„Réttu spilin og réttu vopnin“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. ágúst 2025 20:46 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. vísir/ívar Utanríkisráðherra segir frestun Evrópusambandsins á yfirvofandi tollum gegn járnblendi frá Íslandi vera varnarsigur. Hún kveðst vongóð fyrir komandi baráttu sem sé hvergi nærri lokið. Forstjóri Elkem segir starfsfólk og stjórnendur anda léttar. Evrópusambandið hefur frestað ákvörðun um verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi um óákveðinn tíma. Samræður hafa staðið yfir á milli Íslands og Evrópusambandsins síðustu vikur en tollarnir hefðu að óbreyttu tekið gildi á morgun. Utanríkisráðherra fagnar frestuninni en segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Reiknað er með því að frestunin gildi í mest þrjá mánuði og með öllu óvíst hvað taki við að því loknu. „Það má segja að þetta sé að einhverju leyti varnarsigur. Við fáum núna áfram ákveðið svigrúm til að tala fyrir íslenskum hagsmunum. Og benda fólki góðlátlega en að festu á það að við erum hluti af innri markaðnum. Umrædd frestun marki að góð samskipti Noregs og Íslands við ESB sé að skila árangri. Heimsókn Úrsúlu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi sömuleiðis verði sérstaklega þýðingarmikil. Hún ítrekar að Ísland sé mikilvægur hluti af innri markaði Evrópu. Fyrirtæki frá Asíu ógni starfsemi Evrópskra fyrirtækja með því að undirbjóða kísiljárn. Samtali við Maroš Šefčovič viðskiptastjóra ESB verði haldið áfram. „Við Šefčovič ákváðum það að setja allt okkar starfsfólk af stað inn í þetta samtal. Það er verið að undirbúa sig fyrir það. Sérfræðingar okkar eru að gera það og munu að sjálfsögðu vera í sambandi og samstarfi við íslenskt atvinnulíf. Ég fer alltaf inn í alla baráttu vongóð. Mér finnst ég hafa réttu spilin og réttu vopnin.“ Elkem á Grundartanga er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Ef umræddir tollar verða að veruleika myndi það hafa gífurlegar afleiðingar fyrir samkeppnishæfni fyrirtækisins. Forstjóri Elkem segir frestunina mikinn létti. „Við erum bara mjög ánægð með að við séum að fá þessi jákvæðu merki um stöðuna og við höfum núna meiri tíma til að vinna að heildarhagsmunum Íslands og Noregs í þessu samhengi.“ Hún kveðst ánægð með vinnu utanríkisráðuneytisins til þessa og trúir því að komið verði í veg fyrir tollanna. „Ég veit að þau eru að róa öllum árum að því og ég hef fulla trú um að þetta hafist.“ Þið eruð vongóð? „Já það er alltaf best að vera með bros í hjarta.“ Skattar og tollar Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akranes EES-samningurinn Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Evrópusambandið hefur frestað ákvörðun um verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi um óákveðinn tíma. Samræður hafa staðið yfir á milli Íslands og Evrópusambandsins síðustu vikur en tollarnir hefðu að óbreyttu tekið gildi á morgun. Utanríkisráðherra fagnar frestuninni en segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Reiknað er með því að frestunin gildi í mest þrjá mánuði og með öllu óvíst hvað taki við að því loknu. „Það má segja að þetta sé að einhverju leyti varnarsigur. Við fáum núna áfram ákveðið svigrúm til að tala fyrir íslenskum hagsmunum. Og benda fólki góðlátlega en að festu á það að við erum hluti af innri markaðnum. Umrædd frestun marki að góð samskipti Noregs og Íslands við ESB sé að skila árangri. Heimsókn Úrsúlu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi sömuleiðis verði sérstaklega þýðingarmikil. Hún ítrekar að Ísland sé mikilvægur hluti af innri markaði Evrópu. Fyrirtæki frá Asíu ógni starfsemi Evrópskra fyrirtækja með því að undirbjóða kísiljárn. Samtali við Maroš Šefčovič viðskiptastjóra ESB verði haldið áfram. „Við Šefčovič ákváðum það að setja allt okkar starfsfólk af stað inn í þetta samtal. Það er verið að undirbúa sig fyrir það. Sérfræðingar okkar eru að gera það og munu að sjálfsögðu vera í sambandi og samstarfi við íslenskt atvinnulíf. Ég fer alltaf inn í alla baráttu vongóð. Mér finnst ég hafa réttu spilin og réttu vopnin.“ Elkem á Grundartanga er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Ef umræddir tollar verða að veruleika myndi það hafa gífurlegar afleiðingar fyrir samkeppnishæfni fyrirtækisins. Forstjóri Elkem segir frestunina mikinn létti. „Við erum bara mjög ánægð með að við séum að fá þessi jákvæðu merki um stöðuna og við höfum núna meiri tíma til að vinna að heildarhagsmunum Íslands og Noregs í þessu samhengi.“ Hún kveðst ánægð með vinnu utanríkisráðuneytisins til þessa og trúir því að komið verði í veg fyrir tollanna. „Ég veit að þau eru að róa öllum árum að því og ég hef fulla trú um að þetta hafist.“ Þið eruð vongóð? „Já það er alltaf best að vera með bros í hjarta.“
Skattar og tollar Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akranes EES-samningurinn Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira