Innlent

Til­kynnt um bíl fullan af bensínbrúsum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Tilkynningin barst úr Hafnarfirði. 
Tilkynningin barst úr Hafnarfirði.  Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum í Hafnarfirði í dag. 

Greint var frá því í dagbók lögreglunnar að tilkynnt hefði borist úr póstnúmeri 220. Fleira kom ekki fram um málið. 

Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.

Síendurtekinn díselþjófnaður hefur verið til umfjöllunar að undanförnu. Flutningafyrirtækið Fraktlausnir hefur ítrekað orðið fyrir barðinu á díselþjófum sem hafa stolið dísel úr bílum fyrirtækisins á næturnar.

Sóknarprestur í Seljakirkju hefur jafnframt kvartað undan bílum sem skildir eru eftir á bílastæði við kirkjuna og eru gjarnan fullir af díselbrúsum. 

Lögregla hefur nokkrum sinnum undanfarnar tvær vikur greint frá olíuþjófnaði á höfuðborgarsvæðinu. Síðast á fimmtudaginn var eigandi bíls sem fannst fullur af bensínbrúsum handtekinn. 

Ekki liggur fyrir hvort tilkynning dagsins tengist fyrri málum eða hvort lögregla hafi haft upp á viðkomandi. Ekki náðist í lögreglu á lögreglustöð 2, sem sinnir verkefnum í Hafnarfirði og Garðabæ, við gerð fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×