Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2025 15:18 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Anton Brink Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar og staðfest um leið „A“ lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að jákvæðar horfur endurspegli sterkari stöðu opinberra fjármála. „Gert er ráð fyrir að skuldir hins opinbera lækki verulega á árinu 2025 eftir vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og sölu á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka. Áfram fjölgar stoðum í atvinnulífinu, með áherslu á verðmætar atvinnugreinar, svo sem lyfjaiðnað, upplýsinga- og samskiptatækni og líftækni. Gnægð endurnýjanlegrar orku og samkeppnishæft orkuverð hafa laðað að sér fjárfestingar í orkufrekum gagnaverum. Þá eru miklir möguleikar í lagareldi þar sem Ísland hefur samkeppnisforskot á heimsvísu,“ segir í tilkynningunni. Þá er bent á hvað gæti leitt til hærri lánshæfiseinkunnar. „Aukin trú á verulegri og viðvarandi lækkun skuldahlutfalls ríkissjóðs, áframhaldandi kröftugur vöxtur og vísbendingar um frekari fjölbreytni í efnahagslífinu sem dregur úr áhættu Íslands gagnvart ytri áföllum, gæti leitt til hærri lánshæfiseinkunnar.“ En það getur brugðið til beggja vona eins og fram kemur í tilkynningunni. „Veruleg hækkun skuldahlutfallsins, til dæmis vegna langvarandi slökunar í ríkisfjármálum eða alvarlegs efnahagsáfalls, sem gæti til að mynda komið til vegna verulegs samdráttar í heimshagkerfinu, gæti leitt til lægri lánshæfiseinkunnar.“ Fitch ratings er eitt af þremur stóru matsfyrirtækjunum en hin tvö eru Standard & Poor’s og Moody’s. Hæsta mögulega lánshæfi er AAA en sú lægsta er D, algjört greiðslufall. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Lánshæfismat ríkissjóðs óbreytt Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er óbreytt í A og horfur stöðugar. Þetta er mat lánshæsfismatsfyrirtækisins Fitch Ratings. 2. mars 2024 09:35 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að jákvæðar horfur endurspegli sterkari stöðu opinberra fjármála. „Gert er ráð fyrir að skuldir hins opinbera lækki verulega á árinu 2025 eftir vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og sölu á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka. Áfram fjölgar stoðum í atvinnulífinu, með áherslu á verðmætar atvinnugreinar, svo sem lyfjaiðnað, upplýsinga- og samskiptatækni og líftækni. Gnægð endurnýjanlegrar orku og samkeppnishæft orkuverð hafa laðað að sér fjárfestingar í orkufrekum gagnaverum. Þá eru miklir möguleikar í lagareldi þar sem Ísland hefur samkeppnisforskot á heimsvísu,“ segir í tilkynningunni. Þá er bent á hvað gæti leitt til hærri lánshæfiseinkunnar. „Aukin trú á verulegri og viðvarandi lækkun skuldahlutfalls ríkissjóðs, áframhaldandi kröftugur vöxtur og vísbendingar um frekari fjölbreytni í efnahagslífinu sem dregur úr áhættu Íslands gagnvart ytri áföllum, gæti leitt til hærri lánshæfiseinkunnar.“ En það getur brugðið til beggja vona eins og fram kemur í tilkynningunni. „Veruleg hækkun skuldahlutfallsins, til dæmis vegna langvarandi slökunar í ríkisfjármálum eða alvarlegs efnahagsáfalls, sem gæti til að mynda komið til vegna verulegs samdráttar í heimshagkerfinu, gæti leitt til lægri lánshæfiseinkunnar.“ Fitch ratings er eitt af þremur stóru matsfyrirtækjunum en hin tvö eru Standard & Poor’s og Moody’s. Hæsta mögulega lánshæfi er AAA en sú lægsta er D, algjört greiðslufall.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Lánshæfismat ríkissjóðs óbreytt Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er óbreytt í A og horfur stöðugar. Þetta er mat lánshæsfismatsfyrirtækisins Fitch Ratings. 2. mars 2024 09:35 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Sjá meira
Lánshæfismat ríkissjóðs óbreytt Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er óbreytt í A og horfur stöðugar. Þetta er mat lánshæsfismatsfyrirtækisins Fitch Ratings. 2. mars 2024 09:35