Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2025 17:07 Björgvin Karl Gunnarsson var allt annað en sáttur við dómara leiksins. vísir/guðmundur Björgvin Karl Gunnarsson var ánægður með leik FHL þrátt fyrir 0-2 tap fyrir FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. FH skoraði fyrra mark sitt á 76. mínútu. FHL var án þriggja erlendra leikmanna og lagði þess vegna upp með að spila þétta vörn sem gekk nokkuð vel. „Við lögðum upp með að vera þéttar til baka og beita skyndisóknum. Það gekk ágætlega þótt ég hefði viljað sjá okkur klára það betur,“ sagði Björgvin Karl eftir leik. „FH er með gott lið, í öðru sæti í deildinni og hefur verið á frábæru ferðalagi síðustu 2-3 ár. Það er virkilega erfitt að spila á móti þeim. Mér fannst við gera það nokkuð vel þótt ég hefði viljað sjá okkur loka fyrr á skotið sem fór inn. „Annars er ég ánægður með frammistöðuna. Okkur vantaði sterka leikmenn og vorum með ungan markvörð að spila sinn fyrsta byrjunarliðleik sem stóð sig mjög vel. En auðvitað hefðum við þurft að geta skorað eitt mark til að reyna að ná úrslitum. Þetta gengur út á úrslitin og við höfum ekki náð þeim.“ Meiri vörn í fjarveru lykilmanna Í lið FHL vantaði Calliste Brookshire kantmann, Alexiu Czerwien varnarmann og Keelan Terrell markvörð. Calliste og Alexia tóku út leikbann en Keelan fékk þursabit. Þær ættu að verða klárar í næsta leik. „Þær skildu eftir sig stórt skarð og þess vegna breyttum við aðeins um taktík og vorum því enn þéttari. En mér fannst við gera það vel,“ sagði þjálfarinn. Það sem Björgvin Karl var ekki ánægður með var dómgæslan. FHL virtist eiga að fá víti í stöðunni 0-0 fyrir hendi en liðið slapp með skrekkinn í eigin teig fyrir brot, rétt áður en FH komst yfir. „Mér fannst settið sem kom að sunnan ekki standa sig nógu vel til að vera kallað Bestu deildar dómarar. Ég skil ekki af hverju þetta er ekki víti en dómarinn heldur að þetta hafi farið í andlitið á leikmanninum en ekki höndina. Við erum veifuð í burtu og því miður er þetta fótboltinn. Það var fullt af atvikum, fleiri þar sem mér fannst hallað á okkur og ég er mjög ósáttur við það.“ FHL tekur næst á móti Fram strax á þriðjudag. „Það er bara endurheimt þangað til. Þetta er heimaleikur þar sem við verðum með fullskipað lið og hlökkum til.“ Besta deild kvenna FHL FH Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
„Við lögðum upp með að vera þéttar til baka og beita skyndisóknum. Það gekk ágætlega þótt ég hefði viljað sjá okkur klára það betur,“ sagði Björgvin Karl eftir leik. „FH er með gott lið, í öðru sæti í deildinni og hefur verið á frábæru ferðalagi síðustu 2-3 ár. Það er virkilega erfitt að spila á móti þeim. Mér fannst við gera það nokkuð vel þótt ég hefði viljað sjá okkur loka fyrr á skotið sem fór inn. „Annars er ég ánægður með frammistöðuna. Okkur vantaði sterka leikmenn og vorum með ungan markvörð að spila sinn fyrsta byrjunarliðleik sem stóð sig mjög vel. En auðvitað hefðum við þurft að geta skorað eitt mark til að reyna að ná úrslitum. Þetta gengur út á úrslitin og við höfum ekki náð þeim.“ Meiri vörn í fjarveru lykilmanna Í lið FHL vantaði Calliste Brookshire kantmann, Alexiu Czerwien varnarmann og Keelan Terrell markvörð. Calliste og Alexia tóku út leikbann en Keelan fékk þursabit. Þær ættu að verða klárar í næsta leik. „Þær skildu eftir sig stórt skarð og þess vegna breyttum við aðeins um taktík og vorum því enn þéttari. En mér fannst við gera það vel,“ sagði þjálfarinn. Það sem Björgvin Karl var ekki ánægður með var dómgæslan. FHL virtist eiga að fá víti í stöðunni 0-0 fyrir hendi en liðið slapp með skrekkinn í eigin teig fyrir brot, rétt áður en FH komst yfir. „Mér fannst settið sem kom að sunnan ekki standa sig nógu vel til að vera kallað Bestu deildar dómarar. Ég skil ekki af hverju þetta er ekki víti en dómarinn heldur að þetta hafi farið í andlitið á leikmanninum en ekki höndina. Við erum veifuð í burtu og því miður er þetta fótboltinn. Það var fullt af atvikum, fleiri þar sem mér fannst hallað á okkur og ég er mjög ósáttur við það.“ FHL tekur næst á móti Fram strax á þriðjudag. „Það er bara endurheimt þangað til. Þetta er heimaleikur þar sem við verðum með fullskipað lið og hlökkum til.“
Besta deild kvenna FHL FH Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira