Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2025 10:28 Lögregluþjónar í þingsal í Texas í gær. Þeir hafa fylgt þingmönnum Demókrataflokksins eftir. AP/Eric Gay Demókratar á ríkisþingi í Texas sneru aftur heim í gærkvöldi og þurfa nú að sæta eftirliti lögregluþjóna, svo þeir flýi ekki aftur og svo Repúblikanar geti gert mjög umdeildar breytingar á kjördæmum ríkjanna. Rúmlega fimmtíu ríkisþingmenn Demókrataflokksins höfðu flúið Texas til að koma í veg fyrir að Repúblikanar gætu samþykkt frumvarp um breytt kjördæmi í ríkinu sem markvisst er ætlað að fækka kjördæmum sem Demókratar þykja líklegir til að sigra í og þar með fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um fimm. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur þrýst á Repúblikana í fleiri ríkjum að gera svipaðar breytingar, með því markmið að bæta stöðu flokksins fyrir þingkosningar á næsta ári og tryggja að Demókratar nái ekki meirihluta í fulltrúadeildinni, eins og hefur oft gerst í þingkosningum á miðju kjörtímabili forseta. Demókratar hafa hótað því að grípa til sambærilegra aðgerða í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn en Repúblikanar hafa yfirhöndina. Eftir að þingmennirnir flúðu Texas gáfu Repúblikanar út handtökuskipanir á hendur þeim og reyndu að bola minnst einum þingmanni úr sæti sínu, svo eitthvað sé nefnt. Sérstökum þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, kallaði til lauk á föstudaginn og sneru margir af Demókrötunum því aftur í gær, samkvæmt Texas Tribune. Nógu margir til að hægt væri að kalla saman þing á nýjan leik en hundrað þingmenn af 150 þarf til að þingfundur sé lögmætur. Abbott kallaði þá strax þingmenn saman aftur og greip til aðgerða til að koma í veg fyrir að Demókratar geti flúið á nýjan leik. Stuðningsmenn Demókrata fögnuðu þeim í gær.AP/Stephen Spillman Meðal annars er þeim fylgt eftir af lögregluþjónum í þinghúsinu og þeir hafa einnig verið þvingaðir til að samþykkja eftirlit, vilji þeir fara út úr þingsal. Einn þingmaður neitaði, samkvæmt AP fréttaveitunni, og var í þingsal í alla nótt. Lögregluþjónar hafa beðið eftir þingmönnum fyrir utan skrifstofur þeirra og einn segir lögregluþjón, sem hafði varið mestum deginum á sófa inn á skrifstofu hennar, hafa elt hana heim. Hann elti hana líka í hádegismat og fylgdi henni eftir þegar hún fór á klósettið. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Rúmlega fimmtíu ríkisþingmenn Demókrataflokksins höfðu flúið Texas til að koma í veg fyrir að Repúblikanar gætu samþykkt frumvarp um breytt kjördæmi í ríkinu sem markvisst er ætlað að fækka kjördæmum sem Demókratar þykja líklegir til að sigra í og þar með fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um fimm. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur þrýst á Repúblikana í fleiri ríkjum að gera svipaðar breytingar, með því markmið að bæta stöðu flokksins fyrir þingkosningar á næsta ári og tryggja að Demókratar nái ekki meirihluta í fulltrúadeildinni, eins og hefur oft gerst í þingkosningum á miðju kjörtímabili forseta. Demókratar hafa hótað því að grípa til sambærilegra aðgerða í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn en Repúblikanar hafa yfirhöndina. Eftir að þingmennirnir flúðu Texas gáfu Repúblikanar út handtökuskipanir á hendur þeim og reyndu að bola minnst einum þingmanni úr sæti sínu, svo eitthvað sé nefnt. Sérstökum þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, kallaði til lauk á föstudaginn og sneru margir af Demókrötunum því aftur í gær, samkvæmt Texas Tribune. Nógu margir til að hægt væri að kalla saman þing á nýjan leik en hundrað þingmenn af 150 þarf til að þingfundur sé lögmætur. Abbott kallaði þá strax þingmenn saman aftur og greip til aðgerða til að koma í veg fyrir að Demókratar geti flúið á nýjan leik. Stuðningsmenn Demókrata fögnuðu þeim í gær.AP/Stephen Spillman Meðal annars er þeim fylgt eftir af lögregluþjónum í þinghúsinu og þeir hafa einnig verið þvingaðir til að samþykkja eftirlit, vilji þeir fara út úr þingsal. Einn þingmaður neitaði, samkvæmt AP fréttaveitunni, og var í þingsal í alla nótt. Lögregluþjónar hafa beðið eftir þingmönnum fyrir utan skrifstofur þeirra og einn segir lögregluþjón, sem hafði varið mestum deginum á sófa inn á skrifstofu hennar, hafa elt hana heim. Hann elti hana líka í hádegismat og fylgdi henni eftir þegar hún fór á klósettið.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira