Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Agnar Már Másson skrifar 14. ágúst 2025 11:50 Taxý hönter, fyrrverandi leigubílstjóri sem hefur sinnt eigin eftirliti með leigubílstjórum landsins, uppnefnir Saint Paul Edeh „Dýrlinginn“. Samsett mynd Leigubílstjórinn Saint Paul Edeh hnakkreifst við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningurinn kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig en hann virðist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga, en Edeh hafnar því. Friðrik Einarsson, betur þekktur sem Taxý Hönter, birti myndskeið á Facebook síðu sinni í morgun þar sem sést í snörp orðaskipti milli Saint Paul Edeh, nígerísks leigubílstjóra sem ekur einn undir formerkjum Amen Taxi, og tveggja mexíkanskra kvenna sem Edeh mun hafa ekið í Bláa lónið í gær. Ekki hefur náðst í Friðrik í dag en í færslunni skrifar hann að Edeh hafi ætlað að rukka konurnar 77 þúsund krónur, þrátt fyrir að þau hefðu samið um að þær myndu borga alls 350 evrur (50 þús. kr.) svo hann myndi skutla þeim í lónið, bíða eftir þeim í tvo til þrjá tíma og svo skutla þeim á Keflavíkurflugvöll. Lokaði skottinu á höfuð farþegans „Gefðu mér farangurinn minn,“ hrópaði önnur konan eftir að Edeh virtist hafa lokað skottinu á höfuð hennar þegar hún reyndi að sækja farangurinn sinn. „Þú varst að slá systur mína,“ bætti hin konan við. Hafði Edeh þá orð á því að þær væru frá Mexíkó. „Ég er frá Nígeríu og þið frá Mexíkó. Ég veit hvaða leik þið eruð að spila. Farið til helvítis, þið munuð borga mér,“ sagði leigubílstjórinn. „Ég bjó í Houston og ég veit hvernig þið Mexíkanar hagið ykkur, þið eruð þorparar,“ bætir hann síðar við. Friðrik útskýrir í sínu myndbandi að þegar lögreglan hafi mætt hafi mælirinn verið kominn upp í 88 þúsund krónur. Lögregla hafi látið konurnar fá töskurnar sínar en að öðru leyti hafi þessir laganna verðir „ekki gert neitt“ þrátt fyrir að hafa haft hann „vel á tug skipta“ í aftursætinu. Neitar því að hafa lokað skottinu á höfuð konunnar „Ég rukkaði nákvæmlega það sem var í mælinum,“ segir Edeh í samtali við fréttastofu. Hann segir Friðrik segja vitlaust frá. Konurnar hafi beðið hann um að bíða en hann upplýst þær um að mælirinn yrði í gangi á meðan. Edeh segir að bílstjóri frá Hreyfli hafi komið að þeim og sagt við þær að Edeh væri að svíkja þær. „Hún borgar mér á endanum, það er það sem máli skiptir,“ segir hann. „Þó að lögreglan hafi reyndar komið og þeir báðu mig um að lækka verðið,“ bætir hann við og segir að þær hafi borgað um 40 þúsund krónur á endanum. Spurður hvort það séu ekki full harkaleg viðbrögð að skella skottinu á höfuð annarrar konunnar þegar hún reyndi að sækja farangur sinn svarar Edeh: „Ég lokaði ekki skottinu á höfuðið á neinum,“ segir hann og endurtekur sig, þrátt fyrir að atvikið náist á myndskeiði. Hann bætir við: „Þær vildu taka töskurnar sínar, ég sagði: Þið fáið ekki töskurnar fyrr en þið borgið mér.“ Hann segir að lögreglan hafi látið hann í friði að öðru leyti og ekki gert athugasemd við viðskipthætti hans. „Þú getur ekki notað lögregluna til að forðast skuldina þína,“ segir hann. Nýlega setti Bláa lónið upp upplýsingaskilti til að upplýsa túrista um það sem kallast eðlilegt verð fyrir leigubílaferð. Borið hafði á kvörtunum vegna „misbresta“ í verðlagi, að sögn framkvæmdastjóra hjá lóninu. Leigubílar Bláa lónið Neytendur Tengdar fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Búið er að setja upp skilti við Bláa lónið þar sem ferðamenn eru varaðir við óprúttnum leigubílstjórum. Á skiltinu stendur meðal annars hvert eðlilegt verð er fyrir ferð til Reykjavíkur eða út á flugvöll. 10. ágúst 2025 11:19 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Friðrik Einarsson, betur þekktur sem Taxý Hönter, birti myndskeið á Facebook síðu sinni í morgun þar sem sést í snörp orðaskipti milli Saint Paul Edeh, nígerísks leigubílstjóra sem ekur einn undir formerkjum Amen Taxi, og tveggja mexíkanskra kvenna sem Edeh mun hafa ekið í Bláa lónið í gær. Ekki hefur náðst í Friðrik í dag en í færslunni skrifar hann að Edeh hafi ætlað að rukka konurnar 77 þúsund krónur, þrátt fyrir að þau hefðu samið um að þær myndu borga alls 350 evrur (50 þús. kr.) svo hann myndi skutla þeim í lónið, bíða eftir þeim í tvo til þrjá tíma og svo skutla þeim á Keflavíkurflugvöll. Lokaði skottinu á höfuð farþegans „Gefðu mér farangurinn minn,“ hrópaði önnur konan eftir að Edeh virtist hafa lokað skottinu á höfuð hennar þegar hún reyndi að sækja farangurinn sinn. „Þú varst að slá systur mína,“ bætti hin konan við. Hafði Edeh þá orð á því að þær væru frá Mexíkó. „Ég er frá Nígeríu og þið frá Mexíkó. Ég veit hvaða leik þið eruð að spila. Farið til helvítis, þið munuð borga mér,“ sagði leigubílstjórinn. „Ég bjó í Houston og ég veit hvernig þið Mexíkanar hagið ykkur, þið eruð þorparar,“ bætir hann síðar við. Friðrik útskýrir í sínu myndbandi að þegar lögreglan hafi mætt hafi mælirinn verið kominn upp í 88 þúsund krónur. Lögregla hafi látið konurnar fá töskurnar sínar en að öðru leyti hafi þessir laganna verðir „ekki gert neitt“ þrátt fyrir að hafa haft hann „vel á tug skipta“ í aftursætinu. Neitar því að hafa lokað skottinu á höfuð konunnar „Ég rukkaði nákvæmlega það sem var í mælinum,“ segir Edeh í samtali við fréttastofu. Hann segir Friðrik segja vitlaust frá. Konurnar hafi beðið hann um að bíða en hann upplýst þær um að mælirinn yrði í gangi á meðan. Edeh segir að bílstjóri frá Hreyfli hafi komið að þeim og sagt við þær að Edeh væri að svíkja þær. „Hún borgar mér á endanum, það er það sem máli skiptir,“ segir hann. „Þó að lögreglan hafi reyndar komið og þeir báðu mig um að lækka verðið,“ bætir hann við og segir að þær hafi borgað um 40 þúsund krónur á endanum. Spurður hvort það séu ekki full harkaleg viðbrögð að skella skottinu á höfuð annarrar konunnar þegar hún reyndi að sækja farangur sinn svarar Edeh: „Ég lokaði ekki skottinu á höfuðið á neinum,“ segir hann og endurtekur sig, þrátt fyrir að atvikið náist á myndskeiði. Hann bætir við: „Þær vildu taka töskurnar sínar, ég sagði: Þið fáið ekki töskurnar fyrr en þið borgið mér.“ Hann segir að lögreglan hafi látið hann í friði að öðru leyti og ekki gert athugasemd við viðskipthætti hans. „Þú getur ekki notað lögregluna til að forðast skuldina þína,“ segir hann. Nýlega setti Bláa lónið upp upplýsingaskilti til að upplýsa túrista um það sem kallast eðlilegt verð fyrir leigubílaferð. Borið hafði á kvörtunum vegna „misbresta“ í verðlagi, að sögn framkvæmdastjóra hjá lóninu.
Leigubílar Bláa lónið Neytendur Tengdar fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Búið er að setja upp skilti við Bláa lónið þar sem ferðamenn eru varaðir við óprúttnum leigubílstjórum. Á skiltinu stendur meðal annars hvert eðlilegt verð er fyrir ferð til Reykjavíkur eða út á flugvöll. 10. ágúst 2025 11:19 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Búið er að setja upp skilti við Bláa lónið þar sem ferðamenn eru varaðir við óprúttnum leigubílstjórum. Á skiltinu stendur meðal annars hvert eðlilegt verð er fyrir ferð til Reykjavíkur eða út á flugvöll. 10. ágúst 2025 11:19