Innlent

Líkið ekki innan um aðra sjúk­linga

Jón Þór Stefánsson skrifar
Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. Vísir/Vilhelm

Lík sjúklings á Landspítalanum lá ekki innan um aðra sjúklinga á sjúkrastofu um klukkutímaskeið að nóttu til á dögunum, heldur var það eitt á sjúkrastofu. 

Þetta kemur fram í svari Andra Ólafssonar, samskiptastjóra Landspítalans, við fyrirspurn fréttastofu.

DV greindi frá málinu í gær, en í henni kom fram að lík látins sjúklings hefði legið um klukkustundaskeið á sjúkrastofu að nóttu til eftir að óskað var eftir flutningi á líkhús. Í upprunalegri frétt miðilsins sagði að líkið hefði verið innan um aðra sjúklinga, en fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um að líkið hefði í raun ekki verið í sömu sjúkrastofu og aðrir sjúklingar.

Í svari Andra við fyrirspurn Vísis segir að líkið hafi legið í sjúkrastofunni í tæplega fjórar klukkustundir eftir að viðkomandi lést. Brugðist hafi verið við þessu atviki með því að nú sé verið að setja upp líkgeymslu á spítalanum.

„Það getur gerst að bið er eftir að lík sé flutt vegna annar verkefna sem kalla á bráða lausn. Reynt er eftir besta megni að verða við slíkum beiðnum sem fyrst,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×