Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. ágúst 2025 09:11 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir eitt að setja peninga í verkefni, annað sé að vinna þau vel og það sé ekki alltaf samhengi þar á milli. Vísir/Einar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að vera bjartsýn en á sama tíma raunsæ um horfur á vinnumarkaði. Það sé gleðiefni að heyra fjármálaráðherra tala um meira aðhald í ríkisrekstri. Ríkið glími ekki við tekjuvanda en þurfi, eins og heimilin og fyrirtækin, að spá í útgjöldum sínum. Sigríður Margrét vildi ekki spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans í Bitinu í morgun, áður en ákvörðunin var birt, en sagði fleiri en færri spá því að vextir yrðu ekki lækkaðir eins og þeir hafa verið í síðustu ákvörðunum. Meginástæða fyrir því væri verðbólga. Það hafi verið hjöðnun en síðustu skrefin í áttina að markmiðum Seðlabankans um 2,5 prósenta verðbólgu ætli að verða okkur erfið. Það sé helsta ástæða þess að greinendur spái því að vextir muni ekki lækka. Sigríður Margrét sagði samt einnig rök fyrir því að vextir myndu lækka og þau rök snúi aðallega að minnkandi umsvifum. „Í fyrra var samdráttur í landsframleiðslu og framleiðni var líka að dragast saman á Íslandi,“ segir hún og að hagvaxtarspár um allan heim hafi verið teknar niður vegna stöðunnar í alþjóðamálum, það er tollastríðsins til dæmis. Sigríður Margrét segir vinnumarkaðinn á sama tíma vera að kólna, störfum sé ekki að fjölga í einkageira jafn mikið og áður. Á sama tíma séu vísbendingar um í íbúðamarkaður sé að kólna líka. Hún segir aðhald Seðlabankans gríðarlega þétt og þegar það er þannig taki það langan tíma fyrir áhrifin á breytingum að koma í ljós. „Við munum kannski sjá það eftir 12 til 18 mánuði, þetta þétta aðhald. Þannig það eru rök fyrir því að menn taki ákvörðun um að lækka vexti.“ Ákvörðun peningastefnunefndar var birt eftir að viðtalið var tekið og var tekin ákvörðun um að halda stýrivöxtum óbreyttum og verða þeir því áfram 7,5 prósent. Sigríður Margrét sagði í viðtalinu að ákvörðunin væri eitt en það sem hún myndi hlusta mest eftir væru rökin fyrir ákvörðuninni. Hún segir það gleðiefni að fjármálaráðherra lýsi því yfir að ef sú fjármálaáætlun sem hafi verið lögð fram sé ekki að skila sínu verði hún endurskoðuð og það verði lagt í meira aðhald. Það sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í viðtali við Morgunblaðið í dag. Að ef væntingar á markaði um verðbólgu þokist ekki niður á við muni hann auka aðhald ríkisfjármála strax í haust. Sigríður Margrét segir það koma skýrt fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að þau ætli sér að ná stöðugleika í efnahagsmálum og að það hljómi eins og tónlist fyrir samfélagið og fyrirtækin í landinu. Það sé þó eitt að vera með fögur fyrirheit en annað að sýna það í aðgerðum. Sigríður Margrét segir að í umræðu um stöðugleika sé yfirleitt vísað til þriggja arma hagstjórnarinnar, sem eru Seðlabankinn, aðilar vinnumarkaðarins og hið opinbera. „Raunin á fyrsta þingi ríkisstjórnarinnar var að það voru ýmis frumvörp sem voru lögð fram sem fela í sér útgjaldaaukningu og fjármálaáætlunin sýnir það svart á hvítu, sem leggja sig fram um að fara ofan í allar forsendur, að það er minna aðhald í þessari fjármálaáætlun en þeirri sem var.“ Fjórar af hverjum tíu krónum í skatta Sigríður Margrét segir það því ekki koma á óvart að fjármálaráðherra tali nú með þessum hætti. Að það þurfi að endurskoða fjármálaáætlun til að tryggja aðhald og skila okkur niður í 2,5 prósenta verðbólgu. Spurð um hvar eigi að koma þessu aðhaldi að segir Sigríður Margrét gott að muna að íslenska ríkið glími ekki við tekjuvanda. Fjórar af hverjum tíu krónum sem fólk vinni sér inn fari í opinberan rekstur í það heila og þegar Ísland sé borið saman við önnur lönd í OECD sé þetta hlutfall með því hærra. Það sé miðað við að búið sé að leiðrétta fyrir útgjöldum til almannatrygginga og að tekið sé mið af því að lífeyriskerfið sé öðruvísi en annars staðar. Þá verði að taka mið af því líka að við séum ung þjóð og að við séum ekki að greiða til varnarmála. „Það eru mörg sem hægt er að færa fyrir því að við ættum í raun að vera með lægri skatta en aðrar þjóðir.“ Sigríður Margrét segir að þrátt fyrir þetta háa hlutfall hafi okkur ekki farnast að reka ríkið hallalaust. Því sé nauðsynlegt að horfa á útgjaldaliðina, alveg eins og heimili og fyrirtæki gera. Sigríður segir einnig að það verði að gera greinarmun á því að setja pening í verkefni og að vinna það vel. Það sé ekki endilega samhengi þar. Það sé þörf að fjárfesta í góðum kerfum og innviðum en á sama tíma snúist pólitík um forgangsröðun en eigi einnig að snúast um að fara vel með peninga. „Það er enginn sem ekki vill borga skatta. Við viljum samneyslu sem stendur undir mjög mikilvægri þjónustu.“ Sigríður Margrét segir að ef hún yrði spurð þá myndi hún ráðleggja ríkisstjórninni að hætta að stússast í verkefnum sem þau þurfa ekki að sinna. Það séu til dæmis sömu rök fyrir því að selja Landsbankann og Íslandsbanka. Með því að selja til dæmis Landsbankann væri hægt að greiða niður skuldir og þannig greiða minni vexti. Hátt hlutfall ríkisútgjalda séu vaxtagjöld. Þá sé um helmingur útgjalda hins opinbera laun, bæði útgjöld til almannatrygginga, sem eru bætur, og svo launatengd gjöld. Vinnumarkaðurinn hafi tekið sig saman um ákveðin laun og kjör en svo semji hið opinbera við ákveðnar stéttir og tvöfaldi eða jafnvel þrefaldi kjör þeirra. 1. júlí hafi til dæmis laun æðstu embættismanna ríkisins hækkað um 5,6 prósent og það sé ekki í samræmi við það sem gerist á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra sagði fyrr í sumar að hún vilji endurskoða þessar hækkanir. Spurð um íslensku krónuna og kostnaðinn við að halda henni út segir Sigríður Margrét að krónan sé birtingarmynd á stöðunni í efnahagslífinu. Það sé að fara af stað umræða um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu og gjaldmiðilsins. Hvað varðar framhaldið og hvert við stefnum inn í veturinn segir Sigríður Margrét að það séu bæði svartsýnar og bjartsýnar raddir um stöðuna á vinnumarkaði. Það skipti mestu máli að vera jákvæður en raunsær. Það sé fagnaðarefni að það eigi að móta atvinnustefnu til tíu ára en það sem verði að hafa í huga sé að eitt sé að leggja fram falleg orð en það sé annað að sjá það í framkvæmd. Efnahagsmál Seðlabankinn Rekstur hins opinbera Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Bítið Tengdar fréttir Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn hefur boðað til fundar í húsakynnum bankans klukkan 09:30 þar sem ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum verður rökstudd. 20. ágúst 2025 09:02 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Sjá meira
Sigríður Margrét vildi ekki spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans í Bitinu í morgun, áður en ákvörðunin var birt, en sagði fleiri en færri spá því að vextir yrðu ekki lækkaðir eins og þeir hafa verið í síðustu ákvörðunum. Meginástæða fyrir því væri verðbólga. Það hafi verið hjöðnun en síðustu skrefin í áttina að markmiðum Seðlabankans um 2,5 prósenta verðbólgu ætli að verða okkur erfið. Það sé helsta ástæða þess að greinendur spái því að vextir muni ekki lækka. Sigríður Margrét sagði samt einnig rök fyrir því að vextir myndu lækka og þau rök snúi aðallega að minnkandi umsvifum. „Í fyrra var samdráttur í landsframleiðslu og framleiðni var líka að dragast saman á Íslandi,“ segir hún og að hagvaxtarspár um allan heim hafi verið teknar niður vegna stöðunnar í alþjóðamálum, það er tollastríðsins til dæmis. Sigríður Margrét segir vinnumarkaðinn á sama tíma vera að kólna, störfum sé ekki að fjölga í einkageira jafn mikið og áður. Á sama tíma séu vísbendingar um í íbúðamarkaður sé að kólna líka. Hún segir aðhald Seðlabankans gríðarlega þétt og þegar það er þannig taki það langan tíma fyrir áhrifin á breytingum að koma í ljós. „Við munum kannski sjá það eftir 12 til 18 mánuði, þetta þétta aðhald. Þannig það eru rök fyrir því að menn taki ákvörðun um að lækka vexti.“ Ákvörðun peningastefnunefndar var birt eftir að viðtalið var tekið og var tekin ákvörðun um að halda stýrivöxtum óbreyttum og verða þeir því áfram 7,5 prósent. Sigríður Margrét sagði í viðtalinu að ákvörðunin væri eitt en það sem hún myndi hlusta mest eftir væru rökin fyrir ákvörðuninni. Hún segir það gleðiefni að fjármálaráðherra lýsi því yfir að ef sú fjármálaáætlun sem hafi verið lögð fram sé ekki að skila sínu verði hún endurskoðuð og það verði lagt í meira aðhald. Það sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í viðtali við Morgunblaðið í dag. Að ef væntingar á markaði um verðbólgu þokist ekki niður á við muni hann auka aðhald ríkisfjármála strax í haust. Sigríður Margrét segir það koma skýrt fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að þau ætli sér að ná stöðugleika í efnahagsmálum og að það hljómi eins og tónlist fyrir samfélagið og fyrirtækin í landinu. Það sé þó eitt að vera með fögur fyrirheit en annað að sýna það í aðgerðum. Sigríður Margrét segir að í umræðu um stöðugleika sé yfirleitt vísað til þriggja arma hagstjórnarinnar, sem eru Seðlabankinn, aðilar vinnumarkaðarins og hið opinbera. „Raunin á fyrsta þingi ríkisstjórnarinnar var að það voru ýmis frumvörp sem voru lögð fram sem fela í sér útgjaldaaukningu og fjármálaáætlunin sýnir það svart á hvítu, sem leggja sig fram um að fara ofan í allar forsendur, að það er minna aðhald í þessari fjármálaáætlun en þeirri sem var.“ Fjórar af hverjum tíu krónum í skatta Sigríður Margrét segir það því ekki koma á óvart að fjármálaráðherra tali nú með þessum hætti. Að það þurfi að endurskoða fjármálaáætlun til að tryggja aðhald og skila okkur niður í 2,5 prósenta verðbólgu. Spurð um hvar eigi að koma þessu aðhaldi að segir Sigríður Margrét gott að muna að íslenska ríkið glími ekki við tekjuvanda. Fjórar af hverjum tíu krónum sem fólk vinni sér inn fari í opinberan rekstur í það heila og þegar Ísland sé borið saman við önnur lönd í OECD sé þetta hlutfall með því hærra. Það sé miðað við að búið sé að leiðrétta fyrir útgjöldum til almannatrygginga og að tekið sé mið af því að lífeyriskerfið sé öðruvísi en annars staðar. Þá verði að taka mið af því líka að við séum ung þjóð og að við séum ekki að greiða til varnarmála. „Það eru mörg sem hægt er að færa fyrir því að við ættum í raun að vera með lægri skatta en aðrar þjóðir.“ Sigríður Margrét segir að þrátt fyrir þetta háa hlutfall hafi okkur ekki farnast að reka ríkið hallalaust. Því sé nauðsynlegt að horfa á útgjaldaliðina, alveg eins og heimili og fyrirtæki gera. Sigríður segir einnig að það verði að gera greinarmun á því að setja pening í verkefni og að vinna það vel. Það sé ekki endilega samhengi þar. Það sé þörf að fjárfesta í góðum kerfum og innviðum en á sama tíma snúist pólitík um forgangsröðun en eigi einnig að snúast um að fara vel með peninga. „Það er enginn sem ekki vill borga skatta. Við viljum samneyslu sem stendur undir mjög mikilvægri þjónustu.“ Sigríður Margrét segir að ef hún yrði spurð þá myndi hún ráðleggja ríkisstjórninni að hætta að stússast í verkefnum sem þau þurfa ekki að sinna. Það séu til dæmis sömu rök fyrir því að selja Landsbankann og Íslandsbanka. Með því að selja til dæmis Landsbankann væri hægt að greiða niður skuldir og þannig greiða minni vexti. Hátt hlutfall ríkisútgjalda séu vaxtagjöld. Þá sé um helmingur útgjalda hins opinbera laun, bæði útgjöld til almannatrygginga, sem eru bætur, og svo launatengd gjöld. Vinnumarkaðurinn hafi tekið sig saman um ákveðin laun og kjör en svo semji hið opinbera við ákveðnar stéttir og tvöfaldi eða jafnvel þrefaldi kjör þeirra. 1. júlí hafi til dæmis laun æðstu embættismanna ríkisins hækkað um 5,6 prósent og það sé ekki í samræmi við það sem gerist á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra sagði fyrr í sumar að hún vilji endurskoða þessar hækkanir. Spurð um íslensku krónuna og kostnaðinn við að halda henni út segir Sigríður Margrét að krónan sé birtingarmynd á stöðunni í efnahagslífinu. Það sé að fara af stað umræða um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu og gjaldmiðilsins. Hvað varðar framhaldið og hvert við stefnum inn í veturinn segir Sigríður Margrét að það séu bæði svartsýnar og bjartsýnar raddir um stöðuna á vinnumarkaði. Það skipti mestu máli að vera jákvæður en raunsær. Það sé fagnaðarefni að það eigi að móta atvinnustefnu til tíu ára en það sem verði að hafa í huga sé að eitt sé að leggja fram falleg orð en það sé annað að sjá það í framkvæmd.
Efnahagsmál Seðlabankinn Rekstur hins opinbera Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Bítið Tengdar fréttir Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn hefur boðað til fundar í húsakynnum bankans klukkan 09:30 þar sem ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum verður rökstudd. 20. ágúst 2025 09:02 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Sjá meira
Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn hefur boðað til fundar í húsakynnum bankans klukkan 09:30 þar sem ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum verður rökstudd. 20. ágúst 2025 09:02