Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 10:11 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Vísir/Anton Brink Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla. „Núna erum við að fara tilkynna sextán umbótatillögur sem snúa að málaflokki grunnskóla í Kópavogi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það hefur verið talsverð umræða um þær áskoranir sem grunnskólar standa frammi fyrir. Þetta er til dæmis aukið álag í skólastofunni.“ Athugasemd ritstjórnar: Skólastjóri í Kópavogi vekur athygli á því að prófin verði lögð fyrir í öllum grunnskólum landsins, þar á meðal Kópavogi. Umbótatillögurnar sextán komi vegna ákalls frá kennurum, nemendum og foreldrum í sveitarfélaginu um nánari upplýsingar um hvar nemendurnir standi í námi. Samráðshópur var settur á laggirnar þar sem fulltrúar nemenda, kennara, foreldra og stjórnvalda lögðu sitt mat á hvernig best væri að taka á málefnum grunnskóla. Menntamál landsins hafa verið mikið til umræðu, bæði samræmd námspróf og einkunnakerfi byggt á bókstöfum. „Þessar áskoranir hér, að mínu mati, skrifast alfarið á stjórnvöld. Í allt of langan tíma, og þetta nær aftur til ársins 2011, hafa stjórnvöld sýnt þessum málaflokki algjört áhugaleysi. Það hefur ríkt stefnuleysi og sinnuleysi er snýr að þessum mikilvæga málaflokki,“ segir Ásdís. „Það er alveg rétt og auðvitað þetta stefnuleysi sem hefur ríkt hefur haft áhrif á nám barnanna okkar, áhrif á störf kennaranna okkar.“ Skylda að taka prófin „Lykilaðgerðin hjá okkur er að núna í mars 2026 munu allir grunnskólar í Kópavogi, börn frá fjórða bekk upp í tíunda bekk fara í samræmd stöðupróf,“ segir Ásdís. „Þetta verður ekki valkvætt hjá okkur í Kópavogi, þetta verður skylda.“ Klippa: Taka upp samræmd próf og skipta Mentor út fyrir nýtt kerfi Prófin, sem búin voru til af Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, verða lögð árlega fyrir. Nú þegar séu til próf til að athuga lesskilning og stærðfræðikunnáttu barnanna en til stendur að búa til fleiri próf fyrir önnur kjarnafög. „Ég sem bæjarstjóri mun sjá hvar skólarnir standa miðað við aðra skóla á landsvísu, kennarar munu sjá hvar börnin standa og þannig geta þau stutt betur við þarfir sinna nemenda og síðast en ekki síst munu nemendur og foreldrar sjá hvar þau standa miðað við önnur börn á landsvísu.“ Námsumsjónarkerfið Mentor hefur einnig að sögn Ásdísar flækst fyrir foreldrum og því geti kennararnir ekki nýtt það til fulls. Nýtt námsumsjónarkerfi hefur verið þróað og verður notað sem tilraunaverkefni næsta skólaár. Takist vel verður nýja kerfið innleitt frá haustinu 2026. Leggja áherslu á umsagnir kennara Einkunnakerfið, sem nú er byggt á bókstöfum, var einnig tekið fyrir í umbótatillögunum. „Það er svolítið óskýrt hvað einkunnirnar þýða. Auðvitað var það gert að skyldu hjá stjórnvöldum 2013 að lokamat úr grunnskóla skyldi vera í bókstöfum en ekki tölustöfum. Þess vegna erum við að fara leggja ríkja áherslu á það að það verði umsagnir, það verði meira nám sem er leiðsögn. Það er að segja, nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfi á að halda þannig að þau átti sig á því hvað B nú þýðir,“ segir Ásdís. Einkunnakerfið hefur verið á milli tanna foreldra undanfarið. Bjarki Már Baxter, foreldri fjögurra grunnskólabarna, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði kerfið draga úr hvata nemenda til að vilja gera betur. Meðal umbóta eru einnig innleiðing heildstæðrar læsisáætlunar í frístundastarfi, leik- og grunnskólum. Þá verður áfram unnið að eftirfylgni með reglum um skólasókn og símanotkun í skólastarfi auk móttökuferla fyrir börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Skóla- og menntamál Grunnskólar Kópavogur Börn og uppeldi PISA-könnun Bítið Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
„Núna erum við að fara tilkynna sextán umbótatillögur sem snúa að málaflokki grunnskóla í Kópavogi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það hefur verið talsverð umræða um þær áskoranir sem grunnskólar standa frammi fyrir. Þetta er til dæmis aukið álag í skólastofunni.“ Athugasemd ritstjórnar: Skólastjóri í Kópavogi vekur athygli á því að prófin verði lögð fyrir í öllum grunnskólum landsins, þar á meðal Kópavogi. Umbótatillögurnar sextán komi vegna ákalls frá kennurum, nemendum og foreldrum í sveitarfélaginu um nánari upplýsingar um hvar nemendurnir standi í námi. Samráðshópur var settur á laggirnar þar sem fulltrúar nemenda, kennara, foreldra og stjórnvalda lögðu sitt mat á hvernig best væri að taka á málefnum grunnskóla. Menntamál landsins hafa verið mikið til umræðu, bæði samræmd námspróf og einkunnakerfi byggt á bókstöfum. „Þessar áskoranir hér, að mínu mati, skrifast alfarið á stjórnvöld. Í allt of langan tíma, og þetta nær aftur til ársins 2011, hafa stjórnvöld sýnt þessum málaflokki algjört áhugaleysi. Það hefur ríkt stefnuleysi og sinnuleysi er snýr að þessum mikilvæga málaflokki,“ segir Ásdís. „Það er alveg rétt og auðvitað þetta stefnuleysi sem hefur ríkt hefur haft áhrif á nám barnanna okkar, áhrif á störf kennaranna okkar.“ Skylda að taka prófin „Lykilaðgerðin hjá okkur er að núna í mars 2026 munu allir grunnskólar í Kópavogi, börn frá fjórða bekk upp í tíunda bekk fara í samræmd stöðupróf,“ segir Ásdís. „Þetta verður ekki valkvætt hjá okkur í Kópavogi, þetta verður skylda.“ Klippa: Taka upp samræmd próf og skipta Mentor út fyrir nýtt kerfi Prófin, sem búin voru til af Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, verða lögð árlega fyrir. Nú þegar séu til próf til að athuga lesskilning og stærðfræðikunnáttu barnanna en til stendur að búa til fleiri próf fyrir önnur kjarnafög. „Ég sem bæjarstjóri mun sjá hvar skólarnir standa miðað við aðra skóla á landsvísu, kennarar munu sjá hvar börnin standa og þannig geta þau stutt betur við þarfir sinna nemenda og síðast en ekki síst munu nemendur og foreldrar sjá hvar þau standa miðað við önnur börn á landsvísu.“ Námsumsjónarkerfið Mentor hefur einnig að sögn Ásdísar flækst fyrir foreldrum og því geti kennararnir ekki nýtt það til fulls. Nýtt námsumsjónarkerfi hefur verið þróað og verður notað sem tilraunaverkefni næsta skólaár. Takist vel verður nýja kerfið innleitt frá haustinu 2026. Leggja áherslu á umsagnir kennara Einkunnakerfið, sem nú er byggt á bókstöfum, var einnig tekið fyrir í umbótatillögunum. „Það er svolítið óskýrt hvað einkunnirnar þýða. Auðvitað var það gert að skyldu hjá stjórnvöldum 2013 að lokamat úr grunnskóla skyldi vera í bókstöfum en ekki tölustöfum. Þess vegna erum við að fara leggja ríkja áherslu á það að það verði umsagnir, það verði meira nám sem er leiðsögn. Það er að segja, nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfi á að halda þannig að þau átti sig á því hvað B nú þýðir,“ segir Ásdís. Einkunnakerfið hefur verið á milli tanna foreldra undanfarið. Bjarki Már Baxter, foreldri fjögurra grunnskólabarna, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði kerfið draga úr hvata nemenda til að vilja gera betur. Meðal umbóta eru einnig innleiðing heildstæðrar læsisáætlunar í frístundastarfi, leik- og grunnskólum. Þá verður áfram unnið að eftirfylgni með reglum um skólasókn og símanotkun í skólastarfi auk móttökuferla fyrir börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Kópavogur Börn og uppeldi PISA-könnun Bítið Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent