„Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ Aron Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2025 09:30 Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið keypt til þýska úrvalsdeildarfélagsins Freiburg frá Bröndby í Danmörku. Mynd: Freiburg Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Ingibjörg Sigurðardóttir er mætt aftur í þýsku úrvalsdeildina en nú í verkefni af öðrum toga en hún tókst á við áður. Eftir vonbrigði á EM með Íslandi vill Ingibjörg taka ábyrgð og skref út fyrir þægindarammann. Freiburg kaupir Ingibjörgu frá danska félaginu Bröndby þar sem að hún hafði, rétt eins og í íslenska landsliðinu verið fastamaður í byrjunarliði og staðið sig vel. Fengið traustið og það gerir skiptin erfið að einhverju leiti. „Það verður mikill söknuður og var erfitt þegar að maður fékk skilaboð á miðvikudeginum síðastliðnum að þetta væri komið í gegn,“ segir Ingibjörg í samtali við íþróttadeild. „Að liðin hefðu náð samkomulagi um kaupverð og síðan er ég farin þremur dögum seinna. Þetta gerðist líka tveimur dögum fyrir fyrsta leik í deild og var ákveðið sjokk fyrir mig og liðið.“ „Þetta gerðist mjög fljótt. Ég held að það séu tíu dagar síðan að ég heyrði frá þeim fyrst. Það kom alveg einhver áhugi eftir EM og það var markmiðið að taka ár með Bröndby og reyna síðan að komast í stærri klúbb. Þetta var mjög fljótt að gerast en aftur á móti bara mjög skemmtilegt þegar að maður fær svona tækifæri. Þetta var langmest spennandi kosturinn. Það var alveg eitthvað búið að koma upp sem ég sagði bara strax nei við, var ekki alveg til í það en þetta var fyrsta alvöru tilboðið sem ég fékk, klúbbur sem mér leist mjög vel á.“ Veit að hún á mikið inni í þýska boltanum Með þessu snýr Ingibjörg aftur í þýska boltann en fer nú í lið sem berst í efri hluta deildarinnar en áður var hún á mála hjá Duisburg í sömu deild en þá í harðri fallbaráttu. „Þetta var allt annað verkefni sem ég fór í þá. Það var góð reynsla fyrir mig og ég sé ekki eftir því að hafa farið þangað á þeim tímapunkti. En ég vona að þetta verði aðeins öðruvísi núna og ég fann alveg á þeim tíma að ég á góða möguleika í deildinni. Ég var að matcha vel við leikmennina og vissi að ég átti alveg mikið inni. Ég bara vona að þetta gangi vel núna og hef trú á liðinu og hópnum í kringum þetta.“ Ingibjörg Sigurðardóttir með fyrirliðabandið í leik með íslenska landsliðinu.Vísir / Anton Brink Kemur inn í hlutverk sem hún þekkir vel En hvað er það sem heillar við verkefnið með Freiburg? „Ótrúlega margt. Þær stóðu sig vel í fyrra, það er mikil uppbygging og margir ungir leikmenn sem eru hérna í bland við reynslumeiri leikmenn. Ég er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í. Ég get miðlað áfram reynslunni minni og hjálpað þeim yngri. Það var mjög heillandi fyrir mig og síðan er aðstaðan bara rosalega flott í kringum liðið, þjálfarateymi sem er hundrað prósent í því að hjálpa liðinu og mikill metnaður ríkjandi. Það heillaði mikið. Með þessu skrefi vill Ingibjörg stærri áskorun og taka ábyrgð, meðal annars á slæmu gengi Íslands á EM fyrr í sumar. „EM fór eins og það fór núna en það er fylgir því líka ákveðið spark í rassinn að lið eru svolítið að taka fram úr okkur og þá þýðir það líka að við leikmenn þurfum að taka ábyrgð, taka þetta skref og fara út fyrir þægindarammann. Það var líka alveg hugsun á bak við það að fara í stærri deild, takast á við stærri áskorun. Með því verð ég enn betri leikmaður og get hjálpað landsliðinu og í leiðinni hjálpað mínum ferli og náð því besta út úr mér.“ Þýski boltinn Íslendingar erlendis Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Freiburg kaupir Ingibjörgu frá danska félaginu Bröndby þar sem að hún hafði, rétt eins og í íslenska landsliðinu verið fastamaður í byrjunarliði og staðið sig vel. Fengið traustið og það gerir skiptin erfið að einhverju leiti. „Það verður mikill söknuður og var erfitt þegar að maður fékk skilaboð á miðvikudeginum síðastliðnum að þetta væri komið í gegn,“ segir Ingibjörg í samtali við íþróttadeild. „Að liðin hefðu náð samkomulagi um kaupverð og síðan er ég farin þremur dögum seinna. Þetta gerðist líka tveimur dögum fyrir fyrsta leik í deild og var ákveðið sjokk fyrir mig og liðið.“ „Þetta gerðist mjög fljótt. Ég held að það séu tíu dagar síðan að ég heyrði frá þeim fyrst. Það kom alveg einhver áhugi eftir EM og það var markmiðið að taka ár með Bröndby og reyna síðan að komast í stærri klúbb. Þetta var mjög fljótt að gerast en aftur á móti bara mjög skemmtilegt þegar að maður fær svona tækifæri. Þetta var langmest spennandi kosturinn. Það var alveg eitthvað búið að koma upp sem ég sagði bara strax nei við, var ekki alveg til í það en þetta var fyrsta alvöru tilboðið sem ég fékk, klúbbur sem mér leist mjög vel á.“ Veit að hún á mikið inni í þýska boltanum Með þessu snýr Ingibjörg aftur í þýska boltann en fer nú í lið sem berst í efri hluta deildarinnar en áður var hún á mála hjá Duisburg í sömu deild en þá í harðri fallbaráttu. „Þetta var allt annað verkefni sem ég fór í þá. Það var góð reynsla fyrir mig og ég sé ekki eftir því að hafa farið þangað á þeim tímapunkti. En ég vona að þetta verði aðeins öðruvísi núna og ég fann alveg á þeim tíma að ég á góða möguleika í deildinni. Ég var að matcha vel við leikmennina og vissi að ég átti alveg mikið inni. Ég bara vona að þetta gangi vel núna og hef trú á liðinu og hópnum í kringum þetta.“ Ingibjörg Sigurðardóttir með fyrirliðabandið í leik með íslenska landsliðinu.Vísir / Anton Brink Kemur inn í hlutverk sem hún þekkir vel En hvað er það sem heillar við verkefnið með Freiburg? „Ótrúlega margt. Þær stóðu sig vel í fyrra, það er mikil uppbygging og margir ungir leikmenn sem eru hérna í bland við reynslumeiri leikmenn. Ég er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í. Ég get miðlað áfram reynslunni minni og hjálpað þeim yngri. Það var mjög heillandi fyrir mig og síðan er aðstaðan bara rosalega flott í kringum liðið, þjálfarateymi sem er hundrað prósent í því að hjálpa liðinu og mikill metnaður ríkjandi. Það heillaði mikið. Með þessu skrefi vill Ingibjörg stærri áskorun og taka ábyrgð, meðal annars á slæmu gengi Íslands á EM fyrr í sumar. „EM fór eins og það fór núna en það er fylgir því líka ákveðið spark í rassinn að lið eru svolítið að taka fram úr okkur og þá þýðir það líka að við leikmenn þurfum að taka ábyrgð, taka þetta skref og fara út fyrir þægindarammann. Það var líka alveg hugsun á bak við það að fara í stærri deild, takast á við stærri áskorun. Með því verð ég enn betri leikmaður og get hjálpað landsliðinu og í leiðinni hjálpað mínum ferli og náð því besta út úr mér.“
Þýski boltinn Íslendingar erlendis Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira