Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Frama

Atli Ísleifsson skrifar
Kristín Hildur Ragnarsdóttir.
Kristín Hildur Ragnarsdóttir.

Kristín Hildur Ragnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Frama.

Í tilkynningu segir að Kristín muni leiða uppbyggingu félagsins og styðja við vöxt þess með áherslu á gerð og miðlun hágæða námsefnis. Hún hefur þegar hafið störf.

„Kristín Hildur kemur til Frama frá Íslandsbanka þar sem hún starfaði sem fræðslustjóri bankans, en leiddi áður vöruþróun fyrir ungt fólk og fjárfestingar. Áður starfaði hún hjá Deloitte á sviði viðskiptalausna og hjá Eimskipum í fjárstýringu.

Kristín Hildur er með BS-gráðu í hagfræði og MS-gráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands. Hún er einnig meðeigandi Fortuna Invest, fræðsluvettvangs sem miðar að því að efla fjármálalæsi og þátttöku á hlutabréfamarkaði, og meðhöfundur bókarinnar Fjárfestingar, sem kom út árið 2021,“ segir í tilkynningunni.

Um Frama segir að það hafi verið stofnað árið 2019 og bjóði í dag upp á yfir 30 námskeið og 400 fyrirlestra frá fjölbreyttum hópi fólks í fremstu röð á sínum sviðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×