Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 17:30 Maryna Bekh-Romanchuk fagnar Evrópumeistaratitli sínum með fána Úkraínu. EPA/CHRISTIAN BRUNA HIn úkraínska Maryna Bekh-Romanchuk má ekki keppa í íþrótt sinni eða öðrum íþróttum næstu fjögur árin eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Lyfjaeftirlit frjálsra íþrótta, Athletics Integrity Unit, sendi frá sér fréttatilkynningu um að hin þrítuga Bekh-Romanchuk sé nú komin í fjögurra ára bann. Bannið nær frá 13. maí á þessu ári til 12. maí 2029 eða vel fram yfir næstu Ólympíuleika. Maryna Bekh-Romanchuk 🇺🇦 has been banned for 4 years by the AIU for presence/use of testosterone!The 29-year-old is a multiple World medallist in the Long Jump and Triple Jump, where she has Personal Bests of 6.96m and 15.02m, respectively.• Out-of-competition urine test… pic.twitter.com/4I8jLS9lCG— Track & Field Gazette (@TrackGazette) August 19, 2025 Testósterón fannst í sýni Bekh-Romanchuk í lyfjaprófi sem var tekið 7. desember síðastliðinn. Það var tekið utan keppni. Bekh-Romanchuk er ein frægasta íþróttakona Úkraínu en hún hefur ekki keppt síðan í ágúst á síðasta ári. Stuttu áður en bann hennar var staðfest gaf hún út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist vera komin í leyfi og sagði að von væri á dómi sem hún væri ósátt við. Hún lýsti yfir sakleysi sínu og sagðist aldrei hafa notað ólögleg lyf. Bekh-Romantschuk varð í ellefta sæti í þrístökki kvenna á Ólympíuleikunum í París 2024. Hún á silfur í bæði þrístökki og langstökki á heimsmeistaramóti utanhúss. Hún hefur einnig unnið silfur í þrístökki á HM innanhúss. Bekh-Romantschuk varð líka Evrópumeistari þrístökki utanhúss 2022 og í þrístökki innanhúss 2021. Hún var þjóðhetja eftir sigur sinn á EM í München í ágúst 2022 en þá voru bara nokkrir mánuðir liðnir frá innrás Rússa í Úkraínu. The AIU has banned Maryna Bekh-Romanchuk (Ukraine) for 4 years from 13 May 2025 for Presence/Use of a Prohibited Substance (Testosterone). DQ results from 7 December 2024Details here: https://t.co/ZKv7jeHRwZ pic.twitter.com/tXxtbCBYR0— Athletics Integrity Unit (@aiu_athletics) August 19, 2025 Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira
Lyfjaeftirlit frjálsra íþrótta, Athletics Integrity Unit, sendi frá sér fréttatilkynningu um að hin þrítuga Bekh-Romanchuk sé nú komin í fjögurra ára bann. Bannið nær frá 13. maí á þessu ári til 12. maí 2029 eða vel fram yfir næstu Ólympíuleika. Maryna Bekh-Romanchuk 🇺🇦 has been banned for 4 years by the AIU for presence/use of testosterone!The 29-year-old is a multiple World medallist in the Long Jump and Triple Jump, where she has Personal Bests of 6.96m and 15.02m, respectively.• Out-of-competition urine test… pic.twitter.com/4I8jLS9lCG— Track & Field Gazette (@TrackGazette) August 19, 2025 Testósterón fannst í sýni Bekh-Romanchuk í lyfjaprófi sem var tekið 7. desember síðastliðinn. Það var tekið utan keppni. Bekh-Romanchuk er ein frægasta íþróttakona Úkraínu en hún hefur ekki keppt síðan í ágúst á síðasta ári. Stuttu áður en bann hennar var staðfest gaf hún út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist vera komin í leyfi og sagði að von væri á dómi sem hún væri ósátt við. Hún lýsti yfir sakleysi sínu og sagðist aldrei hafa notað ólögleg lyf. Bekh-Romantschuk varð í ellefta sæti í þrístökki kvenna á Ólympíuleikunum í París 2024. Hún á silfur í bæði þrístökki og langstökki á heimsmeistaramóti utanhúss. Hún hefur einnig unnið silfur í þrístökki á HM innanhúss. Bekh-Romantschuk varð líka Evrópumeistari þrístökki utanhúss 2022 og í þrístökki innanhúss 2021. Hún var þjóðhetja eftir sigur sinn á EM í München í ágúst 2022 en þá voru bara nokkrir mánuðir liðnir frá innrás Rússa í Úkraínu. The AIU has banned Maryna Bekh-Romanchuk (Ukraine) for 4 years from 13 May 2025 for Presence/Use of a Prohibited Substance (Testosterone). DQ results from 7 December 2024Details here: https://t.co/ZKv7jeHRwZ pic.twitter.com/tXxtbCBYR0— Athletics Integrity Unit (@aiu_athletics) August 19, 2025
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira