Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 20:41 Þórunn Anna Árnadóttir er forstjóri Neytendastofu. Hún segir að Neytendastofan muni fylgja ákvörðun sinni um fimm bílastæðafyrirtæki fast eftir. Vísir/Arnar Ekki líður dagur án þess að Neytendastofu berist kvartanir vegna bílastæðamála, þrátt fyrir að hafa sektað nokkur fyrirtæki og birt ákvarðanir. Forstjórinn segir landslagið gjörbreytt frá því sem var og útlit sé fyrir að vandinn sé að aukast. Það var byrjun júní sem Neytendastofa birti ákvörðun og sektaði fimm bílastæðafyrirtæki fyrir að hafa meðal annars brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti og reglum um verðmerkingar. Þrátt fyrir þetta hefur Neytendastofu áfram borist kvartanir vegna bílastæðamála og líka vegna áðurnefndra fyrirtækja. Neytendastofa gerði kröfu um að fram kæmu nánari upplýsingar um greiðslu. Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, segir þá að hitt veigamikla athygli lúti að hinu fjárhagslega. „Hvað gerist ef ég borga ekki? leggst eitthvað gjald á? Og svo það sem þarf að koma fram er er þetta alveg sjálfvirkt eða þarf ég að gera eitthvað til þess að fá kröfu eða til þess að þetta komi upp?“ Umfang kvartana vegna bílastæðasekta eykst. „Við fáum mjög mikið af kvörtunum og það líður ekki sá dagur að ekki er hringt eða tölvupóstur sendur og ábendingar. Ég veit að Neytendasamtökin eru að fá mjög mikið, þetta virðist vera vandamál sem er bara að aukast og vonandi með þessu náum við að koma einhverjum böndum á þetta. Við vorum með þessi mál lengi í gangi hjá okkur, sem helgast af því að það eru engar sérreglur sem gilda um þessi stæði heldur þurfti að skoða merkingar á stæðunum og meta út frá almennum reglum um góða viðskiptahætti hvaða kröfur ættu að gera og hvernig væri best að hafa þetta.“ Ráðherra neytendamála birti stöðuuppfærslu í dag þar hún fjallaði um fjölskyldu sem þurfti að borga hátt í sex þúsund krónur í vangreiðslugjald vegna stæðis sem kostaði þúsund krónur því ekki var greitt innan sólarhrings. Ekki stóð á viðbrögðum við færslunni þar sem netverjar töluðu um fantaskap, stjórnlausa vitleysu og villta vestrið. Þórunn segir gjörbreytt landslag í bílastæðamálum en hægt er að leita til kærunefndar vöru og þjónustukaupa ef sátt næst ekki við bílastæðafyrirtækin. Þá segir Þórunn að fyrirtækin megi eiga von á frekari sektum komi það í ljós að þau hafi ekki farið eftir fyrirmælum. „Þeim hefur fjölgað mjög mikið stöðunum þar sem verið er að rukka í stæði og það hefur gerst síðustu ár og síðan þegar allt er orðið sjálfvirkara og það er ekki manneskja á staðnum og þess háttar sem hægt er að leita til þá koma upp vandamál.“ Neytendur Tengdar fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og ráðherra neytendamála, segist ítrekað hafa lent í því að fá rukkun inn á heimabanka frá bílastæðafyrirtækjum sem hún viti ekki hvernig sé tilkomin, líkt og fjölmargir landsmenn. Hanna greindi frá þessu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. 11. ágúst 2025 13:24 Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Fjölskylda í Grafarvogi fékk rukkun upp á tæplega sex þúsund krónur eftir að hafa lagt á bílastæði við Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ráðherra segir fjölskylduna ekki hafa áttað sig á því að gjaldskylda væri á bílastæðinu. 11. ágúst 2025 11:06 „Það er svo mikið rugl í gangi“ Neytendasamtökin biðla til stjórnvalda að koma skikki á bílastæðamál hér á landi sem séu í algjörum ólestri. Fólk er hvatt til að krefjast endurgreiðslu á ólögmætum gjöldum sem bílastæðafyrirtæki leggja á. 14. júní 2025 21:23 Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Það var byrjun júní sem Neytendastofa birti ákvörðun og sektaði fimm bílastæðafyrirtæki fyrir að hafa meðal annars brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti og reglum um verðmerkingar. Þrátt fyrir þetta hefur Neytendastofu áfram borist kvartanir vegna bílastæðamála og líka vegna áðurnefndra fyrirtækja. Neytendastofa gerði kröfu um að fram kæmu nánari upplýsingar um greiðslu. Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, segir þá að hitt veigamikla athygli lúti að hinu fjárhagslega. „Hvað gerist ef ég borga ekki? leggst eitthvað gjald á? Og svo það sem þarf að koma fram er er þetta alveg sjálfvirkt eða þarf ég að gera eitthvað til þess að fá kröfu eða til þess að þetta komi upp?“ Umfang kvartana vegna bílastæðasekta eykst. „Við fáum mjög mikið af kvörtunum og það líður ekki sá dagur að ekki er hringt eða tölvupóstur sendur og ábendingar. Ég veit að Neytendasamtökin eru að fá mjög mikið, þetta virðist vera vandamál sem er bara að aukast og vonandi með þessu náum við að koma einhverjum böndum á þetta. Við vorum með þessi mál lengi í gangi hjá okkur, sem helgast af því að það eru engar sérreglur sem gilda um þessi stæði heldur þurfti að skoða merkingar á stæðunum og meta út frá almennum reglum um góða viðskiptahætti hvaða kröfur ættu að gera og hvernig væri best að hafa þetta.“ Ráðherra neytendamála birti stöðuuppfærslu í dag þar hún fjallaði um fjölskyldu sem þurfti að borga hátt í sex þúsund krónur í vangreiðslugjald vegna stæðis sem kostaði þúsund krónur því ekki var greitt innan sólarhrings. Ekki stóð á viðbrögðum við færslunni þar sem netverjar töluðu um fantaskap, stjórnlausa vitleysu og villta vestrið. Þórunn segir gjörbreytt landslag í bílastæðamálum en hægt er að leita til kærunefndar vöru og þjónustukaupa ef sátt næst ekki við bílastæðafyrirtækin. Þá segir Þórunn að fyrirtækin megi eiga von á frekari sektum komi það í ljós að þau hafi ekki farið eftir fyrirmælum. „Þeim hefur fjölgað mjög mikið stöðunum þar sem verið er að rukka í stæði og það hefur gerst síðustu ár og síðan þegar allt er orðið sjálfvirkara og það er ekki manneskja á staðnum og þess háttar sem hægt er að leita til þá koma upp vandamál.“
Neytendur Tengdar fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og ráðherra neytendamála, segist ítrekað hafa lent í því að fá rukkun inn á heimabanka frá bílastæðafyrirtækjum sem hún viti ekki hvernig sé tilkomin, líkt og fjölmargir landsmenn. Hanna greindi frá þessu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. 11. ágúst 2025 13:24 Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Fjölskylda í Grafarvogi fékk rukkun upp á tæplega sex þúsund krónur eftir að hafa lagt á bílastæði við Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ráðherra segir fjölskylduna ekki hafa áttað sig á því að gjaldskylda væri á bílastæðinu. 11. ágúst 2025 11:06 „Það er svo mikið rugl í gangi“ Neytendasamtökin biðla til stjórnvalda að koma skikki á bílastæðamál hér á landi sem séu í algjörum ólestri. Fólk er hvatt til að krefjast endurgreiðslu á ólögmætum gjöldum sem bílastæðafyrirtæki leggja á. 14. júní 2025 21:23 Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og ráðherra neytendamála, segist ítrekað hafa lent í því að fá rukkun inn á heimabanka frá bílastæðafyrirtækjum sem hún viti ekki hvernig sé tilkomin, líkt og fjölmargir landsmenn. Hanna greindi frá þessu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. 11. ágúst 2025 13:24
Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Fjölskylda í Grafarvogi fékk rukkun upp á tæplega sex þúsund krónur eftir að hafa lagt á bílastæði við Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ráðherra segir fjölskylduna ekki hafa áttað sig á því að gjaldskylda væri á bílastæðinu. 11. ágúst 2025 11:06
„Það er svo mikið rugl í gangi“ Neytendasamtökin biðla til stjórnvalda að koma skikki á bílastæðamál hér á landi sem séu í algjörum ólestri. Fólk er hvatt til að krefjast endurgreiðslu á ólögmætum gjöldum sem bílastæðafyrirtæki leggja á. 14. júní 2025 21:23