Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar 15. ágúst 2025 13:32 Að öllum líkindum er Al Thani-málið Íslendingum enn í fersku minni. Sýndarviðskipti Kaupþings við fjárfestinn Mohammed Al Thani voru daglegt umfjöllunarefni fjölmiðla um árabil. Al Thani hafði þegið lánsfé frá Kaupþingi í þeim tilgangi að kaupa hlut í bankanum rétt fyrir bankahrunið. Sjaldan er ein báran stök. Al Thani-fjölskyldan hefur í áranna rás verið viðriðin fjölda hneykslismála á ýmsum vettvangi. Þegar fjölskyldan komst til valda í smáríkinu Katar varð til eitruð blanda valdníðslu og gróðafíknar. Innan skamms seildist fjölskyldan til dulinna áhrifa í öðrum heimshlutum, einna helst á Vesturlöndum. En á hvaða grundvelli byggja þessi áhrif? Olíuríkið Katar Olía er helsta tekjulind Al Thani-fjölskyldunnar. Á áttunda áratugnum sölsaði Abdulaziz Al Thani undir sig öll olíufyrirtæki í Katar og stofnaði fyrirtækið Qatar Petroleum (nú Qatar Energy). Í dag er Katar níunda auðugasta ríki heims miðað við landsframleiðslu á höfðatölu. Þrátt fyrir það er Katar oft ranglega skilgreint sem þróunarríki. Undanfarna áratugi hefur Al Thani-fjölskyldan ýmist stofnað eða fjárfest í fjölda annarra fyrirtækja—tískufyrirtækjum, fjölmiðlafyrirtækjum, flugfélögum og bönkum, svo fátt eitt sé nefnt. En ekki eru öll fjárútlát Al Thani-fjölskyldunnar jafnsakleysisleg. Mútugreiðslur til þingmanna Fyrir tveimur árum vöktu fjölmiðlar athygli á háum mútugreiðslum frá Katar til fjögurra þingmanna Evrópuþingsins. Þingmönnunum var meðal annars mútað til að greiða atkvæði gegn ályktunum sem fordæmdu mannréttindabrot í Katar og að greiða atkvæði með ályktunum sem liðkuðu fyrir fólksflutningum milli Katar og Evrópusambandsins. Þegar upp komst um málið voru þingmennirnir handteknir og háar upphæðir í reiðufé voru gerðar upptækar. Þingmennirnir þurftu að dvelja í stofufangelsi um skeiðen lítið annað var aðhafst í málinu. Leynilegir styrkir til háskóla Undanfarin ár hefur borið á aukinni gagnrýni á hendur námsdeildum innan bandarískra háskóla. Kennsla deildanna þykir hlutdræg og sérstaklega þykir ámælisverð neikvæð afstaða þeirra til Vesturlanda. Þótt sumir telji gagnrýnina vera flokkspólitíska er hún óneitanleg makleg að ákveðnu leyti. Árið 2019 svipti rannsókn á vegum FBI hulunni af leynilegum styrkjum Katar til bandarískra háskóla. Háskólarnir höfðu þegið styrki að andvirði milljörðum dollara án þess að gera grein fyrir uppruna þeirra líkt og lög mæla fyrir um. Í skiptum fyrir stuðninginn hefur Katar haft áhrif á kennsluskrá háskólanna, sérstaklega hvað viðkemur afstöðu þeirra til sögu og stjórnmála Mið-Austurlanda. Lítill vafi leikur á því að Katar hafi einnig haft sams konar áhrif á háskóla í öðrum löndum. Það væri því verðugt verkefni að grennslast fyrir um hvort Katar hafi fjármagnað deild Mið-Austurlandafræði í Háskóla Íslands. Al Jazeera Al Thani-fjölskyldan hefur ekki aðeins haft stjórnmálamenn og menntafólk í sigtinu, heldur hefur hún markvisst reynt að móta skoðanir almennings á Vesturlöndum í gegn um fjölmiðla. Fjölmiðlaveldið Al Jazeera var stofnað af Hamad Al Thani í valdatíð hans. Al Jazeera hefur í áranna rás verið réttilega gagnrýnt fyrir hlutdrægni og ónákvæmni í fréttaflutningi, meðal annars fyrir að hygla stjórnvöldum í Katar og Bræðralagi múslima, sem eru herská íslamistasamtök. Í því samhengi er eftirtektarvert hversu oft vestrænir fjölmiðlar styðjast beint við fréttir frá Al Jazeera, sérstaklega þegar kemur að umfjöllun um Mið-Austurlönd. Það er bersýnilegt að almennir fjölmiðlar draga taum valdhafa við Persaflóann. Meðal annars sneiða þeir algjörlega fram hjá umfjöllun um kúgun kvenna, samkynhneigðra og þjóðernisminnihluta í þessum heimshluta, en slík umfjöllun myndi eflaust styggja meðlimi Al Thani-fjölskyldunnar. Heimsmeistarakeppnin Að hýsa stóra íþróttaviðburði sem er sjónvarpað um allan heim er einhver öflugasta markaðssetning sem ríki getur fengið. Árið 2010 ákvað Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) að Katar myndi hýsa heimsmeistarakeppnina árið 2022. En skömmu síðar kom í ljós að Katar hafði mútað hátt settum meðlimum FIFA í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Málið fór fyrir dóm og í það minnsta einn meðlimur FIFA var fundinn sekur. Engu að síður fór heimsmeistarakeppnin fram í Katar líkt og lagt var upp með. Í tilefni keppninnar réðust yfirvöld í Katar í byggingu nýrrar íþróttahallar og fjöldi erlendra verkamanna var fenginn til landsins til að reisa höllina. En fljótlega bárust fréttir af ítrekuðum brotum á réttindum farandverkafólksins auk þess að kjörum þeirra og aðstæðum var líkt við vinnuþrælkun. Talið er að þúsundir hafi látið lífið við framkvæmdirnar. Það kann að hljóma ótrúlega en FIFA-hneykslið virðist hvorki hafa skaðað orðspor Katar né Al Thani-fjölskyldunnar á nokkurn hátt. Fjölmiðlar misstu fljótt áhugann og féll málið fljótt í gleymsku. Til að bæta gráu ofan á svart var Katar eitt sautján ríkja sem voru valin í mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í byrjun þessa árs. Lokaorð Þegar allir þræðir eru dregnir saman verður til skrautleg og afhjúpandi mynd: Fjársvik, mútugreiðslur, óæskileg áhrif á menntastofnanir og fjölmiðla, vinnuþrælkun. Augljóslega ber Al Thani-fjölskyldan einungis eigin hagsmuni fyrir brjósti og á þeirri vegferð telur hún öll brögð leyfileg. Þessi skrif eru ekki einungis ætluð til fróðleiks heldur eru þau einnig varnaðarorð. Hagsmunir Vesturlanda hljóta að vega þyngra en hagsmunir spilltrar fjölskyldu frá Persaflóa, sama hversu auðug hún kann að vera. Af þeim sökum er brýnt að vestræn ríki geri ráðstafanir til að tryggja betur varnir stjórnmálamanna, menntastofnana og fjölmiðla gagnvart áhrifum Al Thani-fjölskyldunnar. Höfundur er áhugamaður um alþjóðamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Að öllum líkindum er Al Thani-málið Íslendingum enn í fersku minni. Sýndarviðskipti Kaupþings við fjárfestinn Mohammed Al Thani voru daglegt umfjöllunarefni fjölmiðla um árabil. Al Thani hafði þegið lánsfé frá Kaupþingi í þeim tilgangi að kaupa hlut í bankanum rétt fyrir bankahrunið. Sjaldan er ein báran stök. Al Thani-fjölskyldan hefur í áranna rás verið viðriðin fjölda hneykslismála á ýmsum vettvangi. Þegar fjölskyldan komst til valda í smáríkinu Katar varð til eitruð blanda valdníðslu og gróðafíknar. Innan skamms seildist fjölskyldan til dulinna áhrifa í öðrum heimshlutum, einna helst á Vesturlöndum. En á hvaða grundvelli byggja þessi áhrif? Olíuríkið Katar Olía er helsta tekjulind Al Thani-fjölskyldunnar. Á áttunda áratugnum sölsaði Abdulaziz Al Thani undir sig öll olíufyrirtæki í Katar og stofnaði fyrirtækið Qatar Petroleum (nú Qatar Energy). Í dag er Katar níunda auðugasta ríki heims miðað við landsframleiðslu á höfðatölu. Þrátt fyrir það er Katar oft ranglega skilgreint sem þróunarríki. Undanfarna áratugi hefur Al Thani-fjölskyldan ýmist stofnað eða fjárfest í fjölda annarra fyrirtækja—tískufyrirtækjum, fjölmiðlafyrirtækjum, flugfélögum og bönkum, svo fátt eitt sé nefnt. En ekki eru öll fjárútlát Al Thani-fjölskyldunnar jafnsakleysisleg. Mútugreiðslur til þingmanna Fyrir tveimur árum vöktu fjölmiðlar athygli á háum mútugreiðslum frá Katar til fjögurra þingmanna Evrópuþingsins. Þingmönnunum var meðal annars mútað til að greiða atkvæði gegn ályktunum sem fordæmdu mannréttindabrot í Katar og að greiða atkvæði með ályktunum sem liðkuðu fyrir fólksflutningum milli Katar og Evrópusambandsins. Þegar upp komst um málið voru þingmennirnir handteknir og háar upphæðir í reiðufé voru gerðar upptækar. Þingmennirnir þurftu að dvelja í stofufangelsi um skeiðen lítið annað var aðhafst í málinu. Leynilegir styrkir til háskóla Undanfarin ár hefur borið á aukinni gagnrýni á hendur námsdeildum innan bandarískra háskóla. Kennsla deildanna þykir hlutdræg og sérstaklega þykir ámælisverð neikvæð afstaða þeirra til Vesturlanda. Þótt sumir telji gagnrýnina vera flokkspólitíska er hún óneitanleg makleg að ákveðnu leyti. Árið 2019 svipti rannsókn á vegum FBI hulunni af leynilegum styrkjum Katar til bandarískra háskóla. Háskólarnir höfðu þegið styrki að andvirði milljörðum dollara án þess að gera grein fyrir uppruna þeirra líkt og lög mæla fyrir um. Í skiptum fyrir stuðninginn hefur Katar haft áhrif á kennsluskrá háskólanna, sérstaklega hvað viðkemur afstöðu þeirra til sögu og stjórnmála Mið-Austurlanda. Lítill vafi leikur á því að Katar hafi einnig haft sams konar áhrif á háskóla í öðrum löndum. Það væri því verðugt verkefni að grennslast fyrir um hvort Katar hafi fjármagnað deild Mið-Austurlandafræði í Háskóla Íslands. Al Jazeera Al Thani-fjölskyldan hefur ekki aðeins haft stjórnmálamenn og menntafólk í sigtinu, heldur hefur hún markvisst reynt að móta skoðanir almennings á Vesturlöndum í gegn um fjölmiðla. Fjölmiðlaveldið Al Jazeera var stofnað af Hamad Al Thani í valdatíð hans. Al Jazeera hefur í áranna rás verið réttilega gagnrýnt fyrir hlutdrægni og ónákvæmni í fréttaflutningi, meðal annars fyrir að hygla stjórnvöldum í Katar og Bræðralagi múslima, sem eru herská íslamistasamtök. Í því samhengi er eftirtektarvert hversu oft vestrænir fjölmiðlar styðjast beint við fréttir frá Al Jazeera, sérstaklega þegar kemur að umfjöllun um Mið-Austurlönd. Það er bersýnilegt að almennir fjölmiðlar draga taum valdhafa við Persaflóann. Meðal annars sneiða þeir algjörlega fram hjá umfjöllun um kúgun kvenna, samkynhneigðra og þjóðernisminnihluta í þessum heimshluta, en slík umfjöllun myndi eflaust styggja meðlimi Al Thani-fjölskyldunnar. Heimsmeistarakeppnin Að hýsa stóra íþróttaviðburði sem er sjónvarpað um allan heim er einhver öflugasta markaðssetning sem ríki getur fengið. Árið 2010 ákvað Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) að Katar myndi hýsa heimsmeistarakeppnina árið 2022. En skömmu síðar kom í ljós að Katar hafði mútað hátt settum meðlimum FIFA í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Málið fór fyrir dóm og í það minnsta einn meðlimur FIFA var fundinn sekur. Engu að síður fór heimsmeistarakeppnin fram í Katar líkt og lagt var upp með. Í tilefni keppninnar réðust yfirvöld í Katar í byggingu nýrrar íþróttahallar og fjöldi erlendra verkamanna var fenginn til landsins til að reisa höllina. En fljótlega bárust fréttir af ítrekuðum brotum á réttindum farandverkafólksins auk þess að kjörum þeirra og aðstæðum var líkt við vinnuþrælkun. Talið er að þúsundir hafi látið lífið við framkvæmdirnar. Það kann að hljóma ótrúlega en FIFA-hneykslið virðist hvorki hafa skaðað orðspor Katar né Al Thani-fjölskyldunnar á nokkurn hátt. Fjölmiðlar misstu fljótt áhugann og féll málið fljótt í gleymsku. Til að bæta gráu ofan á svart var Katar eitt sautján ríkja sem voru valin í mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í byrjun þessa árs. Lokaorð Þegar allir þræðir eru dregnir saman verður til skrautleg og afhjúpandi mynd: Fjársvik, mútugreiðslur, óæskileg áhrif á menntastofnanir og fjölmiðla, vinnuþrælkun. Augljóslega ber Al Thani-fjölskyldan einungis eigin hagsmuni fyrir brjósti og á þeirri vegferð telur hún öll brögð leyfileg. Þessi skrif eru ekki einungis ætluð til fróðleiks heldur eru þau einnig varnaðarorð. Hagsmunir Vesturlanda hljóta að vega þyngra en hagsmunir spilltrar fjölskyldu frá Persaflóa, sama hversu auðug hún kann að vera. Af þeim sökum er brýnt að vestræn ríki geri ráðstafanir til að tryggja betur varnir stjórnmálamanna, menntastofnana og fjölmiðla gagnvart áhrifum Al Thani-fjölskyldunnar. Höfundur er áhugamaður um alþjóðamál.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun