Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 13:02 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa neinar forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar til POTS-sjúklinga. Hún hafi þó skilning á því að það geti reynst fólki erfitt að hætta í meðferð sem það trúir á. POTS-heilkennið svokallaða er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og eru einkenni þess margvísleg. Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum en Sjúkratryggingar hyggjast hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar í lok september. Sjá einnig: Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Vökvagjöfin er úrræði sem Samtök um POTS á Íslandi meðal annarra segja að skipti sköpum fyrir þau sem glíma við heilkennið. Ákvörðun um að hætta að greiða niður þjónustuna byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðunin hafi verið tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og að almennt sé engin réttlæting til staðar fyrir umræddri meðferð við POTS. Samtök um POTS á Íslandi hafa gagnrýnt áformin og segja að þrátt fyrir skort á rannsóknum hafi meðferðin skilað árangri og skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Alma Möller heilbrigðisráðherra kveðst ekki hafa ástæðu til annars en að treysta ákvörðun Sjúkratrygginga. „Ég hef engar forsendur til að rengja niðurstöður sem að bæði Sjúkratryggingar og Landlæknir hafa komist að eftir mjög nána yfirlegu. Þannig það er jú Landlæknir sem að veitir ráðgjöf í þessu tilfelli Sjúkratryggingum og ég hef skoðað málin og efast ekki um þá niðurstöðu. En vissulega get ég haft skilning á því að það sé erfitt að hætta í meðferð sem þú trúir á,“ segir Alma. Áfram niðurgreitt í undantekningartilfellum Fréttastofa hefur leitað svara frá Sjúkratryggingum Íslands, Embætti landlæknis og frá heilbrigðisráðuneytinu um það hvort vökvagjöf muni áfram standa POTS-greindum til boða niðurgreidd á öðrum heilbrigðisstofnunum, en umrædd ákvörðun nær til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna. Þegar þetta er skrifað höfðu ekki fengist skýr svör við því hvort eða að hvaða marki umrædd meðferð kunni að standa til boða hjá heilbrigðisstofnunum hins opinbera, heilsugæslum eða sjúkrahúsum. Í bréfi Sjúkratrygginga til Samtaka um POTS á Íslandi um ákvörðunina er aðeins vísað til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna, en fyrir liggur að það er á þeim vettvangi sem langflestar vökvagjafir hafa farið fram undanfarin ár. Í bréfinu kemur þó fram að veittar verði undanþágur í ákveðnum tilfellum. Annars vegar ef um er að ræða lyfjameðferðarbrest og erfið bráð einkenni þar sem ráðlög meðferð hafi ekki skilað tilætluðum árangri, og hins vegar í tengslum við skurðaðgerðir. Í báðum undantekningartilfellum sem tilgreind eru í bréfinu er ekki gert ráð fyrir fleiri en fjórum meðferðum á hverju tólf mánaða tímabili. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
POTS-heilkennið svokallaða er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og eru einkenni þess margvísleg. Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum en Sjúkratryggingar hyggjast hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar í lok september. Sjá einnig: Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Vökvagjöfin er úrræði sem Samtök um POTS á Íslandi meðal annarra segja að skipti sköpum fyrir þau sem glíma við heilkennið. Ákvörðun um að hætta að greiða niður þjónustuna byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðunin hafi verið tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og að almennt sé engin réttlæting til staðar fyrir umræddri meðferð við POTS. Samtök um POTS á Íslandi hafa gagnrýnt áformin og segja að þrátt fyrir skort á rannsóknum hafi meðferðin skilað árangri og skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Alma Möller heilbrigðisráðherra kveðst ekki hafa ástæðu til annars en að treysta ákvörðun Sjúkratrygginga. „Ég hef engar forsendur til að rengja niðurstöður sem að bæði Sjúkratryggingar og Landlæknir hafa komist að eftir mjög nána yfirlegu. Þannig það er jú Landlæknir sem að veitir ráðgjöf í þessu tilfelli Sjúkratryggingum og ég hef skoðað málin og efast ekki um þá niðurstöðu. En vissulega get ég haft skilning á því að það sé erfitt að hætta í meðferð sem þú trúir á,“ segir Alma. Áfram niðurgreitt í undantekningartilfellum Fréttastofa hefur leitað svara frá Sjúkratryggingum Íslands, Embætti landlæknis og frá heilbrigðisráðuneytinu um það hvort vökvagjöf muni áfram standa POTS-greindum til boða niðurgreidd á öðrum heilbrigðisstofnunum, en umrædd ákvörðun nær til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna. Þegar þetta er skrifað höfðu ekki fengist skýr svör við því hvort eða að hvaða marki umrædd meðferð kunni að standa til boða hjá heilbrigðisstofnunum hins opinbera, heilsugæslum eða sjúkrahúsum. Í bréfi Sjúkratrygginga til Samtaka um POTS á Íslandi um ákvörðunina er aðeins vísað til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna, en fyrir liggur að það er á þeim vettvangi sem langflestar vökvagjafir hafa farið fram undanfarin ár. Í bréfinu kemur þó fram að veittar verði undanþágur í ákveðnum tilfellum. Annars vegar ef um er að ræða lyfjameðferðarbrest og erfið bráð einkenni þar sem ráðlög meðferð hafi ekki skilað tilætluðum árangri, og hins vegar í tengslum við skurðaðgerðir. Í báðum undantekningartilfellum sem tilgreind eru í bréfinu er ekki gert ráð fyrir fleiri en fjórum meðferðum á hverju tólf mánaða tímabili.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira