Enski boltinn

Donnar­umma skilinn eftir heima

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gianluigi Donnarumma hefur að því virðist spilað sinn síðasta leik fyrir PSG.
Gianluigi Donnarumma hefur að því virðist spilað sinn síðasta leik fyrir PSG. Vísir/Getty

Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma verður hvergi sjáanlegur þegar París Saint-Germian mætir Tottenham Hotspur í Ofurbikar Evrópu.

Undanfarnar vikur hefur hinn 26 ára gamli Donnarumma verið orðaður frá Evrópumeisturum PSG. Ítalski landsliðsmarkvörðurinn vill ekki skrifa undir nýjan samning í París og nú hefur liðið fest kaup á öðrum markverði. Sá heitir Lucas Chevalier og var samherji Hákon Arnars Haraldssonar hjá Lille á síðustu leiktíð.

Það virðist sem Luis Enrique telji að PSG geti spilað enn betur með einhvern annan milli stanganna en liðið vann þrennuna á síðustu leiktíð ásamt því að fara í úrslit á HM félagsliða sem fram fór í Bandaríkjunum.

Hinir ýmsu fjölmiðlar hafa nú greint frá því að Donnarumma sé ekki í leikmannahópi PSG sem mætir Tottenham í úrslitum Ofurbikars Evrópu á miðvikudaginn kemur.

Markvörðurinn hefur verið orðaður við Man United sem gætu fengið hann ódýrt þar sem aðeins tólf mánuðir eru þangað til samningur hans í París rennur út.

Leikur PSG og Tottenham á miðvikudag verður sýndur beint á Sýn Sport Viaplay. Útsending hefst klukkan 18.50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×