Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Atli Ísleifsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 7. ágúst 2025 13:16 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar þingsins, og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd. Vísir/Bjarni Fimmtán prósenta tollur á vörur frá Íslandi hefur tekið gildi í Bandaríkjunum. Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í morgun til að ræða þá breyttu stöðu sem uppi er í heimi alþjóðaviðskipta. Tollar Bandaríkjastjórnar og mögulegar verndaraðgerðir Evrópusambandsins á járnblendi voru á dagskrá fundarins þar sem sérfræðingar utanríkisráðuneytisins mættu. Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Ísland er þar ekki undanskilið en frá og með deginum í dag verður lagður fimmtán prósenta tollur í Bandaríkjunum á innfluttar vörur frá Íslandi. Saknaði ráðherra Dilja Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, segir fundinn með fulltrúum ráðuneytisins hafa verið fínan. Diljá segir þó miður að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafi ekki mætt til fundar líkt og Diljá hafi óskað eftir. „Það eru þungar áhyggjur af síversnandi stöðu Íslands og viðskiptaumhverfi. Það er það sem stendur upp úr,“ segir Diljá. Mjög gagnlegur fundur Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar þingsins, segist hafa tekið ákvörðun um að hafa þennan fund sem upplýsingafund og því ekki boðað ráðherrann. „Hann var boðaður að mínu frumkvæði. Ég held að þetta hafi verið mjög gagnlegur fundur með sérfræðingum ráðuneytisins sem gátu farið mjög á dýptina varðandi alla málaflokka og ég er ekki í vafa um að ráðherra – sem hefur verið mjög dugleg að mæta á fundi nefndarinnar – muni vera til taks og ræða þessi mál sem önnur. Jafnframt finnst mér eðlilegt að ræða einhvern tímann við hagaðila, bæði iðnaðinn og atvinnulífsins almennt því þetta varðar mjög mikilvæga hagsmuni atvinnulífsins í heild sinni. Við höfum verið í samtali við þau en það færi líka vel á því að þau gætu kynnt sín sjónarmið á fundi nefndarinnar,“ segir Pawel. Eins og þú nefnir þá hafa atvinnurekendur og aðrir hagaðilar miklar áhyggjur af þessari stöðu. Diljá, eftir þetta samtal, telur þú að hagsmunagæsla Íslands hvað þetta varðar – annars hvað lýtur að Bandaríkjunum og hins vegar Evrópusambandinu ef til þess kæmi – er hún nógu öflug eða er einhverjum spurningum enn ósvarað um hvaða leiðir sem hægt væri að fara? „Ég hef þungar áhyggjur af því að stjórnvöld og utanríkisráðherra hafi ekki verið nógu fókuseruð á hagsmunagæslu fyrir Ísland í báðum þessum málum. Það blasir auðvitað við að ESB ætli að brjóta á EES-samningnum og beita okkur verndartollum. Síðan varðandi þessa ákvörðun Bandaríkjastjórnar, maður veltir fyrir sér hvar hugur og forgangsröðun utanríkisráðherra hefur legið. Við fórum meðal annars yfir fundi og ferðir utanríkisráðherra sem hafa verið talsverðar. Það virðist vera sem svo að hagsmunagæslan hafi því miður ekki verið nógu öflug. En það er auðvitað ekki orðið of seint og við þurfum öll að taka höndum saman að gæta þessara grundvallarhagsmuna Íslands,“ segir Diljá Mist. Pawel, hvað segir þú? Er hægt að fullyrða að ESB ætli sér að brjóta gegn EES-samningnum og er hægt að spýta betur í hagsmunagæslunni? „Við höfum náttúrulega tekið skýrt á um það – bæði ráðherra og aðrir – að við teljum þessum þessar aðgerðir Evrópusambandsins ekki samræmast EES-samningnum og reyndar ekki koma honum sameiginlega evrópska markaði til góða. Markmiðið er væntanlega að tryggja framleiðslu á ákveðnum grundvallarhráefnum innan Evrópusambandsins. Það er ESB ekki til góða að slík starfsemi hér á landi eiga undir högg að sækja. Þannig að við höfum haldið því hart til haga gagnvart sameiginlegu EES-nefndinni og munum gera það áfram á næstu dögum,“ segir Pawel. Alþingi Skattar og tollar Efnahagsmál Utanríkismál Tengdar fréttir Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Fundur hófst í utanríkismálanefnd Alþingis nú klukkan tíu þar sem tollahækkanir Bandaríkjastjórnar á íslenskar vörur og fyrirhugaðar verndaraðgerðir ESB vegna innflutnings á járnblendi eru til umræðu. Tollar Bandaríkjastjórnar tóku gildi í dag og verður nú fimmtán prósenta tollur lagður á útfluttar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. 7. ágúst 2025 10:12 Trump-tollarnir hafa tekið gildi Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna. 7. ágúst 2025 06:40 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Ísland er þar ekki undanskilið en frá og með deginum í dag verður lagður fimmtán prósenta tollur í Bandaríkjunum á innfluttar vörur frá Íslandi. Saknaði ráðherra Dilja Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, segir fundinn með fulltrúum ráðuneytisins hafa verið fínan. Diljá segir þó miður að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafi ekki mætt til fundar líkt og Diljá hafi óskað eftir. „Það eru þungar áhyggjur af síversnandi stöðu Íslands og viðskiptaumhverfi. Það er það sem stendur upp úr,“ segir Diljá. Mjög gagnlegur fundur Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar þingsins, segist hafa tekið ákvörðun um að hafa þennan fund sem upplýsingafund og því ekki boðað ráðherrann. „Hann var boðaður að mínu frumkvæði. Ég held að þetta hafi verið mjög gagnlegur fundur með sérfræðingum ráðuneytisins sem gátu farið mjög á dýptina varðandi alla málaflokka og ég er ekki í vafa um að ráðherra – sem hefur verið mjög dugleg að mæta á fundi nefndarinnar – muni vera til taks og ræða þessi mál sem önnur. Jafnframt finnst mér eðlilegt að ræða einhvern tímann við hagaðila, bæði iðnaðinn og atvinnulífsins almennt því þetta varðar mjög mikilvæga hagsmuni atvinnulífsins í heild sinni. Við höfum verið í samtali við þau en það færi líka vel á því að þau gætu kynnt sín sjónarmið á fundi nefndarinnar,“ segir Pawel. Eins og þú nefnir þá hafa atvinnurekendur og aðrir hagaðilar miklar áhyggjur af þessari stöðu. Diljá, eftir þetta samtal, telur þú að hagsmunagæsla Íslands hvað þetta varðar – annars hvað lýtur að Bandaríkjunum og hins vegar Evrópusambandinu ef til þess kæmi – er hún nógu öflug eða er einhverjum spurningum enn ósvarað um hvaða leiðir sem hægt væri að fara? „Ég hef þungar áhyggjur af því að stjórnvöld og utanríkisráðherra hafi ekki verið nógu fókuseruð á hagsmunagæslu fyrir Ísland í báðum þessum málum. Það blasir auðvitað við að ESB ætli að brjóta á EES-samningnum og beita okkur verndartollum. Síðan varðandi þessa ákvörðun Bandaríkjastjórnar, maður veltir fyrir sér hvar hugur og forgangsröðun utanríkisráðherra hefur legið. Við fórum meðal annars yfir fundi og ferðir utanríkisráðherra sem hafa verið talsverðar. Það virðist vera sem svo að hagsmunagæslan hafi því miður ekki verið nógu öflug. En það er auðvitað ekki orðið of seint og við þurfum öll að taka höndum saman að gæta þessara grundvallarhagsmuna Íslands,“ segir Diljá Mist. Pawel, hvað segir þú? Er hægt að fullyrða að ESB ætli sér að brjóta gegn EES-samningnum og er hægt að spýta betur í hagsmunagæslunni? „Við höfum náttúrulega tekið skýrt á um það – bæði ráðherra og aðrir – að við teljum þessum þessar aðgerðir Evrópusambandsins ekki samræmast EES-samningnum og reyndar ekki koma honum sameiginlega evrópska markaði til góða. Markmiðið er væntanlega að tryggja framleiðslu á ákveðnum grundvallarhráefnum innan Evrópusambandsins. Það er ESB ekki til góða að slík starfsemi hér á landi eiga undir högg að sækja. Þannig að við höfum haldið því hart til haga gagnvart sameiginlegu EES-nefndinni og munum gera það áfram á næstu dögum,“ segir Pawel.
Alþingi Skattar og tollar Efnahagsmál Utanríkismál Tengdar fréttir Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Fundur hófst í utanríkismálanefnd Alþingis nú klukkan tíu þar sem tollahækkanir Bandaríkjastjórnar á íslenskar vörur og fyrirhugaðar verndaraðgerðir ESB vegna innflutnings á járnblendi eru til umræðu. Tollar Bandaríkjastjórnar tóku gildi í dag og verður nú fimmtán prósenta tollur lagður á útfluttar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. 7. ágúst 2025 10:12 Trump-tollarnir hafa tekið gildi Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna. 7. ágúst 2025 06:40 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Fundur hófst í utanríkismálanefnd Alþingis nú klukkan tíu þar sem tollahækkanir Bandaríkjastjórnar á íslenskar vörur og fyrirhugaðar verndaraðgerðir ESB vegna innflutnings á járnblendi eru til umræðu. Tollar Bandaríkjastjórnar tóku gildi í dag og verður nú fimmtán prósenta tollur lagður á útfluttar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. 7. ágúst 2025 10:12
Trump-tollarnir hafa tekið gildi Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna. 7. ágúst 2025 06:40