Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 13:38 Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir og Ólafur Ernir Ólafsson, eiginmaður hennar. Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir, fyrrverandi hótelstjóri og brautryðjandi í uppbyggingu ferðaþjónustu, lést á Landspítalanum í gær, 75 ára að aldri. Áslaug Sigríður fæddist í Reykjavík 30. mars 1950. Foreldrar hennar voru Kristjana Milla Thorsteinsson, húsmóðir og viðskiptafræðingur, og Alfreð Elíasson, forstjóri og stofnandi Loftleiða og síðar Flugleiða. Auk Áslaugar áttu hjónin sex börn. Áslaug ólst upp í Hlíðunum, gekk í Ísaksskóla, Landakotsskóla, Hlíðaskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970, BA-próf í hótel- og veitingastjórnum frá Strathclyde-háskóla í Glasgow árið 1974 og síðar próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún sinnti ýmsum störfum hjá Loftleiðum og síðar á hótelum sem þá voru byggð, til að mynda Hótel Loftleiðum og Hótel Esju og á sumarhótelum Eddu á Skógum og Laugavatni. Hún tók við sem hótelstjóri Hótel Heklu, sem fékk síðar nafnið Lind, með eiginmanni sínum Ólafi Erni Ólafssyni, framreiðslumeistara og fyrrverandi hótelstjóra. Áslaug stofnsetti Upplýsingamiðstöð ferðamála fyrir Ferðamálaráð og Reykjavíkurborg árið 1987 og var fyrsti forstöðumaður hennar. Stofan var sú fyrsta sinnar tegundar í landinu á þeim tíma og var brautryðjandi í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna. Áslaug og Ólafur áttu saman þrjú börn, Geir Odd, Gylfa og Kristínu og eru barnabörn hjónanna alls sjö. Árið 1989 fluttu hjónin með börnin þrjú til Ísafjarðar þar sem þau tóku við rekstri Hótels Ísafjarðar. Þar bjuggu þau næstu 25 árin og tóku að sér einnig rekstur Hótels Horns, sumarhótelsins í menntaskólanum og gistiheimilis í tveimur húsum. Einnig voru hjónin brautryðjendur í uppbyggingu á fjölbreyttri ferðaþjónustu og afþreyingu á svæðinu, til að mynda leiddu þau stofnun ferðaskrifstofunnar Vesturferða árið 1993. Áslaug var einnig mjög virk og eftirsótt í félagsstörf sem tengdust ferðaþjónustu og atvinnulífi almennt. Þannig var hún formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða um árabil, og sat í stjórnum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélags Vestfirðinga, Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Hún sat einnig í stjórn Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda og var tvisvar formaður í norrænu samtökunum Nordisk Hotel og Restaurant Forbundt. Áslaug var stofnfélagi og í fyrstu stjórn SAF, heildarsamtaka í ferðaþjónustu á Íslandi, í fyrstu stjórn Rannsóknaseturs ferðaþjónustunnar og um árabil í stjórn VestNorden ferðakaupstefnunnar. Áslaug var sæmd gullmerki SVG fyrir störf sín og riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2007 fyrir störf að ferðaþjónustu landsbyggðar. Andlát Ísafjarðarbær Ferðaþjónusta Hótel á Íslandi Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Áslaug Sigríður fæddist í Reykjavík 30. mars 1950. Foreldrar hennar voru Kristjana Milla Thorsteinsson, húsmóðir og viðskiptafræðingur, og Alfreð Elíasson, forstjóri og stofnandi Loftleiða og síðar Flugleiða. Auk Áslaugar áttu hjónin sex börn. Áslaug ólst upp í Hlíðunum, gekk í Ísaksskóla, Landakotsskóla, Hlíðaskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970, BA-próf í hótel- og veitingastjórnum frá Strathclyde-háskóla í Glasgow árið 1974 og síðar próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún sinnti ýmsum störfum hjá Loftleiðum og síðar á hótelum sem þá voru byggð, til að mynda Hótel Loftleiðum og Hótel Esju og á sumarhótelum Eddu á Skógum og Laugavatni. Hún tók við sem hótelstjóri Hótel Heklu, sem fékk síðar nafnið Lind, með eiginmanni sínum Ólafi Erni Ólafssyni, framreiðslumeistara og fyrrverandi hótelstjóra. Áslaug stofnsetti Upplýsingamiðstöð ferðamála fyrir Ferðamálaráð og Reykjavíkurborg árið 1987 og var fyrsti forstöðumaður hennar. Stofan var sú fyrsta sinnar tegundar í landinu á þeim tíma og var brautryðjandi í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna. Áslaug og Ólafur áttu saman þrjú börn, Geir Odd, Gylfa og Kristínu og eru barnabörn hjónanna alls sjö. Árið 1989 fluttu hjónin með börnin þrjú til Ísafjarðar þar sem þau tóku við rekstri Hótels Ísafjarðar. Þar bjuggu þau næstu 25 árin og tóku að sér einnig rekstur Hótels Horns, sumarhótelsins í menntaskólanum og gistiheimilis í tveimur húsum. Einnig voru hjónin brautryðjendur í uppbyggingu á fjölbreyttri ferðaþjónustu og afþreyingu á svæðinu, til að mynda leiddu þau stofnun ferðaskrifstofunnar Vesturferða árið 1993. Áslaug var einnig mjög virk og eftirsótt í félagsstörf sem tengdust ferðaþjónustu og atvinnulífi almennt. Þannig var hún formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða um árabil, og sat í stjórnum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélags Vestfirðinga, Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Hún sat einnig í stjórn Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda og var tvisvar formaður í norrænu samtökunum Nordisk Hotel og Restaurant Forbundt. Áslaug var stofnfélagi og í fyrstu stjórn SAF, heildarsamtaka í ferðaþjónustu á Íslandi, í fyrstu stjórn Rannsóknaseturs ferðaþjónustunnar og um árabil í stjórn VestNorden ferðakaupstefnunnar. Áslaug var sæmd gullmerki SVG fyrir störf sín og riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2007 fyrir störf að ferðaþjónustu landsbyggðar.
Andlát Ísafjarðarbær Ferðaþjónusta Hótel á Íslandi Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira