Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2025 08:00 Gangverk hversdagsleikans hefst í vikunni fyrir margar fjölskyldur Í Reykjavík eftir sumarfrí. Háskólarnir byrja í dag, framhaldsskólarnir seinna í vikunni, grunnskólinn í lok hennar, skipulagt íþrótta og tómstundastarf víða farið af stað og starfsfólk mætt til vinnu. Vegagerðin birti frétt nýlega þar sem fjallað var um aukningu dagsumferðar á höfuðborgarsvæðinu milli ára í júlímánuði, sem var 2,1% eða um 3.800 ökutæki. Dagsumferðin hefur aukist mismikið það sem af er ári en mest í janúar en þá var aukningin 7,2% eða um 11.800 ökutæki. Þannig keyrðu tæplega 12 þúsund fleiri bílar um höfuðborgarsvæðið á dag í janúar í ár en á sama tíma í fyrra. Við viljum draga úr umferð, minnka ferðatímann og bæta loftgæðin. Þar koma fjölbreyttir ferðamátar sterkir inn eins og strætó og hjólreiðar. Stórbætt þjónusta strætó skapar raunhæft val Í gær tóku gildi umfangsmiklar bætingar á þjónustu Strætó með því að auka tíðni vissra leiða á annatíma, lengja þjónustutímann og þar með auka aðgengið að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Nú mun helmingi íbúa á höfuðborgarsvæðinu standa til boða ferðir með 10 mínútna tíðni á háannatíma í innan við 400 m fjarlægð frá heimili sínu í stað 18% áður. Það er stórt skref í átt að markmiðum Samgöngusáttmálans að um sjö af hverjum tíu verði í göngufjarlægð frá hágæða almenningssamgöngum þegar Borgarlínan verður að fullu innleidd. Ný forgangsakrein fyrir strætó um Kringlumýrarbraut mun líka bæta ferðatíma um 4-5 mínútur óháð annarri umferð. Þetta er ekki bara betri þjónusta heldur líka risa loftslagsmál og um leið bætt lífsgæði fyrir íbúa - bjóða upp á raunverulegan valmöguleika að skilja bílinn eftir heima - hoppa upp í strætó í vinnunna eða skólann. Það eru lífsgæði. Komdu út að hjóla Net hjólastíga hefur vaxið mikið síðustu 14 árin undir forystu Samfylkingarinnar og samstarfsflokka en heildarvegalengd þeirra er orðnir 45 kílómetrar. Með hjólastíganetinu hefur opnast nýr heimur fyrir þau sem elska að hjóla, bæði til heilsubótar en líka í formi samgönguhjólreiða, þá til og frá vinnu eða skóla. Svo er það rafhjólabyltingin en þessi tegund reiðhjóla hefur opnað á ný tækifæri til framtíðar til að auðvelda mun breiðari hópi fólks á fjölbreyttum aldri til að stunda samgönguhjólreiðar og samhliða létta á umferð. Svo sýna rannsóknir konur eru líklegri til að hjóla á rafhjólum en venjulegum reiðhjólum, rafhjólaeigendur hjóla bæði oftar og lengri vegalengdir í einu. Þannig að með tilkomu rafhjóla er komið raunverulegt val um að skilja fjölskyldubílinn heima, hjóla út í hversdaginn, jafnvel í kjól og háum hælum. Það er geggjað en best er samt að frelsið sem fylgir því að hjóla, skynja og hlusta á náttúruna í kringum sig, lyktina, litina og veðrið. Tæma hugann og vera í núinu. Það eru lífsgæði. Drögum úr umferðinni saman Það eru mörg sem vilja ferðast til vinnu eða skóla á öðrum fararskjótum en einkabíl - til þeirra vil ég segja að tækifærið er núna. Kynnið ykkur bætta þjónustu Strætó á annatíma, kannski er aukin tíðni við þitt næsta strætóskýli, veljið einn dag í vikunni til að taka strætó, kannski annan til að hjóla. Ef vel gengur er hægt að bæta öðrum strætódegi við eða hjóladegi. Léttum saman á umferðinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima, það er áhyggjulaust að ferðast um í strætó og frelsandi að hjóla inn í hversdaginn. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, minni umferð, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast og lífsgæðin aukast. Við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, rafhjólaeigandi og elskar að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samgöngur Strætó Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Gangverk hversdagsleikans hefst í vikunni fyrir margar fjölskyldur Í Reykjavík eftir sumarfrí. Háskólarnir byrja í dag, framhaldsskólarnir seinna í vikunni, grunnskólinn í lok hennar, skipulagt íþrótta og tómstundastarf víða farið af stað og starfsfólk mætt til vinnu. Vegagerðin birti frétt nýlega þar sem fjallað var um aukningu dagsumferðar á höfuðborgarsvæðinu milli ára í júlímánuði, sem var 2,1% eða um 3.800 ökutæki. Dagsumferðin hefur aukist mismikið það sem af er ári en mest í janúar en þá var aukningin 7,2% eða um 11.800 ökutæki. Þannig keyrðu tæplega 12 þúsund fleiri bílar um höfuðborgarsvæðið á dag í janúar í ár en á sama tíma í fyrra. Við viljum draga úr umferð, minnka ferðatímann og bæta loftgæðin. Þar koma fjölbreyttir ferðamátar sterkir inn eins og strætó og hjólreiðar. Stórbætt þjónusta strætó skapar raunhæft val Í gær tóku gildi umfangsmiklar bætingar á þjónustu Strætó með því að auka tíðni vissra leiða á annatíma, lengja þjónustutímann og þar með auka aðgengið að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Nú mun helmingi íbúa á höfuðborgarsvæðinu standa til boða ferðir með 10 mínútna tíðni á háannatíma í innan við 400 m fjarlægð frá heimili sínu í stað 18% áður. Það er stórt skref í átt að markmiðum Samgöngusáttmálans að um sjö af hverjum tíu verði í göngufjarlægð frá hágæða almenningssamgöngum þegar Borgarlínan verður að fullu innleidd. Ný forgangsakrein fyrir strætó um Kringlumýrarbraut mun líka bæta ferðatíma um 4-5 mínútur óháð annarri umferð. Þetta er ekki bara betri þjónusta heldur líka risa loftslagsmál og um leið bætt lífsgæði fyrir íbúa - bjóða upp á raunverulegan valmöguleika að skilja bílinn eftir heima - hoppa upp í strætó í vinnunna eða skólann. Það eru lífsgæði. Komdu út að hjóla Net hjólastíga hefur vaxið mikið síðustu 14 árin undir forystu Samfylkingarinnar og samstarfsflokka en heildarvegalengd þeirra er orðnir 45 kílómetrar. Með hjólastíganetinu hefur opnast nýr heimur fyrir þau sem elska að hjóla, bæði til heilsubótar en líka í formi samgönguhjólreiða, þá til og frá vinnu eða skóla. Svo er það rafhjólabyltingin en þessi tegund reiðhjóla hefur opnað á ný tækifæri til framtíðar til að auðvelda mun breiðari hópi fólks á fjölbreyttum aldri til að stunda samgönguhjólreiðar og samhliða létta á umferð. Svo sýna rannsóknir konur eru líklegri til að hjóla á rafhjólum en venjulegum reiðhjólum, rafhjólaeigendur hjóla bæði oftar og lengri vegalengdir í einu. Þannig að með tilkomu rafhjóla er komið raunverulegt val um að skilja fjölskyldubílinn heima, hjóla út í hversdaginn, jafnvel í kjól og háum hælum. Það er geggjað en best er samt að frelsið sem fylgir því að hjóla, skynja og hlusta á náttúruna í kringum sig, lyktina, litina og veðrið. Tæma hugann og vera í núinu. Það eru lífsgæði. Drögum úr umferðinni saman Það eru mörg sem vilja ferðast til vinnu eða skóla á öðrum fararskjótum en einkabíl - til þeirra vil ég segja að tækifærið er núna. Kynnið ykkur bætta þjónustu Strætó á annatíma, kannski er aukin tíðni við þitt næsta strætóskýli, veljið einn dag í vikunni til að taka strætó, kannski annan til að hjóla. Ef vel gengur er hægt að bæta öðrum strætódegi við eða hjóladegi. Léttum saman á umferðinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima, það er áhyggjulaust að ferðast um í strætó og frelsandi að hjóla inn í hversdaginn. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, minni umferð, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast og lífsgæðin aukast. Við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, rafhjólaeigandi og elskar að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun