Fótbolti

Júlíus: Ó­geðs­lega sætt

Árni Jóhannsson skrifar
Júlíus Mar var frábær í dag og leiddi sína menn til sigurs.
Júlíus Mar var frábær í dag og leiddi sína menn til sigurs. Vísir / Diego

KR vann flottan sigur á Fram fyrr í kvöld 0-1 á Lambhagavellinum. Júlíus Mar Júlíusson bar fyrirliðabandið í dag og leiddi sína menn til sigurs. Hann var í viðtali við Gulla Jónss. strax eftir leik.

„Þetta var ógeðslega sætt“, sagði fyrirliði KR Júlíus Mar Júlíusson strax eftir leik.

„Þetta eru skemmtilegustu sigrarnir fyrir okkur varnarmennina. 1-0 bara geggjað. Þrjú stig.“

Það var nóg að gera hjá varnarmönnum KR í dag við að sigla sigrinum heim.

„Já heldur betur. Og við gerðum þetta vel. Við sofnuðum stundum á verðinum en vorum ekki að fá mörg færi á okkur. Ég er ekki vanur að spila svona en þetta sýnir bara karakterinn í liðinu að klára þennan leik.“

Var mögulega smá breytt upplegg?

„Nei, þetta var svipað og á móti Aftur en við komumst yfir og þá bara fórum við í þetta að sparka langt og verja þetta. Þetta var ekki nógu gott sóknarlega í seinni en sigur er sigur.“

Og þessi sigur er mikilvægur ekki satt?

„Hann er mjög mikilvægur í þessari stöðu sem við erum í og við ætlum að halda áfram að vinna næstu leiki til að koma okkur ofar í töfluna.“

Júlíus fór oft í langferðalög og bar upp boltann til að reyna að skapa hættu fyrir KR og var spurður að því hvernig lappirnar væru.

„Þær eru þreyttar en þær eru í góðu standi.“


Tengdar fréttir

Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn

KR vann Fram í Úlfarsárdalnum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði með 0-1 sigri og skoraði Galdur Guðmundsson sigurmarkið á 32. mínútu. KR hefur ekki virkað svona þéttir til baka í sumar og lönduðu þeir sigrinum. Fram hefði getað náð í eitthvað en fóru illa með margar góðar stöður í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×