Innlent

Hinn látni banda­rískur ferða­maður á sex­tugs­aldri

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Maðurinn lést á vettvangi.
Maðurinn lést á vettvangi. Bakkaflöt

Ferðamaðurinn sem lést eftir að hafa stokkið ofan í Vestari-Jökulsá í Skagafirði á föstudaginn var Bandaríkjamaður á sextugsaldri.

Maðurinn var í skipulagðri flúðasiglingarferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis á svæðinu og hluti af upplifuninni var að stökkva fram af kletti út í ána. Skömmu eftir að hafa lent í ánni fékk ferðamaðurinn fyrir hjartað og lést á vettvangi.

Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir voru gerð út á vettvang og einnig var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Tilraunir til endurlífgunar voru gerðar á vettvangi en þær báru ekki árangur.

Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra greinir frá aldri og þjóðerni hins látna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×