Lífið

Ein­faldar leiðir til að róa tauga­kerfið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hér er að finna nokkur einföld og skotheld ráð til að draga úr streitu yfir vikuna.
Hér er að finna nokkur einföld og skotheld ráð til að draga úr streitu yfir vikuna. Getty

Streita er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og getur haft áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu okkar. Með nokkrum einföldum ráðum er hægt að róa taugakerfið og koma í veg fyrir að streitan hafi of mikil áhrif á okkar daglega líf.

Meðvituð öndun

Fyrsta skrefið að vellíðan er meðvituð öndun. Hún spilar stóran þátt í að núlstilla kerfið okkar. Með því að anda djúpt inn um nefið og hægt út um munninn getur þú hjálpað taugakerfinu að slaka á. 

Getty

Reguleg hreyfing

Stuttur göngutúr eða léttar æfingar hjálpa líkamanum að losa um spennu og framleiða boðefni sem stuðla að vellíðan. Regluleg hreyfing hefur einnig jákvæð áhrif á svefn og getur dregið úr kvíða og streitu. 

Náttúran og ferskt loft

Farðu út í náttúruna og njóttu kyrrðarinnar, ferska loftsins og orkunnar sem hún gefur. Það er svo endurnærandi fyrir líkama og sál.

Getty

Góð kvöldrútína

Komdu því í vana þinn að hafa sömu rútínuna á kvöldið. Það hjálpar þér við að ná þér niður og slaka á eftir annasaman dag. Til dæmis með því að fara heitt bað, fara út vinnufötunum í mjúkan kósýgalla eða náttföt, hlustað á notalega tónlist og fengið þér heitt te eða magnesíum.

Þá er mikilvægt að takmarka skjánotkun fyrir svefninn. Leggðu það í vana þinn að slökkva á öllum tækjum um það bil klukkutíma áður en þú leggst upp í rúm.

Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.