Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2025 13:30 Regnbogafáni var skorinn niður við Grensáskirkju liðna helgi. Regnbogafáni var skorinn niður við Grensáskirkju í Reykjavík um helgina. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Prestar í Fossvogsprestakalli vilja bjóða þeim sem eru ósammála því að kirkjan flaggi fánanum til samtals. Hinsegin dagar voru haldnir hátíðlegir í liðinni viku og náðu hápunkti á laugardaginn þegar Gleðigangan var gengin. Regnbogafána var flaggað víða meðal annars við Grensáskirkju. Ekki virðast allir hafa verið sáttir við það. Laufey Brá Jónsdóttir, Sigríður Kristín Helgadóttir og Þorvaldur Víðisson eru prestar í Fossvogsprestakalli sem Grensáskirkja tilheyrir. Þau segja það að flagga regnbogafána við kirkjur landsins eina af óteljandi leiðum við boðun fagnaðarerindisins sem kirkjan hafi farið til að taka sýnilegan þátt í mannréttindabaráttu. „Í fréttum heyrum við um að bakslag hafi orðið í þeirri baráttu,“ segja prestarnir í aðsendri grein á Vísi. Prestarnir þrír bjóða þeim sem eru ósáttir við regnbogafánann við kirkjur á sinn fund til skrafs og ráðagerða. „Ekki héldum við að bakslagið myndi birtast í því að regnbogafáninn yrði skorinn niður úr fánastönginni við Grensáskirkju í Reykjavík núna um helgina. Það kom okkur verulega á óvart. Slíkt er vitanlega skemmdarverk, en vissulega einnig tjáning einhvers sem ekki er sammála því að kirkjan flaggi regnbogafánanum.“ Regnbogafánar hafa verið skornir niður víða undanfarin ár hvort sem er við bensínstöðvar, kirkjur eða söfn, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. „Er það ekki hálfgert örþrifaráð einhvers sem finnst ekki á sig hlustað að viðkomandi sker niður fallegan regnbogafána við kirkjuna í hverfinu sínu? Þarf kirkjan kannski að veita fólki víðari vettvang til að tjá sig, stærri faðm og fleiri eyru til að hlusta?“ spyrja prestarnir. Þau vilji bjóða öll velkomin sem vilji tjá sig um mannréttindi og þátttöku kirkjunnar í slíkri réttindabaráttu. „Verið þið hjartanlega velkomin til samtals við okkur. Við viljum gjarnan heyra hvað þið hafið að segja.“ Þorvaldur segir í samtali við Vísi að málið hafi verið kært til lögreglu. Þau hafa engan grunaðan um verknaðinn og rekur ekki minni til þess að nokkuð slíkt hafi gerst við kirkjuna áður. Hinsegin Þjóðkirkjan Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Hinsegin dagar voru haldnir hátíðlegir í liðinni viku og náðu hápunkti á laugardaginn þegar Gleðigangan var gengin. Regnbogafána var flaggað víða meðal annars við Grensáskirkju. Ekki virðast allir hafa verið sáttir við það. Laufey Brá Jónsdóttir, Sigríður Kristín Helgadóttir og Þorvaldur Víðisson eru prestar í Fossvogsprestakalli sem Grensáskirkja tilheyrir. Þau segja það að flagga regnbogafána við kirkjur landsins eina af óteljandi leiðum við boðun fagnaðarerindisins sem kirkjan hafi farið til að taka sýnilegan þátt í mannréttindabaráttu. „Í fréttum heyrum við um að bakslag hafi orðið í þeirri baráttu,“ segja prestarnir í aðsendri grein á Vísi. Prestarnir þrír bjóða þeim sem eru ósáttir við regnbogafánann við kirkjur á sinn fund til skrafs og ráðagerða. „Ekki héldum við að bakslagið myndi birtast í því að regnbogafáninn yrði skorinn niður úr fánastönginni við Grensáskirkju í Reykjavík núna um helgina. Það kom okkur verulega á óvart. Slíkt er vitanlega skemmdarverk, en vissulega einnig tjáning einhvers sem ekki er sammála því að kirkjan flaggi regnbogafánanum.“ Regnbogafánar hafa verið skornir niður víða undanfarin ár hvort sem er við bensínstöðvar, kirkjur eða söfn, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. „Er það ekki hálfgert örþrifaráð einhvers sem finnst ekki á sig hlustað að viðkomandi sker niður fallegan regnbogafána við kirkjuna í hverfinu sínu? Þarf kirkjan kannski að veita fólki víðari vettvang til að tjá sig, stærri faðm og fleiri eyru til að hlusta?“ spyrja prestarnir. Þau vilji bjóða öll velkomin sem vilji tjá sig um mannréttindi og þátttöku kirkjunnar í slíkri réttindabaráttu. „Verið þið hjartanlega velkomin til samtals við okkur. Við viljum gjarnan heyra hvað þið hafið að segja.“ Þorvaldur segir í samtali við Vísi að málið hafi verið kært til lögreglu. Þau hafa engan grunaðan um verknaðinn og rekur ekki minni til þess að nokkuð slíkt hafi gerst við kirkjuna áður.
Hinsegin Þjóðkirkjan Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?