„Það fer enginn lífvörður út í“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. ágúst 2025 21:08 Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Sýn/Sigurjón Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. Í kjölfar tveggja banaslysa sem urðu í Reynisfjöru árið 2021 og 2022 var settur af stað starfshópur til að bæta öryggisráðstafanir í fjörunni. Sett voru upp ljósaskilti, til að gefa merki um hvort fjaran væri örugg eða ekki, myndavélar og viðvörunarskilti. Banaslys varð í fjörunni síðastliðinn laugardag, í fyrsta sinn síðan öryggisráðstafanir voru bættar. Fjörukamburinn hefur smækkað á undanförnum árum.Sýn/Sigurjón „Árið 2022 þegar við unnum mest af þessari vinnu þá var fjörukamburinn fyrir framan stuðlabergskleppana einhverjir 15-20 metrar. Nú eru þetta 1-2 metrar að meðaltali,“ segir Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. „Fjaran þarna er svo rosalega kvik og í rauninni ekkert fast þarna undir,“ segir hann. Aldrei hægt að girða fjöruna alveg af Illa gangi oft að ná til ferðamanna, sem átti sig illa á hættunni. „Við lendum alveg í því þegar það verða svona óhöpp og við þurfum kannski að rýma svæði að það getur alveg ryent á. Fólk vill komast þrna niður eftir strax aftur áður en við erum búin að klára þau verkefni sem við þurfum að sinna. Fólk færir sig bara um 10-15 metra og er svo komið aftur til baka þrátt fyrir þessar aðstæður,“ segir Björn. Viðvörunarmörkin hafa verið lækkuð.Sýn/Sigurjón Starfshópurinn fundaði á þriðjudag og var þá tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í Reynisfjöru og henni verði lokað við útsýnispallinn með keðju og síðar meir slá. „Við náum náttúrulega aldrei að girða af fjöruna í heilu lagi. Fólk getur að sjálfsögðu farið fram hjá þessu hliði en það verður vel sýnilegt að það er ekki ætlast til að fólk geri það,“ segir Björn. Enginn lífvörður geti synt í land Vitni að banaslysinu lýstu því í viðtali við Morgunblaðið að starfsmaður hafi komið niður á strönd með björgunarhring en að reipið í hringnum hafi ekki verið nógu langt og það hafi verið nokkur reipi bundin saman svo það hefði auðveldlega geta slitnað. „Vandamálið þarna er að þú setur engan búnað i fjöruna. Og það tekur alltaf einhvern tíma fyrir búnaðinn að koma annars staðar frá,“ segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu. Dagbjartur Kr. Brynjarsson er sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu.Sýn/Sigurjón Erfitt sé að finna björgunarbúnað sem henti vel erfiðum aðstæðum í Reynisfjöru. Lögregla hafi reynt að vera með mannskap á vakt í fjörunni en það hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir. „Það fer enginn lífvörður út í með rauðan kút eins og í Baywatch. Þú getur ekki synt í land. Þó þú sért vel þjálfaður geturðu ekki synt í land,“ segir Dagbjartur. Reynisfjara Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Slysavarnir Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Í kjölfar tveggja banaslysa sem urðu í Reynisfjöru árið 2021 og 2022 var settur af stað starfshópur til að bæta öryggisráðstafanir í fjörunni. Sett voru upp ljósaskilti, til að gefa merki um hvort fjaran væri örugg eða ekki, myndavélar og viðvörunarskilti. Banaslys varð í fjörunni síðastliðinn laugardag, í fyrsta sinn síðan öryggisráðstafanir voru bættar. Fjörukamburinn hefur smækkað á undanförnum árum.Sýn/Sigurjón „Árið 2022 þegar við unnum mest af þessari vinnu þá var fjörukamburinn fyrir framan stuðlabergskleppana einhverjir 15-20 metrar. Nú eru þetta 1-2 metrar að meðaltali,“ segir Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. „Fjaran þarna er svo rosalega kvik og í rauninni ekkert fast þarna undir,“ segir hann. Aldrei hægt að girða fjöruna alveg af Illa gangi oft að ná til ferðamanna, sem átti sig illa á hættunni. „Við lendum alveg í því þegar það verða svona óhöpp og við þurfum kannski að rýma svæði að það getur alveg ryent á. Fólk vill komast þrna niður eftir strax aftur áður en við erum búin að klára þau verkefni sem við þurfum að sinna. Fólk færir sig bara um 10-15 metra og er svo komið aftur til baka þrátt fyrir þessar aðstæður,“ segir Björn. Viðvörunarmörkin hafa verið lækkuð.Sýn/Sigurjón Starfshópurinn fundaði á þriðjudag og var þá tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í Reynisfjöru og henni verði lokað við útsýnispallinn með keðju og síðar meir slá. „Við náum náttúrulega aldrei að girða af fjöruna í heilu lagi. Fólk getur að sjálfsögðu farið fram hjá þessu hliði en það verður vel sýnilegt að það er ekki ætlast til að fólk geri það,“ segir Björn. Enginn lífvörður geti synt í land Vitni að banaslysinu lýstu því í viðtali við Morgunblaðið að starfsmaður hafi komið niður á strönd með björgunarhring en að reipið í hringnum hafi ekki verið nógu langt og það hafi verið nokkur reipi bundin saman svo það hefði auðveldlega geta slitnað. „Vandamálið þarna er að þú setur engan búnað i fjöruna. Og það tekur alltaf einhvern tíma fyrir búnaðinn að koma annars staðar frá,“ segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu. Dagbjartur Kr. Brynjarsson er sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu.Sýn/Sigurjón Erfitt sé að finna björgunarbúnað sem henti vel erfiðum aðstæðum í Reynisfjöru. Lögregla hafi reynt að vera með mannskap á vakt í fjörunni en það hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir. „Það fer enginn lífvörður út í með rauðan kút eins og í Baywatch. Þú getur ekki synt í land. Þó þú sért vel þjálfaður geturðu ekki synt í land,“ segir Dagbjartur.
Reynisfjara Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Slysavarnir Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda