Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2025 18:19 Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. AP/John Minchillo Dómsskjöl frá leynilegum ákærudómstól sem leiddi til sakfellingar Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu og aðstoðarkonu auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffreys Epstein, verða ekki opinberuð. Dómari lýsti því yfir í dag og gagnrýndi hann starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna harðlega fyrir að gefa í skyn að skjölin innihéldu nýjar upplýsingar um glæpi Epsteins. Maxell var árið 2021 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal, með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Hún hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en var nýverið flutt í lágmarksöryggis fangabúðir í Texas. Það var skömmu eftir að hún var heimsótt af Todd Blanche, aðstoðardómsmálaráðherra. Sjá einnig: Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Ákærudómstóll er tiltekið fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Þessi vinna á sér yfirleitt stað fyrir luktum dyrum fyrir réttarhöld, ef ákært er í málinu. Paul A. Engelmayer, dómarinn, sagði í úrskurði sínum sem hann birti í dag að það væri alveg skýrt að skjölin myndu engu bæta við mál Epsteins sem ekki hefði þegar komið fram og að starfsmenn ráðuneytisins ættu að vita það. Hann sagði ekki hægt að opinbera skjöl frá ákærudómstól með þessum hætti, þar sem slíkt gæti komið niður á því hvernig ákærudómstólar virka, þar sem þeir sem bera þar vitni hafa ávallt geta treyst því að gera það leynilega. Engelmayer, sem farið hefur yfir skjölin, skrifaði í úrskurð sinn að allir sem vissu eitthvað um réttarhöldin gegn Maxwell og myndu skoða skjölin frá ákærudómstólnum myndu ekki finna neitt nýtt þar. Eingöngu vonbrigði. Hann sagði dómskjölin ekki bendla neinn annan en Epstein og Maxwell við barnaníð og að þau fjölluðu ekki með nokkrum hætti um einhverja viðskiptavini þeirra. Auk þess vörpuðu þau engu nýju ljósi á glæpi þeirra tveggja, né það hvernig Epstein dó. Þá skrifaði dómarinn að kröfu dómsmálaráðuneytisins um opinberun dómsskjalanna virtist ekki ætlað að auka gagnsæi varðandi málið. Þess í stað virtist sem að henni væri ætlað að beina athyglinni í aðra átt. Judge UNLOADS on Trump DOJ's gambit to unseal Maxwell grand jury records:"The one colorable argument under that doctrine for unsealing in this case, in fact, is that doing so would expose as disingenuous the Government’s public explanations for moving to unseal."It's "aimed… pic.twitter.com/nsbKYjKjD7— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) August 11, 2025 AP fréttaveitan ræddi við lögmann sem hefur unnið fyrir mörg af fórnarlömbum Epsteins. Hann sagðist ekki ósammála úrskurði Engelmayer en vísaði helst til þess að verja áðurnefnd fórnarlömb. Hann sagði rétt að dómsskjölin bættu litlu sem engu við þær upplýsingar sem liggja þegar fyrir. Myllusteinn um háls Trumps Umrædd dómskjöl eru tæpar 200 blaðsíður af vitnisburði fólks sem kallað var fyrir ákærudómstólinn. Úrskurðurinn snýr ekki að þeim þúsundum skjala í rannsóknargögnunum sem ríkisstjórn Bandaríkjanna situr á eftir rannsóknirnar gegn Epstein og Maxwell og hefur ekki verið birt. Það eru gögnin sem kallað er eftir því að verði birt. Annar dómari er með til skoðunar hvort opinbera eigi sambærileg gögn frá ákærudómstólnum sem leiddi til ákæranna gegn Epstein. Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Þetta er meðal ástæðna þess að mál Maxwell hefur flotið aftur upp á yfirborðið. Málið hefur á undanförnum vikum verið myllusteinn um háls Trumps, sem hefur brugðist reiður við spurningum um það. Epstein játaði á sig kynferðisbrot árið 2007 í umdeildu og leynilegu samkomulagi við yfirvöld. Mörgum spurningum er ósvarað um þetta samkomulag og hvað það fól í sér. Samkomulagið fól í sér að Epstein sat í fangelsi í þrettán mánuði fyrr að misnota á fjórða tug ungra stúlkna undir lögaldri í New York og Flórída frá árunum 2002 til 2005. Samkomulagið gerði honum kleift að komast hjá alríkisákærum og kom í veg fyrir að hægt væri að ákæra einhverja af samverkamönnum Epsteins. Saksóknarinn Alex Acosta gerði það samkomulag við Epstein en hann starfaði síðar sem ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Trumps. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Maxell var árið 2021 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal, með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Hún hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en var nýverið flutt í lágmarksöryggis fangabúðir í Texas. Það var skömmu eftir að hún var heimsótt af Todd Blanche, aðstoðardómsmálaráðherra. Sjá einnig: Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Ákærudómstóll er tiltekið fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Þessi vinna á sér yfirleitt stað fyrir luktum dyrum fyrir réttarhöld, ef ákært er í málinu. Paul A. Engelmayer, dómarinn, sagði í úrskurði sínum sem hann birti í dag að það væri alveg skýrt að skjölin myndu engu bæta við mál Epsteins sem ekki hefði þegar komið fram og að starfsmenn ráðuneytisins ættu að vita það. Hann sagði ekki hægt að opinbera skjöl frá ákærudómstól með þessum hætti, þar sem slíkt gæti komið niður á því hvernig ákærudómstólar virka, þar sem þeir sem bera þar vitni hafa ávallt geta treyst því að gera það leynilega. Engelmayer, sem farið hefur yfir skjölin, skrifaði í úrskurð sinn að allir sem vissu eitthvað um réttarhöldin gegn Maxwell og myndu skoða skjölin frá ákærudómstólnum myndu ekki finna neitt nýtt þar. Eingöngu vonbrigði. Hann sagði dómskjölin ekki bendla neinn annan en Epstein og Maxwell við barnaníð og að þau fjölluðu ekki með nokkrum hætti um einhverja viðskiptavini þeirra. Auk þess vörpuðu þau engu nýju ljósi á glæpi þeirra tveggja, né það hvernig Epstein dó. Þá skrifaði dómarinn að kröfu dómsmálaráðuneytisins um opinberun dómsskjalanna virtist ekki ætlað að auka gagnsæi varðandi málið. Þess í stað virtist sem að henni væri ætlað að beina athyglinni í aðra átt. Judge UNLOADS on Trump DOJ's gambit to unseal Maxwell grand jury records:"The one colorable argument under that doctrine for unsealing in this case, in fact, is that doing so would expose as disingenuous the Government’s public explanations for moving to unseal."It's "aimed… pic.twitter.com/nsbKYjKjD7— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) August 11, 2025 AP fréttaveitan ræddi við lögmann sem hefur unnið fyrir mörg af fórnarlömbum Epsteins. Hann sagðist ekki ósammála úrskurði Engelmayer en vísaði helst til þess að verja áðurnefnd fórnarlömb. Hann sagði rétt að dómsskjölin bættu litlu sem engu við þær upplýsingar sem liggja þegar fyrir. Myllusteinn um háls Trumps Umrædd dómskjöl eru tæpar 200 blaðsíður af vitnisburði fólks sem kallað var fyrir ákærudómstólinn. Úrskurðurinn snýr ekki að þeim þúsundum skjala í rannsóknargögnunum sem ríkisstjórn Bandaríkjanna situr á eftir rannsóknirnar gegn Epstein og Maxwell og hefur ekki verið birt. Það eru gögnin sem kallað er eftir því að verði birt. Annar dómari er með til skoðunar hvort opinbera eigi sambærileg gögn frá ákærudómstólnum sem leiddi til ákæranna gegn Epstein. Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Þetta er meðal ástæðna þess að mál Maxwell hefur flotið aftur upp á yfirborðið. Málið hefur á undanförnum vikum verið myllusteinn um háls Trumps, sem hefur brugðist reiður við spurningum um það. Epstein játaði á sig kynferðisbrot árið 2007 í umdeildu og leynilegu samkomulagi við yfirvöld. Mörgum spurningum er ósvarað um þetta samkomulag og hvað það fól í sér. Samkomulagið fól í sér að Epstein sat í fangelsi í þrettán mánuði fyrr að misnota á fjórða tug ungra stúlkna undir lögaldri í New York og Flórída frá árunum 2002 til 2005. Samkomulagið gerði honum kleift að komast hjá alríkisákærum og kom í veg fyrir að hægt væri að ákæra einhverja af samverkamönnum Epsteins. Saksóknarinn Alex Acosta gerði það samkomulag við Epstein en hann starfaði síðar sem ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Trumps.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira