bæði grunnvísindum og klínískum rannsóknum leggur upp laupana sem þarna er verið að gera.“ Magnús bendir á að Kennedy sé lögfræðimenntaður. „Hann hefur enga sérstaka þekkingu á þessu sviði en hann hefur hins vegar efnast mjög á því að dreifa falskenningum um aukaverkanir af bólusetningum og það hefur vafalítið verið nokkuð sterkur drifkraftur í kringum hann. Svo er það þannig að bóluefni eru fórnarlömb eigin velgengni því þegar vel tekst til og okkur tekst að útrýma tilteknum sjúkdómum þá fer fólk að leiða hugann að því hvort þessi aðgerð, bólusetningarnar, séu nauðsynlegar vegna þess að vandamálið hverfur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Heilbrigðismál Donald Trump Tengdar fréttir Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44 Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04 Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44
Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04
Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33