„Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. ágúst 2025 20:55 Kristmann Már Ísleifsson býr við framkvæmdasvæðið. Vísir/Bjarni Hús í Laugarneshverfi hafa orðið fyrir skemmdum vegna sprenginga í tengslum við framkvæmdir við Grand Hótel. Óljóst er hver ber ábyrgðina og svör frá Reykjavíkurborg og tryggingafélögum hafa verið óljós. Framkvæmdir standa yfir við Grand Hótel í Reykjavík og hafa íbúar í Laugarnesi ekki farið varhluta af þeim. Sprengingar skekja hverfið mörgum sinnum á dag og í umræðuhópi hverfisins á Facebook má sjá að íbúar eru síður en svo sáttir með stöðu mála. Íbúi við Sigtún segir hávaða óhjákvæmilegan við framkvæmdir sem þessar en áhrif sprenginganna séu víðtækari en svo. „Svo hitt kannski líka og er óvissa með að það eru skemmdir að koma fram í húsum í hverfinu, sprungur og svo einhverjar skemmdir hugsanlega sem við kannski ekkert vitum um. Eins og með lagnir, þetta eru steinlagnir skólplagnirnar, eitthvað sem á eftir að koma fram síðar sem við erum í algjörri óvissu með,“ segir Kristmann Már Ísleifsson sem býr alveg við framkvæmdasvæðið. Á myndinni sést nýleg sprunga í vegg á heimili Kristmanns en fleiri dæmi eru um skemmdir á húsum í hverfinu.Vísir/Smári Jökull Framkvæmdirnar hafa staðið yfir í meira en tvö ár en talað var um fimm ára framkvæmdatíma í upphafi. „Eins og í þessari viku þá eru þeir að sprengja, byrja klukkan átta eða tíu og til fjögur á daginn og sprengja á klukkutíma fresti. Það fer sírenuvæl í gang, mjög vel látið vita og svo kemur sprengingin. Svo er látið vita að sprengingu sé lokið með sírenuvæli. Þetta eru svolítið góð högg sem verða hérna á daginn hjá okkur,“ en Kristmann tók sérstaklega fram að samskipti við verktaka hafi verið góð og upplýsingar frá þeim til íbúa sömuleiðis. Og það er óhætt að segja að það finnist vel þegar sprengt er fyrir utan því húsið hreinlega nötraði eftir eina sprenginguna. Vill að sprengingum verði hætt og önnur leið fundin Tveir hundar eru á heimili Kristmanns og fjölskyldu og framkvæmdirnar hafa haft slæm áhrif á þá. Þeir séu hræddir við hljóðin og klóri í útidyrahurðina til að reyna að komast út en ummerki um það mátti sjá á dyrakarmi við útidyrnar. Sprungur í húsvegg á heimili Kristmanns.Vísir/Bjarni Kristmann segir verktakann hafa tjáð sér að þeir væru tryggðir fyrir hugsanlegum skemmdum en eftir samtöl íbúa við tryggingafélög ríki einnig óvissa um þau mál. Þá sé fátt um svör hjá Vinnueftirlitinu og Reykjavíkurborg. Hvað mynduð þið vilja að yrði gert? „Það eru þessar sprengingar, það er svo mikil óvissa. Þeir hafa verið að fleyga hérna til að dýpka grunninn fyrir bílastæðahúsið sem er hávaði af. Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar, ég hefði viljað að þeim yrði hætt og fundin einhver önnur leið við að vinna þetta.“ Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Tryggingar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Framkvæmdir standa yfir við Grand Hótel í Reykjavík og hafa íbúar í Laugarnesi ekki farið varhluta af þeim. Sprengingar skekja hverfið mörgum sinnum á dag og í umræðuhópi hverfisins á Facebook má sjá að íbúar eru síður en svo sáttir með stöðu mála. Íbúi við Sigtún segir hávaða óhjákvæmilegan við framkvæmdir sem þessar en áhrif sprenginganna séu víðtækari en svo. „Svo hitt kannski líka og er óvissa með að það eru skemmdir að koma fram í húsum í hverfinu, sprungur og svo einhverjar skemmdir hugsanlega sem við kannski ekkert vitum um. Eins og með lagnir, þetta eru steinlagnir skólplagnirnar, eitthvað sem á eftir að koma fram síðar sem við erum í algjörri óvissu með,“ segir Kristmann Már Ísleifsson sem býr alveg við framkvæmdasvæðið. Á myndinni sést nýleg sprunga í vegg á heimili Kristmanns en fleiri dæmi eru um skemmdir á húsum í hverfinu.Vísir/Smári Jökull Framkvæmdirnar hafa staðið yfir í meira en tvö ár en talað var um fimm ára framkvæmdatíma í upphafi. „Eins og í þessari viku þá eru þeir að sprengja, byrja klukkan átta eða tíu og til fjögur á daginn og sprengja á klukkutíma fresti. Það fer sírenuvæl í gang, mjög vel látið vita og svo kemur sprengingin. Svo er látið vita að sprengingu sé lokið með sírenuvæli. Þetta eru svolítið góð högg sem verða hérna á daginn hjá okkur,“ en Kristmann tók sérstaklega fram að samskipti við verktaka hafi verið góð og upplýsingar frá þeim til íbúa sömuleiðis. Og það er óhætt að segja að það finnist vel þegar sprengt er fyrir utan því húsið hreinlega nötraði eftir eina sprenginguna. Vill að sprengingum verði hætt og önnur leið fundin Tveir hundar eru á heimili Kristmanns og fjölskyldu og framkvæmdirnar hafa haft slæm áhrif á þá. Þeir séu hræddir við hljóðin og klóri í útidyrahurðina til að reyna að komast út en ummerki um það mátti sjá á dyrakarmi við útidyrnar. Sprungur í húsvegg á heimili Kristmanns.Vísir/Bjarni Kristmann segir verktakann hafa tjáð sér að þeir væru tryggðir fyrir hugsanlegum skemmdum en eftir samtöl íbúa við tryggingafélög ríki einnig óvissa um þau mál. Þá sé fátt um svör hjá Vinnueftirlitinu og Reykjavíkurborg. Hvað mynduð þið vilja að yrði gert? „Það eru þessar sprengingar, það er svo mikil óvissa. Þeir hafa verið að fleyga hérna til að dýpka grunninn fyrir bílastæðahúsið sem er hávaði af. Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar, ég hefði viljað að þeim yrði hætt og fundin einhver önnur leið við að vinna þetta.“
Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Tryggingar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira