Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 17:12 Jón Kristjánsson segir að laxagengd hafi verið á niðurleið til lengri tíma litið, eftir að netaveiðum var hætt og almennt dregið úr veiði. Vísir Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að „veiða og sleppa“ aðferðin við laxveiði, sem felst í að drepa ekki laxinn til að vernda stofninn, hafi augljóslega ekki gengið upp. Öll gögn bendi til að samkeppni um fæðu meðal laxaseiða sé slík, að nauðsynlegt sé að grisja stofninn svo hann viðhaldi sér. Laxveiði hefur verið dræm í flestum ám landsins í sumar, og kemur það ekki á óvart að mati Jóns Kristjánssonar. Hann stakk niður penna á vettvangi Flugufrétta um daginn þar sem hann taldi þrjár ástæður skýra lélega veiði. Hrygningarstofnar séu of stórir í flestum ám landsins, og það leiði til ofsetningar, seiðin vaxi hægar og dvelji lengur í ánni fyrir sjávargöngu með miklum afföllum sem leiði til minni laxagengdar. Laxagengd hafi verið á niðurleið til lengri tíma litið, eftir að netaveiðum var hætt og almennt dregið úr veiði. Þess má geta að í kvöldfréttum Sýnar í vikunni var fjallað um laxastofninn í Jöklu, þar sem tekist hefur að byggja upp einn stærsta laxastofn landsins, eftir að áin breyttist úr forugasta fljóti landsins í tæra bergvatnsá árið 2006 með Kárahnjúkastíflu. „Árangurinn hefur verið enginn“ Jón Kristjánsson segir að stefnan sem tekin var fyrir um 30 árum, að fara veiða minna af laxinum í von um að stofninn stækki, hafi borið engan árangur. Þvert á móti hafi áhrifin verið þveröfug. Jón var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær þar sem hann ræddi um dræma laxveiði undangenginna ára. „Þetta var reynt sem aðgerð í því að fá fleiri til að hrygna. Þetta byrjaði í Vatnsdalsá fyrir 20 árum eða svoleiðis. Þá þótti fínt að sleppa laxinum til að vernda stofninn. „Árangurinn hingað til hefur verið enginn. Það eru náttúrulega dæmi sem sýna það að þetta er gagnslaust,“ segir Jón. Hörð barátta um fæðu Jón segir að í dýraríkinu snúist baráttan um mat og pláss, og með því að veiða minna af laxinum verði minni matur á hvern lax eftir því sem þeir verða fleiri. „Þannig afföll eru mjög mikil á haustin, á sumargömlu laxaseiðunum sem klekjast á vorin. Þau ná ekki þeirri þyngd sem þau þurfa til að lifa veturinn af. Til dæmis í Leirvogsá, þá vaxa þau ekkert frá miðjum ágúst og fram í maí.“ Laxveiði hafi minnkað verulega frá árinu 1970. „Ef við tökum sögu laxveiðanna, þá voru veidd í Atlantshafinu 12 þúsund tonn árið 1970. Þetta hefur sigið jafnt og þétt og er komið niður í undir þúsund tonn. Þrátt fyrir allar aðgerðir, sem eru háðar til þess að reyna auka laxagegnd.“ „Hér kom Englendingur, hann keypti upp ár fyrir Norðaustan. Tilgangurinn hjá honum segir hann að sé að bjarga laxastofninum í Norður-Atlantshafi. Veiðin í ánum hans hefur minnkað stórkostlega, það er enginn sjáanlegur árangur.“ Stofninn minnki við minni veiðar Jón segir að eftir því sem seiðum fjölgi, sé vöxtur laxins hægari. Hann hafi sjálfur stundað rannsóknir sem sýndu fram á þetta í Leirovgsá. „Í Leirvogsá háttar þannig til að í henni er Tröllafoss, og lax kemst ekki þangað upp. En við höfum sleppt laxi þar fyrir ofan til að láta hann hrygna þar í ansi langan tíma. Til að fá kontról á þetta fórum við að telja þá, og setja tvo til fjóra laxa á kílómeter í árlengd.“ „Fyrir neðan eru kannski 20-30 á kílómeter, tíu sinnum fleiri. Meðan seiðin fyrir neðan í sama vatni í sömu á, ná einungis 4 sentimetrum að lengd á haustin, þá ná seiðin fyrir ofan fimm og hálfum, til sex sentímetrum, sem er fimm sinnum þyngra en litlu seiðin.“ „Þetta er barátta um æti og pláss, það er alls staðar svoleiðis í náttúrunni, alveg sama hvort það er fugl eða fiskur. Það er svolítið einkennilegt að alls staðar þar sem er dregið úr veiðum, hvort sem það er fugl eða fiskur, að þá minnkar stofninn,“ segir Jón. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í klippunni ofar í fréttinni. Lax Hafrannsóknastofnun Reykjavík síðdegis Stangveiði Bylgjan Tengdar fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. 30. júlí 2025 12:11 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Laxveiði hefur verið dræm í flestum ám landsins í sumar, og kemur það ekki á óvart að mati Jóns Kristjánssonar. Hann stakk niður penna á vettvangi Flugufrétta um daginn þar sem hann taldi þrjár ástæður skýra lélega veiði. Hrygningarstofnar séu of stórir í flestum ám landsins, og það leiði til ofsetningar, seiðin vaxi hægar og dvelji lengur í ánni fyrir sjávargöngu með miklum afföllum sem leiði til minni laxagengdar. Laxagengd hafi verið á niðurleið til lengri tíma litið, eftir að netaveiðum var hætt og almennt dregið úr veiði. Þess má geta að í kvöldfréttum Sýnar í vikunni var fjallað um laxastofninn í Jöklu, þar sem tekist hefur að byggja upp einn stærsta laxastofn landsins, eftir að áin breyttist úr forugasta fljóti landsins í tæra bergvatnsá árið 2006 með Kárahnjúkastíflu. „Árangurinn hefur verið enginn“ Jón Kristjánsson segir að stefnan sem tekin var fyrir um 30 árum, að fara veiða minna af laxinum í von um að stofninn stækki, hafi borið engan árangur. Þvert á móti hafi áhrifin verið þveröfug. Jón var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær þar sem hann ræddi um dræma laxveiði undangenginna ára. „Þetta var reynt sem aðgerð í því að fá fleiri til að hrygna. Þetta byrjaði í Vatnsdalsá fyrir 20 árum eða svoleiðis. Þá þótti fínt að sleppa laxinum til að vernda stofninn. „Árangurinn hingað til hefur verið enginn. Það eru náttúrulega dæmi sem sýna það að þetta er gagnslaust,“ segir Jón. Hörð barátta um fæðu Jón segir að í dýraríkinu snúist baráttan um mat og pláss, og með því að veiða minna af laxinum verði minni matur á hvern lax eftir því sem þeir verða fleiri. „Þannig afföll eru mjög mikil á haustin, á sumargömlu laxaseiðunum sem klekjast á vorin. Þau ná ekki þeirri þyngd sem þau þurfa til að lifa veturinn af. Til dæmis í Leirvogsá, þá vaxa þau ekkert frá miðjum ágúst og fram í maí.“ Laxveiði hafi minnkað verulega frá árinu 1970. „Ef við tökum sögu laxveiðanna, þá voru veidd í Atlantshafinu 12 þúsund tonn árið 1970. Þetta hefur sigið jafnt og þétt og er komið niður í undir þúsund tonn. Þrátt fyrir allar aðgerðir, sem eru háðar til þess að reyna auka laxagegnd.“ „Hér kom Englendingur, hann keypti upp ár fyrir Norðaustan. Tilgangurinn hjá honum segir hann að sé að bjarga laxastofninum í Norður-Atlantshafi. Veiðin í ánum hans hefur minnkað stórkostlega, það er enginn sjáanlegur árangur.“ Stofninn minnki við minni veiðar Jón segir að eftir því sem seiðum fjölgi, sé vöxtur laxins hægari. Hann hafi sjálfur stundað rannsóknir sem sýndu fram á þetta í Leirovgsá. „Í Leirvogsá háttar þannig til að í henni er Tröllafoss, og lax kemst ekki þangað upp. En við höfum sleppt laxi þar fyrir ofan til að láta hann hrygna þar í ansi langan tíma. Til að fá kontról á þetta fórum við að telja þá, og setja tvo til fjóra laxa á kílómeter í árlengd.“ „Fyrir neðan eru kannski 20-30 á kílómeter, tíu sinnum fleiri. Meðan seiðin fyrir neðan í sama vatni í sömu á, ná einungis 4 sentimetrum að lengd á haustin, þá ná seiðin fyrir ofan fimm og hálfum, til sex sentímetrum, sem er fimm sinnum þyngra en litlu seiðin.“ „Þetta er barátta um æti og pláss, það er alls staðar svoleiðis í náttúrunni, alveg sama hvort það er fugl eða fiskur. Það er svolítið einkennilegt að alls staðar þar sem er dregið úr veiðum, hvort sem það er fugl eða fiskur, að þá minnkar stofninn,“ segir Jón. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í klippunni ofar í fréttinni.
Lax Hafrannsóknastofnun Reykjavík síðdegis Stangveiði Bylgjan Tengdar fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. 30. júlí 2025 12:11 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. 30. júlí 2025 12:11