Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 11. ágúst 2025 08:02 Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Hér er um að ræða einn stærsta málaflokkinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast úr nánasta umhverfi, jafnvel einhver í fjölskyldunni, eða sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Fullorðinn aðili sem er beittur ofbeldi af sínum nánustu hefur stundum engan að leita til nema lögreglu. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að tilkynna einhvern sem maður er tengdur fjölskyldu- og tilfinningaböndum hvað þá að leggja fram formlega kæru gagnvart viðkomandi. Meðvirkni flækist fyrir Meðvirkni er algengt fyrirbæri í ofbeldisamböndum og sýnir sig í ýmsum birtingarmyndum. Kjarni meðvirkni er að hegðun og líðan annarra fer að hafa áhrif á hegðun og líðan manns sjálfs. Meðvirkni í ofbeldissamböndum snýst um að þóknast gerandanum, jafnvel að hylma yfir með honum. Hinn meðvirki finnst jafnvel ofbeldið vera sjálfum sér að kenna, hann upplifir skömm og telur stundum að hann eigi ofbeldið skilið. Meðvirkum einstaklingi finnst hann ekki eiga annan kost en að lifa við óbreyttar aðstæður og vill því ekki „rugga bátnum“. Meðvirkur einstaklingur vill helsta reyna að halda öllum góðum. Ekki má gleyma að elsta kynslóðin í samfélaginu er kynslóð sem var gjarnan alin upp við þau skilaboð að vera ekki að kvarta heldur harka frekar af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er einnig ekki óalgengt að því sé ekki trúað og að kvörtunin sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Ekki nóg að bara tala Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt í samfélaginu. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir stofnun embætti hagsmunafulltrúa aldraðra og hyggst félagsmálaráðherra ráða Hagsmunafulltrúa aldraðra til starfa á kjörtímabilinu. Hugmyndin með Hagsmunafulltrúa aldraðra er að hann sé málsvari aldraðra, leiðbeini þeim um rétt þeirra og hafi frumkvæðiseftirlit með persónulegum högum þeirra. Hagsmunafulltrúi aldraðra getur einmitt verið sá aðili sem eldri borgari sem býr við ofbeldisaðstæður getur leitað til. Því er rík ástæða til að láta loks verða af því að koma á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Lítum okkur nær Allar stofnanir sem annast eldra fólk eiga að hafa virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Hvetja þarf starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum að tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi gagnvart eldra fólki. Hvert og eitt okkar getum hugað að eldra fólki í okkar eigin nærumhverfi. Spyrnum fótum við þessari óheillaþróun með aðgerðum, aukinni fræðslu og forvörnum svo auka megi meðvitund sem flestra í samfélaginu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Hér er um að ræða einn stærsta málaflokkinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast úr nánasta umhverfi, jafnvel einhver í fjölskyldunni, eða sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Fullorðinn aðili sem er beittur ofbeldi af sínum nánustu hefur stundum engan að leita til nema lögreglu. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að tilkynna einhvern sem maður er tengdur fjölskyldu- og tilfinningaböndum hvað þá að leggja fram formlega kæru gagnvart viðkomandi. Meðvirkni flækist fyrir Meðvirkni er algengt fyrirbæri í ofbeldisamböndum og sýnir sig í ýmsum birtingarmyndum. Kjarni meðvirkni er að hegðun og líðan annarra fer að hafa áhrif á hegðun og líðan manns sjálfs. Meðvirkni í ofbeldissamböndum snýst um að þóknast gerandanum, jafnvel að hylma yfir með honum. Hinn meðvirki finnst jafnvel ofbeldið vera sjálfum sér að kenna, hann upplifir skömm og telur stundum að hann eigi ofbeldið skilið. Meðvirkum einstaklingi finnst hann ekki eiga annan kost en að lifa við óbreyttar aðstæður og vill því ekki „rugga bátnum“. Meðvirkur einstaklingur vill helsta reyna að halda öllum góðum. Ekki má gleyma að elsta kynslóðin í samfélaginu er kynslóð sem var gjarnan alin upp við þau skilaboð að vera ekki að kvarta heldur harka frekar af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er einnig ekki óalgengt að því sé ekki trúað og að kvörtunin sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Ekki nóg að bara tala Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt í samfélaginu. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir stofnun embætti hagsmunafulltrúa aldraðra og hyggst félagsmálaráðherra ráða Hagsmunafulltrúa aldraðra til starfa á kjörtímabilinu. Hugmyndin með Hagsmunafulltrúa aldraðra er að hann sé málsvari aldraðra, leiðbeini þeim um rétt þeirra og hafi frumkvæðiseftirlit með persónulegum högum þeirra. Hagsmunafulltrúi aldraðra getur einmitt verið sá aðili sem eldri borgari sem býr við ofbeldisaðstæður getur leitað til. Því er rík ástæða til að láta loks verða af því að koma á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Lítum okkur nær Allar stofnanir sem annast eldra fólk eiga að hafa virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Hvetja þarf starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum að tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi gagnvart eldra fólki. Hvert og eitt okkar getum hugað að eldra fólki í okkar eigin nærumhverfi. Spyrnum fótum við þessari óheillaþróun með aðgerðum, aukinni fræðslu og forvörnum svo auka megi meðvitund sem flestra í samfélaginu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar