Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar 15. ágúst 2025 13:32 Að öllum líkindum er Al Thani-málið Íslendingum enn í fersku minni. Sýndarviðskipti Kaupþings við fjárfestinn Mohammed Al Thani voru daglegt umfjöllunarefni fjölmiðla um árabil. Al Thani hafði þegið lánsfé frá Kaupþingi í þeim tilgangi að kaupa hlut í bankanum rétt fyrir bankahrunið. Sjaldan er ein báran stök. Al Thani-fjölskyldan hefur í áranna rás verið viðriðin fjölda hneykslismála á ýmsum vettvangi. Þegar fjölskyldan komst til valda í smáríkinu Katar varð til eitruð blanda valdníðslu og gróðafíknar. Innan skamms seildist fjölskyldan til dulinna áhrifa í öðrum heimshlutum, einna helst á Vesturlöndum. En á hvaða grundvelli byggja þessi áhrif? Olíuríkið Katar Olía er helsta tekjulind Al Thani-fjölskyldunnar. Á áttunda áratugnum sölsaði Abdulaziz Al Thani undir sig öll olíufyrirtæki í Katar og stofnaði fyrirtækið Qatar Petroleum (nú Qatar Energy). Í dag er Katar níunda auðugasta ríki heims miðað við landsframleiðslu á höfðatölu. Þrátt fyrir það er Katar oft ranglega skilgreint sem þróunarríki. Undanfarna áratugi hefur Al Thani-fjölskyldan ýmist stofnað eða fjárfest í fjölda annarra fyrirtækja—tískufyrirtækjum, fjölmiðlafyrirtækjum, flugfélögum og bönkum, svo fátt eitt sé nefnt. En ekki eru öll fjárútlát Al Thani-fjölskyldunnar jafnsakleysisleg. Mútugreiðslur til þingmanna Fyrir tveimur árum vöktu fjölmiðlar athygli á háum mútugreiðslum frá Katar til fjögurra þingmanna Evrópuþingsins. Þingmönnunum var meðal annars mútað til að greiða atkvæði gegn ályktunum sem fordæmdu mannréttindabrot í Katar og að greiða atkvæði með ályktunum sem liðkuðu fyrir fólksflutningum milli Katar og Evrópusambandsins. Þegar upp komst um málið voru þingmennirnir handteknir og háar upphæðir í reiðufé voru gerðar upptækar. Þingmennirnir þurftu að dvelja í stofufangelsi um skeiðen lítið annað var aðhafst í málinu. Leynilegir styrkir til háskóla Undanfarin ár hefur borið á aukinni gagnrýni á hendur námsdeildum innan bandarískra háskóla. Kennsla deildanna þykir hlutdræg og sérstaklega þykir ámælisverð neikvæð afstaða þeirra til Vesturlanda. Þótt sumir telji gagnrýnina vera flokkspólitíska er hún óneitanleg makleg að ákveðnu leyti. Árið 2019 svipti rannsókn á vegum FBI hulunni af leynilegum styrkjum Katar til bandarískra háskóla. Háskólarnir höfðu þegið styrki að andvirði milljörðum dollara án þess að gera grein fyrir uppruna þeirra líkt og lög mæla fyrir um. Í skiptum fyrir stuðninginn hefur Katar haft áhrif á kennsluskrá háskólanna, sérstaklega hvað viðkemur afstöðu þeirra til sögu og stjórnmála Mið-Austurlanda. Lítill vafi leikur á því að Katar hafi einnig haft sams konar áhrif á háskóla í öðrum löndum. Það væri því verðugt verkefni að grennslast fyrir um hvort Katar hafi fjármagnað deild Mið-Austurlandafræði í Háskóla Íslands. Al Jazeera Al Thani-fjölskyldan hefur ekki aðeins haft stjórnmálamenn og menntafólk í sigtinu, heldur hefur hún markvisst reynt að móta skoðanir almennings á Vesturlöndum í gegn um fjölmiðla. Fjölmiðlaveldið Al Jazeera var stofnað af Hamad Al Thani í valdatíð hans. Al Jazeera hefur í áranna rás verið réttilega gagnrýnt fyrir hlutdrægni og ónákvæmni í fréttaflutningi, meðal annars fyrir að hygla stjórnvöldum í Katar og Bræðralagi múslima, sem eru herská íslamistasamtök. Í því samhengi er eftirtektarvert hversu oft vestrænir fjölmiðlar styðjast beint við fréttir frá Al Jazeera, sérstaklega þegar kemur að umfjöllun um Mið-Austurlönd. Það er bersýnilegt að almennir fjölmiðlar draga taum valdhafa við Persaflóann. Meðal annars sneiða þeir algjörlega fram hjá umfjöllun um kúgun kvenna, samkynhneigðra og þjóðernisminnihluta í þessum heimshluta, en slík umfjöllun myndi eflaust styggja meðlimi Al Thani-fjölskyldunnar. Heimsmeistarakeppnin Að hýsa stóra íþróttaviðburði sem er sjónvarpað um allan heim er einhver öflugasta markaðssetning sem ríki getur fengið. Árið 2010 ákvað Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) að Katar myndi hýsa heimsmeistarakeppnina árið 2022. En skömmu síðar kom í ljós að Katar hafði mútað hátt settum meðlimum FIFA í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Málið fór fyrir dóm og í það minnsta einn meðlimur FIFA var fundinn sekur. Engu að síður fór heimsmeistarakeppnin fram í Katar líkt og lagt var upp með. Í tilefni keppninnar réðust yfirvöld í Katar í byggingu nýrrar íþróttahallar og fjöldi erlendra verkamanna var fenginn til landsins til að reisa höllina. En fljótlega bárust fréttir af ítrekuðum brotum á réttindum farandverkafólksins auk þess að kjörum þeirra og aðstæðum var líkt við vinnuþrælkun. Talið er að þúsundir hafi látið lífið við framkvæmdirnar. Það kann að hljóma ótrúlega en FIFA-hneykslið virðist hvorki hafa skaðað orðspor Katar né Al Thani-fjölskyldunnar á nokkurn hátt. Fjölmiðlar misstu fljótt áhugann og féll málið fljótt í gleymsku. Til að bæta gráu ofan á svart var Katar eitt sautján ríkja sem voru valin í mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í byrjun þessa árs. Lokaorð Þegar allir þræðir eru dregnir saman verður til skrautleg og afhjúpandi mynd: Fjársvik, mútugreiðslur, óæskileg áhrif á menntastofnanir og fjölmiðla, vinnuþrælkun. Augljóslega ber Al Thani-fjölskyldan einungis eigin hagsmuni fyrir brjósti og á þeirri vegferð telur hún öll brögð leyfileg. Þessi skrif eru ekki einungis ætluð til fróðleiks heldur eru þau einnig varnaðarorð. Hagsmunir Vesturlanda hljóta að vega þyngra en hagsmunir spilltrar fjölskyldu frá Persaflóa, sama hversu auðug hún kann að vera. Af þeim sökum er brýnt að vestræn ríki geri ráðstafanir til að tryggja betur varnir stjórnmálamanna, menntastofnana og fjölmiðla gagnvart áhrifum Al Thani-fjölskyldunnar. Höfundur er áhugamaður um alþjóðamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að öllum líkindum er Al Thani-málið Íslendingum enn í fersku minni. Sýndarviðskipti Kaupþings við fjárfestinn Mohammed Al Thani voru daglegt umfjöllunarefni fjölmiðla um árabil. Al Thani hafði þegið lánsfé frá Kaupþingi í þeim tilgangi að kaupa hlut í bankanum rétt fyrir bankahrunið. Sjaldan er ein báran stök. Al Thani-fjölskyldan hefur í áranna rás verið viðriðin fjölda hneykslismála á ýmsum vettvangi. Þegar fjölskyldan komst til valda í smáríkinu Katar varð til eitruð blanda valdníðslu og gróðafíknar. Innan skamms seildist fjölskyldan til dulinna áhrifa í öðrum heimshlutum, einna helst á Vesturlöndum. En á hvaða grundvelli byggja þessi áhrif? Olíuríkið Katar Olía er helsta tekjulind Al Thani-fjölskyldunnar. Á áttunda áratugnum sölsaði Abdulaziz Al Thani undir sig öll olíufyrirtæki í Katar og stofnaði fyrirtækið Qatar Petroleum (nú Qatar Energy). Í dag er Katar níunda auðugasta ríki heims miðað við landsframleiðslu á höfðatölu. Þrátt fyrir það er Katar oft ranglega skilgreint sem þróunarríki. Undanfarna áratugi hefur Al Thani-fjölskyldan ýmist stofnað eða fjárfest í fjölda annarra fyrirtækja—tískufyrirtækjum, fjölmiðlafyrirtækjum, flugfélögum og bönkum, svo fátt eitt sé nefnt. En ekki eru öll fjárútlát Al Thani-fjölskyldunnar jafnsakleysisleg. Mútugreiðslur til þingmanna Fyrir tveimur árum vöktu fjölmiðlar athygli á háum mútugreiðslum frá Katar til fjögurra þingmanna Evrópuþingsins. Þingmönnunum var meðal annars mútað til að greiða atkvæði gegn ályktunum sem fordæmdu mannréttindabrot í Katar og að greiða atkvæði með ályktunum sem liðkuðu fyrir fólksflutningum milli Katar og Evrópusambandsins. Þegar upp komst um málið voru þingmennirnir handteknir og háar upphæðir í reiðufé voru gerðar upptækar. Þingmennirnir þurftu að dvelja í stofufangelsi um skeiðen lítið annað var aðhafst í málinu. Leynilegir styrkir til háskóla Undanfarin ár hefur borið á aukinni gagnrýni á hendur námsdeildum innan bandarískra háskóla. Kennsla deildanna þykir hlutdræg og sérstaklega þykir ámælisverð neikvæð afstaða þeirra til Vesturlanda. Þótt sumir telji gagnrýnina vera flokkspólitíska er hún óneitanleg makleg að ákveðnu leyti. Árið 2019 svipti rannsókn á vegum FBI hulunni af leynilegum styrkjum Katar til bandarískra háskóla. Háskólarnir höfðu þegið styrki að andvirði milljörðum dollara án þess að gera grein fyrir uppruna þeirra líkt og lög mæla fyrir um. Í skiptum fyrir stuðninginn hefur Katar haft áhrif á kennsluskrá háskólanna, sérstaklega hvað viðkemur afstöðu þeirra til sögu og stjórnmála Mið-Austurlanda. Lítill vafi leikur á því að Katar hafi einnig haft sams konar áhrif á háskóla í öðrum löndum. Það væri því verðugt verkefni að grennslast fyrir um hvort Katar hafi fjármagnað deild Mið-Austurlandafræði í Háskóla Íslands. Al Jazeera Al Thani-fjölskyldan hefur ekki aðeins haft stjórnmálamenn og menntafólk í sigtinu, heldur hefur hún markvisst reynt að móta skoðanir almennings á Vesturlöndum í gegn um fjölmiðla. Fjölmiðlaveldið Al Jazeera var stofnað af Hamad Al Thani í valdatíð hans. Al Jazeera hefur í áranna rás verið réttilega gagnrýnt fyrir hlutdrægni og ónákvæmni í fréttaflutningi, meðal annars fyrir að hygla stjórnvöldum í Katar og Bræðralagi múslima, sem eru herská íslamistasamtök. Í því samhengi er eftirtektarvert hversu oft vestrænir fjölmiðlar styðjast beint við fréttir frá Al Jazeera, sérstaklega þegar kemur að umfjöllun um Mið-Austurlönd. Það er bersýnilegt að almennir fjölmiðlar draga taum valdhafa við Persaflóann. Meðal annars sneiða þeir algjörlega fram hjá umfjöllun um kúgun kvenna, samkynhneigðra og þjóðernisminnihluta í þessum heimshluta, en slík umfjöllun myndi eflaust styggja meðlimi Al Thani-fjölskyldunnar. Heimsmeistarakeppnin Að hýsa stóra íþróttaviðburði sem er sjónvarpað um allan heim er einhver öflugasta markaðssetning sem ríki getur fengið. Árið 2010 ákvað Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) að Katar myndi hýsa heimsmeistarakeppnina árið 2022. En skömmu síðar kom í ljós að Katar hafði mútað hátt settum meðlimum FIFA í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Málið fór fyrir dóm og í það minnsta einn meðlimur FIFA var fundinn sekur. Engu að síður fór heimsmeistarakeppnin fram í Katar líkt og lagt var upp með. Í tilefni keppninnar réðust yfirvöld í Katar í byggingu nýrrar íþróttahallar og fjöldi erlendra verkamanna var fenginn til landsins til að reisa höllina. En fljótlega bárust fréttir af ítrekuðum brotum á réttindum farandverkafólksins auk þess að kjörum þeirra og aðstæðum var líkt við vinnuþrælkun. Talið er að þúsundir hafi látið lífið við framkvæmdirnar. Það kann að hljóma ótrúlega en FIFA-hneykslið virðist hvorki hafa skaðað orðspor Katar né Al Thani-fjölskyldunnar á nokkurn hátt. Fjölmiðlar misstu fljótt áhugann og féll málið fljótt í gleymsku. Til að bæta gráu ofan á svart var Katar eitt sautján ríkja sem voru valin í mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í byrjun þessa árs. Lokaorð Þegar allir þræðir eru dregnir saman verður til skrautleg og afhjúpandi mynd: Fjársvik, mútugreiðslur, óæskileg áhrif á menntastofnanir og fjölmiðla, vinnuþrælkun. Augljóslega ber Al Thani-fjölskyldan einungis eigin hagsmuni fyrir brjósti og á þeirri vegferð telur hún öll brögð leyfileg. Þessi skrif eru ekki einungis ætluð til fróðleiks heldur eru þau einnig varnaðarorð. Hagsmunir Vesturlanda hljóta að vega þyngra en hagsmunir spilltrar fjölskyldu frá Persaflóa, sama hversu auðug hún kann að vera. Af þeim sökum er brýnt að vestræn ríki geri ráðstafanir til að tryggja betur varnir stjórnmálamanna, menntastofnana og fjölmiðla gagnvart áhrifum Al Thani-fjölskyldunnar. Höfundur er áhugamaður um alþjóðamál.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun