Enska augnablikið: AGUERO!! Valur Páll Eiríksson skrifar 14. ágúst 2025 08:00 Mark Aguero sem tryggði titilinn markaði upphaf City-liðsins sem við þekkjum í dag samkvæmt Arnari. Vísir/Getty Enski boltinn fer að rúlla á Sýn Sport á morgun. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson átti erfitt með að velja en frægt sigurmark Sergio Aguero varð fyrir valinu. „Það eru nokkur auðvitað eftirminnileg augnablikin,“ segir Arnar og listar upp nokkur: Fyrsti titill Manchester United í ansi mörg ár, árið 1993. Cantona á Selhurst Park og “when the seagulls follows the trawler” blaðamannafundurinn í kjölfarið. Wenger kemur inn 1997 og breytir deildinni. 99' - Þrennan hjá Manchester United. 2004 - Arsenal Invincibles - fer ósigrað í gegnum mótið. 2005 - José Mourinho, The Special One, kemur með stormi til Bretlands. 2008 - Tímabilið sem Ronaldo verður að markamaskínu, sem virðist engan endi ætla að taka. Ekkert þessara stóru augnablika varð þó fyrir valinu hjá Arnari. Honum rennur seint úr minni sigurmark Sergio Aguero gegn QPR í uppbótartíma vorið 2012 sem tryggði Manchester City fyrsta enska meistaratitilinn á dramatískan hátt í lokaumferð deildarinnar. City hafði verið undir á 89. mínútu en jöfnunarmark Edin Dzeko á þeirri nítugustu og magnað mark Argentínumannsins veittu liðinu titilinn á kostnað Manchester United sem hafði gert sitt og unnið Sunderland í norðrinu. Klippa: Enska augnablikið: Sigurmark Aguero fyrir titlinum „En ég ætla að velja mark Sergio Aguero því það var ekki aðeins skorað á dramatískan hátt á sama tima og United var nánast byrjað að fagna í Sunderland heldur markaði þetta upphaf Manchester City og kynnti þá til leiks sem dóminerandi afl i enskum fótbolta.“ „Ég tengi svo við þetta sem þjálfari að vera með lið sem er að keppa við stóru strákana sem gera allt til þess að halda þér niðri. Þú þarft eitt augnablik til að sýna að þú sért mættur á stóra sviðið til að ekki bara vera með - heldur til að taka við,“ segir Arnar sem þekkir til þess sem þjálfari Víkings, lið sem var í neðri hluta deildarinanr þegar hann tók við þjálfun þess fyrir sumarið 2019. Undir hans stjórn varð Víkingur bikarmeistari fjórum sinnum og Íslandsmeistari tvisvar. „Koma Guardiola 2017 breytti síðan öllum enskum fótbolta til eilífðar. Ekki bara fótboltinn heldur áhrif hans út í þjálfarasamfélagið. Mest stúderaði þjálfari sögunnar, epísk samkeppni við Klopp. Og núna eru fyrrverandi aðstoðarmenn hans að gera góða hluti, líkt og Mikel Arteta og Enzo Maresca.“ Sigurmark Aguero frá 2012 má sjá í spilaranum. Arnar verður sérfræðingur í setti í þáttagerð Sýnar Sport í kringum enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kjartan Henry Finnbogason elskar að negla boltum í markið og horfa á menn líkt og Robin van Persie gera slíkt hið sama. 13. ágúst 2025 15:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
„Það eru nokkur auðvitað eftirminnileg augnablikin,“ segir Arnar og listar upp nokkur: Fyrsti titill Manchester United í ansi mörg ár, árið 1993. Cantona á Selhurst Park og “when the seagulls follows the trawler” blaðamannafundurinn í kjölfarið. Wenger kemur inn 1997 og breytir deildinni. 99' - Þrennan hjá Manchester United. 2004 - Arsenal Invincibles - fer ósigrað í gegnum mótið. 2005 - José Mourinho, The Special One, kemur með stormi til Bretlands. 2008 - Tímabilið sem Ronaldo verður að markamaskínu, sem virðist engan endi ætla að taka. Ekkert þessara stóru augnablika varð þó fyrir valinu hjá Arnari. Honum rennur seint úr minni sigurmark Sergio Aguero gegn QPR í uppbótartíma vorið 2012 sem tryggði Manchester City fyrsta enska meistaratitilinn á dramatískan hátt í lokaumferð deildarinnar. City hafði verið undir á 89. mínútu en jöfnunarmark Edin Dzeko á þeirri nítugustu og magnað mark Argentínumannsins veittu liðinu titilinn á kostnað Manchester United sem hafði gert sitt og unnið Sunderland í norðrinu. Klippa: Enska augnablikið: Sigurmark Aguero fyrir titlinum „En ég ætla að velja mark Sergio Aguero því það var ekki aðeins skorað á dramatískan hátt á sama tima og United var nánast byrjað að fagna í Sunderland heldur markaði þetta upphaf Manchester City og kynnti þá til leiks sem dóminerandi afl i enskum fótbolta.“ „Ég tengi svo við þetta sem þjálfari að vera með lið sem er að keppa við stóru strákana sem gera allt til þess að halda þér niðri. Þú þarft eitt augnablik til að sýna að þú sért mættur á stóra sviðið til að ekki bara vera með - heldur til að taka við,“ segir Arnar sem þekkir til þess sem þjálfari Víkings, lið sem var í neðri hluta deildarinanr þegar hann tók við þjálfun þess fyrir sumarið 2019. Undir hans stjórn varð Víkingur bikarmeistari fjórum sinnum og Íslandsmeistari tvisvar. „Koma Guardiola 2017 breytti síðan öllum enskum fótbolta til eilífðar. Ekki bara fótboltinn heldur áhrif hans út í þjálfarasamfélagið. Mest stúderaði þjálfari sögunnar, epísk samkeppni við Klopp. Og núna eru fyrrverandi aðstoðarmenn hans að gera góða hluti, líkt og Mikel Arteta og Enzo Maresca.“ Sigurmark Aguero frá 2012 má sjá í spilaranum. Arnar verður sérfræðingur í setti í þáttagerð Sýnar Sport í kringum enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kjartan Henry Finnbogason elskar að negla boltum í markið og horfa á menn líkt og Robin van Persie gera slíkt hið sama. 13. ágúst 2025 15:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kjartan Henry Finnbogason elskar að negla boltum í markið og horfa á menn líkt og Robin van Persie gera slíkt hið sama. 13. ágúst 2025 15:00