Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2025 15:00 Bjarni var fínn félagi hins georgíska Ketsbaia sem átti erfitt með skapið. Hann gekk berserksgang eftir sigurmark gegn Bolton og Bjarni í stúkunni. Vísir/Getty Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. Bjarni samdi við Newcastle haustið 1997 og var á mála hjá liðinu í eitt ár áður en hann var seldur þaðan til Genk í Belgíu. Tíminn þar er eftirminnilegur og ekki síst fyrir tilstuðlan georgíska framherjans Temuri Ketsbaia sem var keyptur sama sumar og Bjarni af Kenny Dalglish. Ketsbaia var inn og út úr liðinu og átti erfitt með að festa sæti sitt. Ekki lá fyrir hvort hann væri framherji eða sóknartengiliður og Georgíumaðurinn í samkeppni við menn á við Alan Shearer og Jon Dahl Tomasson. Hann skoraði sigurmark Newcastle í 2-1 sigri á Bolton í uppbótartíma í janúar 1998 og Bjarni sat í stúkunni. „Þegar hann skoraði ákvað hann að fleygja treyjunni upp í stúku og algjörlega brjálaðist. Hann sparkaði í auglýsingaskilti og reyndi að rífa sig úr skónum til að fleygja þeim líka,“ segir Bjarni frá. Klippa: Enska augnablikið: Ketsbaia tekur tryllinginn „Við vorum ágætis félagar á þessum tíma. Hann var svo brjálaður vegna þess að hann fékk lítið að spila. Ég var í stúkunni og þetta situr vel eftir í minninu. Það þurfti að hjálpa honum eftir leikinn líka því hann var ennþá svo reiður,“ bætir hann við. Um samband Ketsbaia við þjálfarann segir Bjarni: „Dalglish kaupir hann. En hann var bara ekkert sérstaklega góður og átti eiginlega enga stöðu heldur. Þetta var mjög erfitt fyrir hann allt saman.“ Þrátt fyrir brjálæðið sem Ketsbaia sýndi þennan janúardag árið 1998 var hann almennt fínasti maður, að sögn Bjarna, og áttu þeir fínt skap saman. „Þetta var mjög fínn gæi, þegar hann var ekki brjálaður. Hann var almennt mjög afslappaður og rólegur. Þess vegna kom þetta svo ótrúlega mörgum á óvart,“ segir Bjarni. Þessa ótrúlegu atburðarrás og framferði Ketsbaia má sjá í spilaranum. Bjarni verður á meðal sérfræðinga í umfjöllun Sýnar Sport um enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum á Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Bjarni samdi við Newcastle haustið 1997 og var á mála hjá liðinu í eitt ár áður en hann var seldur þaðan til Genk í Belgíu. Tíminn þar er eftirminnilegur og ekki síst fyrir tilstuðlan georgíska framherjans Temuri Ketsbaia sem var keyptur sama sumar og Bjarni af Kenny Dalglish. Ketsbaia var inn og út úr liðinu og átti erfitt með að festa sæti sitt. Ekki lá fyrir hvort hann væri framherji eða sóknartengiliður og Georgíumaðurinn í samkeppni við menn á við Alan Shearer og Jon Dahl Tomasson. Hann skoraði sigurmark Newcastle í 2-1 sigri á Bolton í uppbótartíma í janúar 1998 og Bjarni sat í stúkunni. „Þegar hann skoraði ákvað hann að fleygja treyjunni upp í stúku og algjörlega brjálaðist. Hann sparkaði í auglýsingaskilti og reyndi að rífa sig úr skónum til að fleygja þeim líka,“ segir Bjarni frá. Klippa: Enska augnablikið: Ketsbaia tekur tryllinginn „Við vorum ágætis félagar á þessum tíma. Hann var svo brjálaður vegna þess að hann fékk lítið að spila. Ég var í stúkunni og þetta situr vel eftir í minninu. Það þurfti að hjálpa honum eftir leikinn líka því hann var ennþá svo reiður,“ bætir hann við. Um samband Ketsbaia við þjálfarann segir Bjarni: „Dalglish kaupir hann. En hann var bara ekkert sérstaklega góður og átti eiginlega enga stöðu heldur. Þetta var mjög erfitt fyrir hann allt saman.“ Þrátt fyrir brjálæðið sem Ketsbaia sýndi þennan janúardag árið 1998 var hann almennt fínasti maður, að sögn Bjarna, og áttu þeir fínt skap saman. „Þetta var mjög fínn gæi, þegar hann var ekki brjálaður. Hann var almennt mjög afslappaður og rólegur. Þess vegna kom þetta svo ótrúlega mörgum á óvart,“ segir Bjarni. Þessa ótrúlegu atburðarrás og framferði Ketsbaia má sjá í spilaranum. Bjarni verður á meðal sérfræðinga í umfjöllun Sýnar Sport um enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum á Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01